Ferðatöskur til Parísar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 5. október 2018 07:00 Með staðfestingu á loftslagssamningi þjóða heims, sem fullgildur var af Alþingi árið 2016, var í raun ákveðið að fara með þjóðina í sameiginlega ferð til Parísar árið 2030. Grunnur samningsins er að vera ekki með yfirvigt á farangri þegar lagt verður af stað eftir tólf ár. Töskurnar hafa nú þegar verið vigtaðar og mælingar sýna að þær eru um milljón tonnum þyngri en leyfilegt er. Það má svo sem taka þær með svona en þá þurfum við í fyrsta lagi að borga slatta í yfirvigt og í öðru lagi þurfum við þá að treysta á að einhverjir aðrir farþegar (þjóðir) verði með enn léttari töskur þannig að flugvélin komist yfirleitt af stað eða hrapi ekki vegna ofhleðslu. Málið er að það er alveg hægt að raða öðruvísi í töskurnar og ná þessum skuldbindingum án þess að tapa einhverjum lífsgæðum. Getur verið að við séum t.d. að pakka niður einhverjum óþarfa í líkingu við landakort, símaskrá, bækur, myndavél og filmur? Öll þessi þjónusta rúmast auðveldlega í einni nútíma spjaldtölvu eða síma sem er auðvitað miklu léttari farangur.Samgöngutaskan Ef við skoðum t.d. samgöngutöskuna þá er staðan þannig að meðallíftími fólksbíla er um tólf ár. Þetta þýðir að bílar sem nú eru nýskráðir hér á Íslandi verða enn í töskunni sem vigtuð verður árið 2030. Líkt og í tilfelli spjaldtölvunnar, þá er komin miklu umhverfisléttari tækni sem getur boðið upp á sömu þjónustu og bensín- og dísilbílar gera í dag. Reiðhjól, metan- og rafbílar koma okkur auðveldlega á milli A og B og eru miklu léttari á kolefnisvigtinni en ökutæki sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Margir reyna að benda á aðra stærri notendur sem afsökun fyrir eigin yfirþyngd. Málið er auðvitað ekki einfalt. Stóriðjan er t.d. vissulega að fara í sömu flugvél og við en hún er hins vegar með annan farangur. Stóriðjan hefur nefnilega samþykkt að fara í hópferð með öðrum stórnotendum í Evrópu og er því með sameiginlegan farangur með þeim. Hún er ekkert að svindla heldur þvert á móti þarf stóriðjan að þola meiri þyngdartakmarkanir en við. Ekki er víst að íslenski stóriðjufarangurinn minnki nokkuð en ljóst er að evrópska ferðataskan þeirra, sem heild, fær engan afslátt af yfirvigt. Fyrir samgöngutösku almennings er málið tiltölulega einfalt. Þegar tekið hefur verið tillit til möguleika í öðrum töskum sem snúa beint að skuldbindingum Íslands (landbúnaður, úrgangur og iðnaður) þá er ljóst að aðeins er rými fyrir um 500 þúsund tonna farangur frá vegasamgöngum árið 2030. Farangurinn (losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum) er hins vegar um milljón tonn í dag. Því þarf einfaldlega að helminga samgöngufarangurinn fyrir ferðalagið 2030. Það er alveg mögulegt ef við bara byrjum að nýskrá meira af mun kolefnisléttari bílum næsta áratuginn.Sameiginlegur farangur Ótrúlega margir virðast hins vegar heimta að fá óáreittir að setja áfram níðþunga bensín- og dísilbíla í töskuna á næstu árum. Vandamálið er hins vegar að þegar þú kaupir bíl þá ertu ekki bara að pakka í tösku fyrir þig persónulega. Þjóðin er nefnilega með sameiginlegan farangur og kostnaður og vandræðagangur við mögulega yfirvigt mun lenda á öllum, líka nýorkubílaeigendum, göngufólki, hjólreiðamönnum og notendum almenningssamgangna. Er það sanngjarnt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Með staðfestingu á loftslagssamningi þjóða heims, sem fullgildur var af Alþingi árið 2016, var í raun ákveðið að fara með þjóðina í sameiginlega ferð til Parísar árið 2030. Grunnur samningsins er að vera ekki með yfirvigt á farangri þegar lagt verður af stað eftir tólf ár. Töskurnar hafa nú þegar verið vigtaðar og mælingar sýna að þær eru um milljón tonnum þyngri en leyfilegt er. Það má svo sem taka þær með svona en þá þurfum við í fyrsta lagi að borga slatta í yfirvigt og í öðru lagi þurfum við þá að treysta á að einhverjir aðrir farþegar (þjóðir) verði með enn léttari töskur þannig að flugvélin komist yfirleitt af stað eða hrapi ekki vegna ofhleðslu. Málið er að það er alveg hægt að raða öðruvísi í töskurnar og ná þessum skuldbindingum án þess að tapa einhverjum lífsgæðum. Getur verið að við séum t.d. að pakka niður einhverjum óþarfa í líkingu við landakort, símaskrá, bækur, myndavél og filmur? Öll þessi þjónusta rúmast auðveldlega í einni nútíma spjaldtölvu eða síma sem er auðvitað miklu léttari farangur.Samgöngutaskan Ef við skoðum t.d. samgöngutöskuna þá er staðan þannig að meðallíftími fólksbíla er um tólf ár. Þetta þýðir að bílar sem nú eru nýskráðir hér á Íslandi verða enn í töskunni sem vigtuð verður árið 2030. Líkt og í tilfelli spjaldtölvunnar, þá er komin miklu umhverfisléttari tækni sem getur boðið upp á sömu þjónustu og bensín- og dísilbílar gera í dag. Reiðhjól, metan- og rafbílar koma okkur auðveldlega á milli A og B og eru miklu léttari á kolefnisvigtinni en ökutæki sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Margir reyna að benda á aðra stærri notendur sem afsökun fyrir eigin yfirþyngd. Málið er auðvitað ekki einfalt. Stóriðjan er t.d. vissulega að fara í sömu flugvél og við en hún er hins vegar með annan farangur. Stóriðjan hefur nefnilega samþykkt að fara í hópferð með öðrum stórnotendum í Evrópu og er því með sameiginlegan farangur með þeim. Hún er ekkert að svindla heldur þvert á móti þarf stóriðjan að þola meiri þyngdartakmarkanir en við. Ekki er víst að íslenski stóriðjufarangurinn minnki nokkuð en ljóst er að evrópska ferðataskan þeirra, sem heild, fær engan afslátt af yfirvigt. Fyrir samgöngutösku almennings er málið tiltölulega einfalt. Þegar tekið hefur verið tillit til möguleika í öðrum töskum sem snúa beint að skuldbindingum Íslands (landbúnaður, úrgangur og iðnaður) þá er ljóst að aðeins er rými fyrir um 500 þúsund tonna farangur frá vegasamgöngum árið 2030. Farangurinn (losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum) er hins vegar um milljón tonn í dag. Því þarf einfaldlega að helminga samgöngufarangurinn fyrir ferðalagið 2030. Það er alveg mögulegt ef við bara byrjum að nýskrá meira af mun kolefnisléttari bílum næsta áratuginn.Sameiginlegur farangur Ótrúlega margir virðast hins vegar heimta að fá óáreittir að setja áfram níðþunga bensín- og dísilbíla í töskuna á næstu árum. Vandamálið er hins vegar að þegar þú kaupir bíl þá ertu ekki bara að pakka í tösku fyrir þig persónulega. Þjóðin er nefnilega með sameiginlegan farangur og kostnaður og vandræðagangur við mögulega yfirvigt mun lenda á öllum, líka nýorkubílaeigendum, göngufólki, hjólreiðamönnum og notendum almenningssamgangna. Er það sanngjarnt?
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun