Mahomes sló met Manning | New England tapaði aftur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. september 2018 10:00 Mahomes hefur spilað ótrúlega í upphafi tímabils og mátti leyfa sér að brosa eftir leik. vísir/getty Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og undrabarnið Patrick Mahomes heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt. New England Patriots tapaði mjög óvænt í nótt fyrir Detroit Lions sem hefur lítið getað á tímabilinu. Gamli varnarþjálfari Patriots, Matt Patricia sem nú stýrir Lions, var með öll svörin við sóknarleik Patriots. Tom Brady og félagar hafa því tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu og virðist einhver krísa vera í gangi hjá stórveldinu. Það er aftur á móti engin krísa hjá Kansas City Chiefs sem er búið að vinna alla þrjá leiki sína og skora tæplega 40 stig í leik. San Francisco 49ers var fórnarlamb Chiefs að þessu sinni. Chiefs skoraði snertimark úr öllum fimm sóknum sínum í fyrri hálfleik og afgreiddi leikinn. 35-10 staðan í fyrri hálfleik.Hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá Tom Brady og hann var eðlilega svekktur í nótt.vísir/gettyLeikstjórnandi Chiefs, hinn 23 ára gamli Patrick Mahomes, setti met fyrir viku síðan er hann varð fyrstur til þess að kasta tíu snertimarkssendingar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Hann náði enn merkilegri áfanga í nótt er hann bætti þremur snertimörkum við. Hann er því kominn í 13 í heildina sem er það besta í sögunni. Metið átti Peyton Manning (12) og Tom Brady á best 11 snertimörk í fyrstu þremur leikjunum. Ótrúleg frammistaða hjá Mahomes. Þetta var dýrt tap fyrir 49ers því leikstjórnandi liðsins, Jimmy Garoppolo, meiddist og óttast er að hann hafi slitið allt í hnénu og tímabilið þá búið hjá honum. Óvæntustu úrslit helgarinnar komu í Minneapolis þar sem líklega lélegasta lið deildarinnar fyrir helgina, Buffalo Bills, pakkaði Minnesota Vikings saman, 6-27. Bills komst í 27-0 í leiknum. Ótrúlegt.Úrslit: Detroit-New England 26-10 Atlanta-New Orleans 37-43 Baltimore-Denver 27-14 Carolina-Cincinnati 31-21 Houston-NY Giants 22-27 Jacksonville-Tennessee 6-9 Kansas City-San Francisco 38-27 Miami-Oakland 28-20 Minnesota-Buffalo 6-27 Philadelphia-Indianapolis 20-16 Washington-Green Bay 31-17 LA Rams-LA Chargers 35-23 Arizona-Chicago 14-16 Seattle-Denver 24-13Í nótt: Tampa Bay - PittsburghStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Sjá meira
Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og undrabarnið Patrick Mahomes heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt. New England Patriots tapaði mjög óvænt í nótt fyrir Detroit Lions sem hefur lítið getað á tímabilinu. Gamli varnarþjálfari Patriots, Matt Patricia sem nú stýrir Lions, var með öll svörin við sóknarleik Patriots. Tom Brady og félagar hafa því tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu og virðist einhver krísa vera í gangi hjá stórveldinu. Það er aftur á móti engin krísa hjá Kansas City Chiefs sem er búið að vinna alla þrjá leiki sína og skora tæplega 40 stig í leik. San Francisco 49ers var fórnarlamb Chiefs að þessu sinni. Chiefs skoraði snertimark úr öllum fimm sóknum sínum í fyrri hálfleik og afgreiddi leikinn. 35-10 staðan í fyrri hálfleik.Hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá Tom Brady og hann var eðlilega svekktur í nótt.vísir/gettyLeikstjórnandi Chiefs, hinn 23 ára gamli Patrick Mahomes, setti met fyrir viku síðan er hann varð fyrstur til þess að kasta tíu snertimarkssendingar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Hann náði enn merkilegri áfanga í nótt er hann bætti þremur snertimörkum við. Hann er því kominn í 13 í heildina sem er það besta í sögunni. Metið átti Peyton Manning (12) og Tom Brady á best 11 snertimörk í fyrstu þremur leikjunum. Ótrúleg frammistaða hjá Mahomes. Þetta var dýrt tap fyrir 49ers því leikstjórnandi liðsins, Jimmy Garoppolo, meiddist og óttast er að hann hafi slitið allt í hnénu og tímabilið þá búið hjá honum. Óvæntustu úrslit helgarinnar komu í Minneapolis þar sem líklega lélegasta lið deildarinnar fyrir helgina, Buffalo Bills, pakkaði Minnesota Vikings saman, 6-27. Bills komst í 27-0 í leiknum. Ótrúlegt.Úrslit: Detroit-New England 26-10 Atlanta-New Orleans 37-43 Baltimore-Denver 27-14 Carolina-Cincinnati 31-21 Houston-NY Giants 22-27 Jacksonville-Tennessee 6-9 Kansas City-San Francisco 38-27 Miami-Oakland 28-20 Minnesota-Buffalo 6-27 Philadelphia-Indianapolis 20-16 Washington-Green Bay 31-17 LA Rams-LA Chargers 35-23 Arizona-Chicago 14-16 Seattle-Denver 24-13Í nótt: Tampa Bay - PittsburghStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Sjá meira