Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2018 06:37 Áður hefur Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla, sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Vísir/getty Önnur kona hefur stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi. Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Ramirez var fyrsta árs nemi þegar meint brot á að hafa átt sér stað. Hún lýsir því í samtali við New Yorker að hún og Kavanaugh hafi bæði tekið þátt í drykkjuleik þar sem viðstaddir sátu í hring, og hann hafi berað sig við það tilefni. Ramirez segir að atvikið hafi verið henni afar þungbært. „Ég ætlaði ekki að snerta typpi áður en ég gifti mig. Ég skammaðist mín og ég var niðurlægð,“ segir Ramirez. Hún viðurkennir þó að minni hennar umrætt kvöld sé gloppótt sökum áfengisneyslu.Þvertekur fyrir nýjar ásakanir Blaðamennirnir Ronan Farrow og Jane Mayer eru skrifuð fyrir viðtalinu við Ramirez. Farrow og Mayer segjast hafa borið frásögn Ramirez undir fjölmarga bekkjarfélaga hennar og Kavanaugh. Þrír hafa sagst muna eftir því að hafa rætt umrætt atvik sín á milli en voru þó ekki viðstaddir gleðskapinn þar sem brotið á að hafa verið framið. Tveir karlkyns bekkjarfélagar, sem eiga að hafa verið viðriðnir atvikið, þvertaka þó fyrir að það hafi átt sér stað. Áður hefur Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla, sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Hann neitar öllum ásökunum og í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir hann þá nýjustu vera rógburð. Þá stendur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, við bakið á Kavanaugh, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.Bæði Kavanaugh og Ford munu koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Þau munu svara spurningum þingmanna um ásakanirnar. Í gær var greint frá því að Kavanaugh hygðist afhenda nefndinni dagatöl frá árinu 1982 til að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið brotið. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár. 23. september 2018 22:02 Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02 Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Önnur kona hefur stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi. Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Ramirez var fyrsta árs nemi þegar meint brot á að hafa átt sér stað. Hún lýsir því í samtali við New Yorker að hún og Kavanaugh hafi bæði tekið þátt í drykkjuleik þar sem viðstaddir sátu í hring, og hann hafi berað sig við það tilefni. Ramirez segir að atvikið hafi verið henni afar þungbært. „Ég ætlaði ekki að snerta typpi áður en ég gifti mig. Ég skammaðist mín og ég var niðurlægð,“ segir Ramirez. Hún viðurkennir þó að minni hennar umrætt kvöld sé gloppótt sökum áfengisneyslu.Þvertekur fyrir nýjar ásakanir Blaðamennirnir Ronan Farrow og Jane Mayer eru skrifuð fyrir viðtalinu við Ramirez. Farrow og Mayer segjast hafa borið frásögn Ramirez undir fjölmarga bekkjarfélaga hennar og Kavanaugh. Þrír hafa sagst muna eftir því að hafa rætt umrætt atvik sín á milli en voru þó ekki viðstaddir gleðskapinn þar sem brotið á að hafa verið framið. Tveir karlkyns bekkjarfélagar, sem eiga að hafa verið viðriðnir atvikið, þvertaka þó fyrir að það hafi átt sér stað. Áður hefur Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla, sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Hann neitar öllum ásökunum og í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir hann þá nýjustu vera rógburð. Þá stendur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, við bakið á Kavanaugh, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.Bæði Kavanaugh og Ford munu koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Þau munu svara spurningum þingmanna um ásakanirnar. Í gær var greint frá því að Kavanaugh hygðist afhenda nefndinni dagatöl frá árinu 1982 til að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið brotið.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár. 23. september 2018 22:02 Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02 Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár. 23. september 2018 22:02
Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02
Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52