Verjandi segir ólíklegt að Thomas Møller Olsen passi í úlpu í stærð M Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. september 2018 17:45 Björgvin Jónsson á leið í lögmannsklæðin áður en undirbúningsþinghaldið fór fram í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Thomas Møller Olsen, sem hlaut í héraðsdómi 19 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnabrot, mun að öllum líkindum mæta aftur í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti að beiðni verjanda hans. Þá verður Thomasi gert að máta úlpu sem fannst blóðug um borð í togaranum Polar Nanoq. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greinagerðum ákæruvaldsins og verjanda Thomasar sem fréttastofa hefur undir höndum en undirbúningsþinghald fór fram í Landsrétti í dag. Thomas segist, að því er fram kemur í greinagerð verjanda hans, ekki eiga umrædda úlpu en úlpan er af gerðinni Quarts Nature og í stærð M. Ósennilegt sé að Thomas, sem er 188 sentímetrar á hæð og þrekvaxinn, myndi festa kaup á úlpu í þeirri stærð. Hann eigi aftur á móti samskonar úlpu en í stærðinni XL að því er segir í greinagerð verjanda.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.Vísir/VilhelmÞá hafa bæði ákæruvaldið og verjandi Thomasar óskað eftir því að vitni verði leidd fyrir dómin, sum aftur en önnur ný. Óskað hefur verið eftir því að tæknimaður frá Securitas verði kallaður til skýrslutöku í tengslum við atriði er varða upptökur af öryggismyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn og við golfskálann í Garðabæ. Þá er óskað eftir því að rannsóknarlögreglumaðurinn sem annaðist mælingar á akstri Kia Rio bifreiðarinnar sem Thomas var með á leigu, gefi einnig skýrslu. Verjandi Möller óskar eftir því að sérfræðingur sem lagði mat á það hvar líklegt sé að Möller hafi komið líki Birnu fyrir í vatni gefi skýrslu og að tekin verði skýrsla af skipverja á Polar Nanoq og af vini Nikolaj Olsen, en Nikolaj var á sínum tíma handekinn vegna málsins en síðar látinn laus. Í greinagerð sinni segir verjandi Thomasar að lögregluaðgerð við handtöku Thomasar um borð í Polar Nanoq hafa verið ólögmæta og utan íslenskrar refsilögsögu og því sé um ólögmæta frelsissviptingu að ræða. Líkt og fyrir héraðsdómi segir verjandi Thomasar framburð Nikolaj Olsen vera ótrúverðugan. Dagsetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin en dómari metur nú kröfur ákæruvaldsins og verjanda og mun taka ákvörðun um hverjir verða kallaðir til skýrslutöku fyrir Landsrétti. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller kortlögð í Landsrétti á morgun Verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. 19. september 2018 14:21 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Thomas Møller Olsen, sem hlaut í héraðsdómi 19 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnabrot, mun að öllum líkindum mæta aftur í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti að beiðni verjanda hans. Þá verður Thomasi gert að máta úlpu sem fannst blóðug um borð í togaranum Polar Nanoq. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greinagerðum ákæruvaldsins og verjanda Thomasar sem fréttastofa hefur undir höndum en undirbúningsþinghald fór fram í Landsrétti í dag. Thomas segist, að því er fram kemur í greinagerð verjanda hans, ekki eiga umrædda úlpu en úlpan er af gerðinni Quarts Nature og í stærð M. Ósennilegt sé að Thomas, sem er 188 sentímetrar á hæð og þrekvaxinn, myndi festa kaup á úlpu í þeirri stærð. Hann eigi aftur á móti samskonar úlpu en í stærðinni XL að því er segir í greinagerð verjanda.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.Vísir/VilhelmÞá hafa bæði ákæruvaldið og verjandi Thomasar óskað eftir því að vitni verði leidd fyrir dómin, sum aftur en önnur ný. Óskað hefur verið eftir því að tæknimaður frá Securitas verði kallaður til skýrslutöku í tengslum við atriði er varða upptökur af öryggismyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn og við golfskálann í Garðabæ. Þá er óskað eftir því að rannsóknarlögreglumaðurinn sem annaðist mælingar á akstri Kia Rio bifreiðarinnar sem Thomas var með á leigu, gefi einnig skýrslu. Verjandi Möller óskar eftir því að sérfræðingur sem lagði mat á það hvar líklegt sé að Möller hafi komið líki Birnu fyrir í vatni gefi skýrslu og að tekin verði skýrsla af skipverja á Polar Nanoq og af vini Nikolaj Olsen, en Nikolaj var á sínum tíma handekinn vegna málsins en síðar látinn laus. Í greinagerð sinni segir verjandi Thomasar að lögregluaðgerð við handtöku Thomasar um borð í Polar Nanoq hafa verið ólögmæta og utan íslenskrar refsilögsögu og því sé um ólögmæta frelsissviptingu að ræða. Líkt og fyrir héraðsdómi segir verjandi Thomasar framburð Nikolaj Olsen vera ótrúverðugan. Dagsetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin en dómari metur nú kröfur ákæruvaldsins og verjanda og mun taka ákvörðun um hverjir verða kallaðir til skýrslutöku fyrir Landsrétti.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller kortlögð í Landsrétti á morgun Verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. 19. september 2018 14:21 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller kortlögð í Landsrétti á morgun Verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. 19. september 2018 14:21