Félag sem vill alltaf vinna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2018 08:00 Ómar Ingi í leik með íslenska landsliðinu. „Þetta hefur gengið fínt. Það er gott að vera hérna. Þetta er frábært lið með frábæra þjálfara. Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, um fyrstu mánuði sína í herbúðum Aalborg. Ómar gekk í raðir Álaborgarliðsins í sumar eftir tveggja ára dvöl hjá Århus. Aalborg er stórt félag sem hefur þrisvar sinnum orðið Danmerkurmeistari, síðast árið 2017 undir stjórn Arons Kristjánssonar. Aalborg varð einnig danskur meistari 2010 og 2013. Ómar segir að stökkið frá Árósum til Álaborgar hafi verið nokkuð stórt. „Þetta er betra lið og stærra félag. Það er aðeins meiri alvara í þessu og meiri stemning,“ segir Ómar. „Það er frábær kúltúr hérna. Þeir eru alltaf meðal fjögurra efstu liða og vilja alltaf vinna.“ Það er engu logið um að Ómar hafi farið vel af stað með Aalborg. Hann hefur skorað 35 mörk í sjö leikjum og er í 9. sæti yfir markahæstu leikmenn dönsku deildarinnar. Skotnýting Selfyssingsins er frábær, eða 71%. Þá er hann næststoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar með 27 slíkar. „Ég hef reynt að velja réttu færin. Það hefur gengið vel. Það skiptir ekki öllu máli hversu mikið ég skora,“ segir Ómar sem fékk loksins að taka víti í síðasta leik, 31-22 sigri á Mors-Thy. Hann segist þó ekki vita hvort hann sé orðinn aðalvítaskytta Aalborg. „Það kemur bara í ljós en ég er alltaf klár,“ segir Ómar hlæjandi. Hjá Aalborg leikur Ómar með sveitunga sínum, Janusi Daða Smárasyni. Aðstoðarþjálfari Aalborg er svo Arnór Atlason sem lagði skóna á hilluna í vor eftir að hafa leikið með Álaborgarliðinu síðustu árin á ferlinum. Ómar ber Arnóri afar vel söguna. „Mér finnst hann frábær. Hann býr yfir mikilli þekkingu og hefur spilað fyrir frábæra þjálfara. Hann hjálpar mér mikið með öll atriði sem tengjast leiknum,“ segir Ómar. Aalborg er á toppi dönsku deildarinnar með tólf stig eftir sjö umferðir. Ómar segir að stefnan sé sett á að vinna allt sem í boði er á tímabilinu. „Að sjálfsögðu. En þetta er langt mót og þú vinnur ekki neitt í október. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir úrslitakeppnina þegar að henni kemur,“ segir Ómar. Selfyssingurinn hefur verið í íslenska landsliðinu undanfarin tvö ár og farið á tvö stórmót (HM 2017 og EM 2018). Fram undan eru leikir í undankeppni EM og í janúar er svo komið að heimsmeistaramótinu sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. Guðmundur Guðmundsson tók við íslenska landsliðinu eftir EM í byrjun árs og Ómar nýtur þess að spila undir stjórn þessa reynda þjálfara sem er að stýra landsliðinu í þriðja sinn. „Það er æðislegt. Hann er nákvæmur í því sem hann gerir og veit hvað hann vill. Hann stýrir þessu vel. Það er mjög auðvelt að spila undir stjórn hans,“ segir Ómar sem er nokkuð bjartsýnn á gott gengi á HM. „Við getum gert góða hluti. Þetta er spurning um hversu vel við spilum. Ef við gerum það er allt hægt.“ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sjá meira
„Þetta hefur gengið fínt. Það er gott að vera hérna. Þetta er frábært lið með frábæra þjálfara. Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, um fyrstu mánuði sína í herbúðum Aalborg. Ómar gekk í raðir Álaborgarliðsins í sumar eftir tveggja ára dvöl hjá Århus. Aalborg er stórt félag sem hefur þrisvar sinnum orðið Danmerkurmeistari, síðast árið 2017 undir stjórn Arons Kristjánssonar. Aalborg varð einnig danskur meistari 2010 og 2013. Ómar segir að stökkið frá Árósum til Álaborgar hafi verið nokkuð stórt. „Þetta er betra lið og stærra félag. Það er aðeins meiri alvara í þessu og meiri stemning,“ segir Ómar. „Það er frábær kúltúr hérna. Þeir eru alltaf meðal fjögurra efstu liða og vilja alltaf vinna.“ Það er engu logið um að Ómar hafi farið vel af stað með Aalborg. Hann hefur skorað 35 mörk í sjö leikjum og er í 9. sæti yfir markahæstu leikmenn dönsku deildarinnar. Skotnýting Selfyssingsins er frábær, eða 71%. Þá er hann næststoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar með 27 slíkar. „Ég hef reynt að velja réttu færin. Það hefur gengið vel. Það skiptir ekki öllu máli hversu mikið ég skora,“ segir Ómar sem fékk loksins að taka víti í síðasta leik, 31-22 sigri á Mors-Thy. Hann segist þó ekki vita hvort hann sé orðinn aðalvítaskytta Aalborg. „Það kemur bara í ljós en ég er alltaf klár,“ segir Ómar hlæjandi. Hjá Aalborg leikur Ómar með sveitunga sínum, Janusi Daða Smárasyni. Aðstoðarþjálfari Aalborg er svo Arnór Atlason sem lagði skóna á hilluna í vor eftir að hafa leikið með Álaborgarliðinu síðustu árin á ferlinum. Ómar ber Arnóri afar vel söguna. „Mér finnst hann frábær. Hann býr yfir mikilli þekkingu og hefur spilað fyrir frábæra þjálfara. Hann hjálpar mér mikið með öll atriði sem tengjast leiknum,“ segir Ómar. Aalborg er á toppi dönsku deildarinnar með tólf stig eftir sjö umferðir. Ómar segir að stefnan sé sett á að vinna allt sem í boði er á tímabilinu. „Að sjálfsögðu. En þetta er langt mót og þú vinnur ekki neitt í október. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir úrslitakeppnina þegar að henni kemur,“ segir Ómar. Selfyssingurinn hefur verið í íslenska landsliðinu undanfarin tvö ár og farið á tvö stórmót (HM 2017 og EM 2018). Fram undan eru leikir í undankeppni EM og í janúar er svo komið að heimsmeistaramótinu sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. Guðmundur Guðmundsson tók við íslenska landsliðinu eftir EM í byrjun árs og Ómar nýtur þess að spila undir stjórn þessa reynda þjálfara sem er að stýra landsliðinu í þriðja sinn. „Það er æðislegt. Hann er nákvæmur í því sem hann gerir og veit hvað hann vill. Hann stýrir þessu vel. Það er mjög auðvelt að spila undir stjórn hans,“ segir Ómar sem er nokkuð bjartsýnn á gott gengi á HM. „Við getum gert góða hluti. Þetta er spurning um hversu vel við spilum. Ef við gerum það er allt hægt.“
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik