Innlent

Meðvitundarlaus eftir að hafa verið sleginn í höfuðið

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Maður er grunaður um að hafa slegið tvo menn í höfuðið áður en lögregla náði að handtaka hann.
Maður er grunaður um að hafa slegið tvo menn í höfuðið áður en lögregla náði að handtaka hann. VÍSIR/ERNIR
Laust fyrir klukkan fimm í nótt var Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um líkamsárás í miðborginni. Maður lá meðvitundarlaus í götunni eftir að hafa verið sleginn í höfuðið.

Árásarmaðurinn fór af vettvangi. Lögregla vissi þó hver maðurinn var og fannst hann skömmu síðar og var handtekinn. Í millitíðinni er hann einnig grunaður um að hafa slegið annan mann í andlitið og líkur eru á að hann hafi nefbrotið umræddan mann. Árásarmaðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en af henni að dæma var töluverður erill í borginni í nótt og mikið um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Klukkan rúmlega korter yfir 2 í nótt var ölvaður maður handtekinn vegna gruns um líkamsárás við veitingahús í miðborginni. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu.

Laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi var tilkynnt um eld við bílskúr í Austurborginni. Það kviknaði í þegar maður var að steikja mat og notaði til þess eldfiman vökva. Eldurinn læstist í fötum og hári mannsins. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×