Lögreglan um kynlífstækjaþjófana: Hugsanlegt að annar þeirra hafi verið með hárkollu Birgir Olgeirsson skrifar 24. september 2018 15:35 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki fundið innbrotsþjófana. visir/vilhelm Leitin að þjófunum tveimur sem stóðu að innbrotinu í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu í Reykjavík síðastliðinn föstudag stendur enn yfir. Þjófarnir bökkuðu stolnum bíl ítrekað á hurð verslunarinnar á Kleppsvegi snemma að morgni föstudags áður en þeir fóru inn og stálu þaðan kynlífsdúkku ásamt hjálpartækjum og sleipiefnum. Bíllinn sem var notaður við innbrotið fannst síðan í stæði við Glæsibæ um þrjúleytið á föstudag. Þjófarnir höfðu skilið hluta af þýfinu eftir í bílnum, þar á meðal kynlífsdúkkuna sem var til sölu á um 350 þúsund krónur. Lögreglan segir bílinn hafa verið stolinn og var þar að auki búið að skrúfa á hann stolnar númeraplötur. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að þjófarnir hefðu stolið bílnum mánudaginn 17. september síðastliðinn. Þeir höfðu því verið á honum í fjóra daga áður en þeir skildu hann eftir við Glæsibæ. Engar eftirlitsmyndavélar voru í grennd við þann stað sem bíllinn var skilinn eftir.Sambærilega dúkku höfðu stúlkurnar með sér síðastliðinn föstudagsmorgun.visir/vilhelmSegir Guðmundur Páll þjófana hafa farið inn í fyrirtæki í Reykjavík og tekið þaðan lykla að bílnum ófrjálsri hendi. Bíllinn sé talsvert skemmdur. Tekin voru sýni úr bílnum og af þýfinu og er það til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar sem skoðar meðal annars fingraför sem fundust. Enginn liggur undir grun að svo stöddu og hefur enginn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs í málinu. Í fyrstu frétt Vísis af innbrotinu var fullyrt að þjófarnir hefðu verið tvær stúlkur. Þegar betur er rýnt í myndbandið úr eftirlitsmyndavél gæti annar þjófanna hæglega verið drengur. Sá huldi andlit sitt með hettu. Uppi voru kenningar í athugasemdakerfinu að þjófurinn sem var með sítt og ljóst hár væri í raun með hárkollu. Guðmundur Páll segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að fá úr því skorið hvert kynferði þjófanna sé. „Við erum að skoða það. Það má vel vera að einhver hafi verið með hárkollu. Þetta er líkt kvenmönnum tveimur, en við erum að skoða það.“ Verslunareigandinn telur að tjón sitt af völdum innbrotsins nemi einni og hálfri milljón króna. Tengdar fréttir Leita að fingraförum innbrotsþjófanna Tæknideild lögreglunnar leitaði í morgunsárið að fingraförum í og utan á bílnum og á vörum sem voru í honum. 22. september 2018 10:29 Bíllinn og dúkkan úr Adam&Evu-innbrotinu fundin Þjófarnir enn ófundnir. 21. september 2018 17:15 Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira
Leitin að þjófunum tveimur sem stóðu að innbrotinu í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu í Reykjavík síðastliðinn föstudag stendur enn yfir. Þjófarnir bökkuðu stolnum bíl ítrekað á hurð verslunarinnar á Kleppsvegi snemma að morgni föstudags áður en þeir fóru inn og stálu þaðan kynlífsdúkku ásamt hjálpartækjum og sleipiefnum. Bíllinn sem var notaður við innbrotið fannst síðan í stæði við Glæsibæ um þrjúleytið á föstudag. Þjófarnir höfðu skilið hluta af þýfinu eftir í bílnum, þar á meðal kynlífsdúkkuna sem var til sölu á um 350 þúsund krónur. Lögreglan segir bílinn hafa verið stolinn og var þar að auki búið að skrúfa á hann stolnar númeraplötur. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að þjófarnir hefðu stolið bílnum mánudaginn 17. september síðastliðinn. Þeir höfðu því verið á honum í fjóra daga áður en þeir skildu hann eftir við Glæsibæ. Engar eftirlitsmyndavélar voru í grennd við þann stað sem bíllinn var skilinn eftir.Sambærilega dúkku höfðu stúlkurnar með sér síðastliðinn föstudagsmorgun.visir/vilhelmSegir Guðmundur Páll þjófana hafa farið inn í fyrirtæki í Reykjavík og tekið þaðan lykla að bílnum ófrjálsri hendi. Bíllinn sé talsvert skemmdur. Tekin voru sýni úr bílnum og af þýfinu og er það til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar sem skoðar meðal annars fingraför sem fundust. Enginn liggur undir grun að svo stöddu og hefur enginn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs í málinu. Í fyrstu frétt Vísis af innbrotinu var fullyrt að þjófarnir hefðu verið tvær stúlkur. Þegar betur er rýnt í myndbandið úr eftirlitsmyndavél gæti annar þjófanna hæglega verið drengur. Sá huldi andlit sitt með hettu. Uppi voru kenningar í athugasemdakerfinu að þjófurinn sem var með sítt og ljóst hár væri í raun með hárkollu. Guðmundur Páll segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að fá úr því skorið hvert kynferði þjófanna sé. „Við erum að skoða það. Það má vel vera að einhver hafi verið með hárkollu. Þetta er líkt kvenmönnum tveimur, en við erum að skoða það.“ Verslunareigandinn telur að tjón sitt af völdum innbrotsins nemi einni og hálfri milljón króna.
Tengdar fréttir Leita að fingraförum innbrotsþjófanna Tæknideild lögreglunnar leitaði í morgunsárið að fingraförum í og utan á bílnum og á vörum sem voru í honum. 22. september 2018 10:29 Bíllinn og dúkkan úr Adam&Evu-innbrotinu fundin Þjófarnir enn ófundnir. 21. september 2018 17:15 Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira
Leita að fingraförum innbrotsþjófanna Tæknideild lögreglunnar leitaði í morgunsárið að fingraförum í og utan á bílnum og á vörum sem voru í honum. 22. september 2018 10:29
Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51