Las yfir þingheimi í jómfrúarræðu sinni Birgir Olgeirsson skrifar 25. september 2018 15:57 Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar. Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar kallaði hún eftir að þingheimur tæki ábyrgð á embættisgjörðum sínum og nefndi þar ýmis mál sem hafa vakið hneykslan í samfélaginu undanfarið. Sagði hún að þjóðkjörnir fulltrúar á Íslandi kæmust upp með að keyra því sem nemi 36 sinnum hringinn í kringum landið á kostnað skattgreiðenda, halda þjóðhátíðarfundi sem fara 100 prósent fram úr kostnaðaráætlun og orðið uppvísir að því að brjóta lög við skipun dómara án þess að svo mikið sem biðjast afsökunar. „Ekki misskilja mig þó, ég býst ekki við hópuppsögnum að ræðu minni lokinni en það er heldur ekki ætlunin með henni,“ sagði Sigríður María Egilsdóttir í ræðu sinni sem sjá má hér að neðan.Hún sagðist hafa setið sinn fyrsta þingfund í gær og þar hafi traust til stjórnmálamanna verið ofarlega í huga þingmanna. Sagði hún að í nágrannalöndum Íslands segi ráðherrar af sér af því þeir fóru með ráðuneytissíma til útlanda án þess að tilkynna það eða þeir höfðu ekki greitt útvarpsgjaldið. Sagði Sigríður María að það væru ýmsar leiðir til að bera ábyrgð, til dæmis með afsögn eða að játa mistök og sýna iðrun. „Hugtakið ábyrgð virðist hins vegar hafa tekið sér alveg séríslenskt form. Hér hefur myndast sú hefð að snúa einfaldlega baki í blásandi vindinn og bíða síðan þegjandi þar til vindinn lægir. En almenningur vill sjá kjörna fulltrúa þurfa að sæta sömu ábyrgð og hann þarf sjálfur að gera í eigin störfum og endurnýjað umboð er ekki hvítþvottur. Það sýnir dvínandi traust á Alþingi, löggjafanum sjálfum sem setur hér leikreglurnar, dvínandi traust sem leiðir að lokum til þess að fólk missir traust á sjálfum reglunum sem við reynum að setja hér,“ sagði Sigríður María. Hún bætti við að ef þingmenn vilja virkilega endurreisa traust fólks á Alþingi og framkvæmdavaldinu yrði að taka öðruvísi á málunum. „Það er einungis þegar við sjálf förum að sýna starfi okkar og stöðu tilhlýðilega virðingu sem við getum farið að kalla eftir trausti.“ Alþingi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar kallaði hún eftir að þingheimur tæki ábyrgð á embættisgjörðum sínum og nefndi þar ýmis mál sem hafa vakið hneykslan í samfélaginu undanfarið. Sagði hún að þjóðkjörnir fulltrúar á Íslandi kæmust upp með að keyra því sem nemi 36 sinnum hringinn í kringum landið á kostnað skattgreiðenda, halda þjóðhátíðarfundi sem fara 100 prósent fram úr kostnaðaráætlun og orðið uppvísir að því að brjóta lög við skipun dómara án þess að svo mikið sem biðjast afsökunar. „Ekki misskilja mig þó, ég býst ekki við hópuppsögnum að ræðu minni lokinni en það er heldur ekki ætlunin með henni,“ sagði Sigríður María Egilsdóttir í ræðu sinni sem sjá má hér að neðan.Hún sagðist hafa setið sinn fyrsta þingfund í gær og þar hafi traust til stjórnmálamanna verið ofarlega í huga þingmanna. Sagði hún að í nágrannalöndum Íslands segi ráðherrar af sér af því þeir fóru með ráðuneytissíma til útlanda án þess að tilkynna það eða þeir höfðu ekki greitt útvarpsgjaldið. Sagði Sigríður María að það væru ýmsar leiðir til að bera ábyrgð, til dæmis með afsögn eða að játa mistök og sýna iðrun. „Hugtakið ábyrgð virðist hins vegar hafa tekið sér alveg séríslenskt form. Hér hefur myndast sú hefð að snúa einfaldlega baki í blásandi vindinn og bíða síðan þegjandi þar til vindinn lægir. En almenningur vill sjá kjörna fulltrúa þurfa að sæta sömu ábyrgð og hann þarf sjálfur að gera í eigin störfum og endurnýjað umboð er ekki hvítþvottur. Það sýnir dvínandi traust á Alþingi, löggjafanum sjálfum sem setur hér leikreglurnar, dvínandi traust sem leiðir að lokum til þess að fólk missir traust á sjálfum reglunum sem við reynum að setja hér,“ sagði Sigríður María. Hún bætti við að ef þingmenn vilja virkilega endurreisa traust fólks á Alþingi og framkvæmdavaldinu yrði að taka öðruvísi á málunum. „Það er einungis þegar við sjálf förum að sýna starfi okkar og stöðu tilhlýðilega virðingu sem við getum farið að kalla eftir trausti.“
Alþingi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira