Verjandi segir ólíklegt að Thomas Møller Olsen passi í úlpu í stærð M Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. september 2018 17:45 Björgvin Jónsson á leið í lögmannsklæðin áður en undirbúningsþinghaldið fór fram í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Thomas Møller Olsen, sem hlaut í héraðsdómi 19 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnabrot, mun að öllum líkindum mæta aftur í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti að beiðni verjanda hans. Þá verður Thomasi gert að máta úlpu sem fannst blóðug um borð í togaranum Polar Nanoq. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greinagerðum ákæruvaldsins og verjanda Thomasar sem fréttastofa hefur undir höndum en undirbúningsþinghald fór fram í Landsrétti í dag. Thomas segist, að því er fram kemur í greinagerð verjanda hans, ekki eiga umrædda úlpu en úlpan er af gerðinni Quarts Nature og í stærð M. Ósennilegt sé að Thomas, sem er 188 sentímetrar á hæð og þrekvaxinn, myndi festa kaup á úlpu í þeirri stærð. Hann eigi aftur á móti samskonar úlpu en í stærðinni XL að því er segir í greinagerð verjanda.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.Vísir/VilhelmÞá hafa bæði ákæruvaldið og verjandi Thomasar óskað eftir því að vitni verði leidd fyrir dómin, sum aftur en önnur ný. Óskað hefur verið eftir því að tæknimaður frá Securitas verði kallaður til skýrslutöku í tengslum við atriði er varða upptökur af öryggismyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn og við golfskálann í Garðabæ. Þá er óskað eftir því að rannsóknarlögreglumaðurinn sem annaðist mælingar á akstri Kia Rio bifreiðarinnar sem Thomas var með á leigu, gefi einnig skýrslu. Verjandi Möller óskar eftir því að sérfræðingur sem lagði mat á það hvar líklegt sé að Möller hafi komið líki Birnu fyrir í vatni gefi skýrslu og að tekin verði skýrsla af skipverja á Polar Nanoq og af vini Nikolaj Olsen, en Nikolaj var á sínum tíma handekinn vegna málsins en síðar látinn laus. Í greinagerð sinni segir verjandi Thomasar að lögregluaðgerð við handtöku Thomasar um borð í Polar Nanoq hafa verið ólögmæta og utan íslenskrar refsilögsögu og því sé um ólögmæta frelsissviptingu að ræða. Líkt og fyrir héraðsdómi segir verjandi Thomasar framburð Nikolaj Olsen vera ótrúverðugan. Dagsetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin en dómari metur nú kröfur ákæruvaldsins og verjanda og mun taka ákvörðun um hverjir verða kallaðir til skýrslutöku fyrir Landsrétti. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller kortlögð í Landsrétti á morgun Verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. 19. september 2018 14:21 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Thomas Møller Olsen, sem hlaut í héraðsdómi 19 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnabrot, mun að öllum líkindum mæta aftur í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti að beiðni verjanda hans. Þá verður Thomasi gert að máta úlpu sem fannst blóðug um borð í togaranum Polar Nanoq. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greinagerðum ákæruvaldsins og verjanda Thomasar sem fréttastofa hefur undir höndum en undirbúningsþinghald fór fram í Landsrétti í dag. Thomas segist, að því er fram kemur í greinagerð verjanda hans, ekki eiga umrædda úlpu en úlpan er af gerðinni Quarts Nature og í stærð M. Ósennilegt sé að Thomas, sem er 188 sentímetrar á hæð og þrekvaxinn, myndi festa kaup á úlpu í þeirri stærð. Hann eigi aftur á móti samskonar úlpu en í stærðinni XL að því er segir í greinagerð verjanda.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.Vísir/VilhelmÞá hafa bæði ákæruvaldið og verjandi Thomasar óskað eftir því að vitni verði leidd fyrir dómin, sum aftur en önnur ný. Óskað hefur verið eftir því að tæknimaður frá Securitas verði kallaður til skýrslutöku í tengslum við atriði er varða upptökur af öryggismyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn og við golfskálann í Garðabæ. Þá er óskað eftir því að rannsóknarlögreglumaðurinn sem annaðist mælingar á akstri Kia Rio bifreiðarinnar sem Thomas var með á leigu, gefi einnig skýrslu. Verjandi Möller óskar eftir því að sérfræðingur sem lagði mat á það hvar líklegt sé að Möller hafi komið líki Birnu fyrir í vatni gefi skýrslu og að tekin verði skýrsla af skipverja á Polar Nanoq og af vini Nikolaj Olsen, en Nikolaj var á sínum tíma handekinn vegna málsins en síðar látinn laus. Í greinagerð sinni segir verjandi Thomasar að lögregluaðgerð við handtöku Thomasar um borð í Polar Nanoq hafa verið ólögmæta og utan íslenskrar refsilögsögu og því sé um ólögmæta frelsissviptingu að ræða. Líkt og fyrir héraðsdómi segir verjandi Thomasar framburð Nikolaj Olsen vera ótrúverðugan. Dagsetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin en dómari metur nú kröfur ákæruvaldsins og verjanda og mun taka ákvörðun um hverjir verða kallaðir til skýrslutöku fyrir Landsrétti.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller kortlögð í Landsrétti á morgun Verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. 19. september 2018 14:21 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller kortlögð í Landsrétti á morgun Verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. 19. september 2018 14:21