Mahomes sló met Manning | New England tapaði aftur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. september 2018 10:00 Mahomes hefur spilað ótrúlega í upphafi tímabils og mátti leyfa sér að brosa eftir leik. vísir/getty Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og undrabarnið Patrick Mahomes heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt. New England Patriots tapaði mjög óvænt í nótt fyrir Detroit Lions sem hefur lítið getað á tímabilinu. Gamli varnarþjálfari Patriots, Matt Patricia sem nú stýrir Lions, var með öll svörin við sóknarleik Patriots. Tom Brady og félagar hafa því tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu og virðist einhver krísa vera í gangi hjá stórveldinu. Það er aftur á móti engin krísa hjá Kansas City Chiefs sem er búið að vinna alla þrjá leiki sína og skora tæplega 40 stig í leik. San Francisco 49ers var fórnarlamb Chiefs að þessu sinni. Chiefs skoraði snertimark úr öllum fimm sóknum sínum í fyrri hálfleik og afgreiddi leikinn. 35-10 staðan í fyrri hálfleik.Hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá Tom Brady og hann var eðlilega svekktur í nótt.vísir/gettyLeikstjórnandi Chiefs, hinn 23 ára gamli Patrick Mahomes, setti met fyrir viku síðan er hann varð fyrstur til þess að kasta tíu snertimarkssendingar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Hann náði enn merkilegri áfanga í nótt er hann bætti þremur snertimörkum við. Hann er því kominn í 13 í heildina sem er það besta í sögunni. Metið átti Peyton Manning (12) og Tom Brady á best 11 snertimörk í fyrstu þremur leikjunum. Ótrúleg frammistaða hjá Mahomes. Þetta var dýrt tap fyrir 49ers því leikstjórnandi liðsins, Jimmy Garoppolo, meiddist og óttast er að hann hafi slitið allt í hnénu og tímabilið þá búið hjá honum. Óvæntustu úrslit helgarinnar komu í Minneapolis þar sem líklega lélegasta lið deildarinnar fyrir helgina, Buffalo Bills, pakkaði Minnesota Vikings saman, 6-27. Bills komst í 27-0 í leiknum. Ótrúlegt.Úrslit: Detroit-New England 26-10 Atlanta-New Orleans 37-43 Baltimore-Denver 27-14 Carolina-Cincinnati 31-21 Houston-NY Giants 22-27 Jacksonville-Tennessee 6-9 Kansas City-San Francisco 38-27 Miami-Oakland 28-20 Minnesota-Buffalo 6-27 Philadelphia-Indianapolis 20-16 Washington-Green Bay 31-17 LA Rams-LA Chargers 35-23 Arizona-Chicago 14-16 Seattle-Denver 24-13Í nótt: Tampa Bay - PittsburghStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og undrabarnið Patrick Mahomes heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt. New England Patriots tapaði mjög óvænt í nótt fyrir Detroit Lions sem hefur lítið getað á tímabilinu. Gamli varnarþjálfari Patriots, Matt Patricia sem nú stýrir Lions, var með öll svörin við sóknarleik Patriots. Tom Brady og félagar hafa því tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu og virðist einhver krísa vera í gangi hjá stórveldinu. Það er aftur á móti engin krísa hjá Kansas City Chiefs sem er búið að vinna alla þrjá leiki sína og skora tæplega 40 stig í leik. San Francisco 49ers var fórnarlamb Chiefs að þessu sinni. Chiefs skoraði snertimark úr öllum fimm sóknum sínum í fyrri hálfleik og afgreiddi leikinn. 35-10 staðan í fyrri hálfleik.Hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá Tom Brady og hann var eðlilega svekktur í nótt.vísir/gettyLeikstjórnandi Chiefs, hinn 23 ára gamli Patrick Mahomes, setti met fyrir viku síðan er hann varð fyrstur til þess að kasta tíu snertimarkssendingar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Hann náði enn merkilegri áfanga í nótt er hann bætti þremur snertimörkum við. Hann er því kominn í 13 í heildina sem er það besta í sögunni. Metið átti Peyton Manning (12) og Tom Brady á best 11 snertimörk í fyrstu þremur leikjunum. Ótrúleg frammistaða hjá Mahomes. Þetta var dýrt tap fyrir 49ers því leikstjórnandi liðsins, Jimmy Garoppolo, meiddist og óttast er að hann hafi slitið allt í hnénu og tímabilið þá búið hjá honum. Óvæntustu úrslit helgarinnar komu í Minneapolis þar sem líklega lélegasta lið deildarinnar fyrir helgina, Buffalo Bills, pakkaði Minnesota Vikings saman, 6-27. Bills komst í 27-0 í leiknum. Ótrúlegt.Úrslit: Detroit-New England 26-10 Atlanta-New Orleans 37-43 Baltimore-Denver 27-14 Carolina-Cincinnati 31-21 Houston-NY Giants 22-27 Jacksonville-Tennessee 6-9 Kansas City-San Francisco 38-27 Miami-Oakland 28-20 Minnesota-Buffalo 6-27 Philadelphia-Indianapolis 20-16 Washington-Green Bay 31-17 LA Rams-LA Chargers 35-23 Arizona-Chicago 14-16 Seattle-Denver 24-13Í nótt: Tampa Bay - PittsburghStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira