„Hugsaði þegar hún var að lemja mig að einhver myndi koma og taka mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2018 11:30 Karítas Ósk var í viðtali við Sindra Sindrason í síðasta þætti af Fósturbörnum. „Ég er ekki í bandi við þau. Ég er ótrúlega heppin, ég á stjúppabba, ég á fósturforeldra, ég á ótrúlega mikið af vinum og yndislegu fólki,“ segir Karítas Ósk Þorsteinsdóttir. Saga Karítasar var sögð í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Karítas var tekin í fóstur þegar hún var komin vel yfir unglingsaldur og telur að það hafi verið allt of seint. Hún er ekki í neinu sambandi við foreldra sína. „Ég í raun og veru þarf ekki að vera í bandi við þau en innst inni þá býr alltaf hugmyndin um það að eiga mömmu og pabba. Sem barn var ég alltaf að vona að einn daginn myndu foreldrar mínir hætta að vera svona við mig, taka utan um mig og segja að þetta verði allt í lagi. Í raun og veru fer ég í fóstur rosalega seint og ég hugsaði þegar hún var að lemja mig að einhver myndi koma og taka mig úr þessum aðstæðum. Svo skildi ég ekki af hverju hún gerði þetta við mig, en ekki hina.“ Karítas efast um að samband sitt við foreldrana muni nokkurn tímann batna.Þetta verður ekki alltaf svona „Þetta hefur alltaf verið svona. Blóðpabbi minn er útlenskur og ég held að það verði aldrei nein samskipti þannig. Það mynduðust aldrei nein tengsl, en vonandi einn daginn.“ Hún hefur ákveðin skilaboð til barna sem eru í sömu stöðu og hún var í. „Þetta verður ekki alltaf svona. Þegar maður er svona ungur þá upplifir maður eins og heimurinn sé bara búinn og þetta verði alltaf svona.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.Sindri Sindrason heldur áfram að kynna sér fósturkerfið á Íslandi í þáttunum Fósturbörn. Hann heyrir sögur foreldra sem hafa misst börn sín frá sér og eru allt annað en sáttir við starfsfólk barnaverndarnefnda og fólkinu sem tekur við börnunum og hræðist ekkert meira en að þau fari til baka. Hann kynnist líka fólki sem vill ekkert með kynforeldra sína hafa, syrgir jafnvel ekki dauða þeirra og heyri lýsingu fólks á því hvaða áhrif það hafði á þau að vera tekin af foreldrum sínum á unga aldri. Fósturbörn Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Sjá meira
„Ég er ekki í bandi við þau. Ég er ótrúlega heppin, ég á stjúppabba, ég á fósturforeldra, ég á ótrúlega mikið af vinum og yndislegu fólki,“ segir Karítas Ósk Þorsteinsdóttir. Saga Karítasar var sögð í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Karítas var tekin í fóstur þegar hún var komin vel yfir unglingsaldur og telur að það hafi verið allt of seint. Hún er ekki í neinu sambandi við foreldra sína. „Ég í raun og veru þarf ekki að vera í bandi við þau en innst inni þá býr alltaf hugmyndin um það að eiga mömmu og pabba. Sem barn var ég alltaf að vona að einn daginn myndu foreldrar mínir hætta að vera svona við mig, taka utan um mig og segja að þetta verði allt í lagi. Í raun og veru fer ég í fóstur rosalega seint og ég hugsaði þegar hún var að lemja mig að einhver myndi koma og taka mig úr þessum aðstæðum. Svo skildi ég ekki af hverju hún gerði þetta við mig, en ekki hina.“ Karítas efast um að samband sitt við foreldrana muni nokkurn tímann batna.Þetta verður ekki alltaf svona „Þetta hefur alltaf verið svona. Blóðpabbi minn er útlenskur og ég held að það verði aldrei nein samskipti þannig. Það mynduðust aldrei nein tengsl, en vonandi einn daginn.“ Hún hefur ákveðin skilaboð til barna sem eru í sömu stöðu og hún var í. „Þetta verður ekki alltaf svona. Þegar maður er svona ungur þá upplifir maður eins og heimurinn sé bara búinn og þetta verði alltaf svona.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.Sindri Sindrason heldur áfram að kynna sér fósturkerfið á Íslandi í þáttunum Fósturbörn. Hann heyrir sögur foreldra sem hafa misst börn sín frá sér og eru allt annað en sáttir við starfsfólk barnaverndarnefnda og fólkinu sem tekur við börnunum og hræðist ekkert meira en að þau fari til baka. Hann kynnist líka fólki sem vill ekkert með kynforeldra sína hafa, syrgir jafnvel ekki dauða þeirra og heyri lýsingu fólks á því hvaða áhrif það hafði á þau að vera tekin af foreldrum sínum á unga aldri.
Fósturbörn Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Sjá meira