Svo virðist sem NFL-ferli Mychal Kendricks sé formlega lokið enda er hann fljótlega á leið í steininn. Kendricks játaði sig sekan um innherjasvik í síðasta mánuði og á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm.
Er hann játaði rifti Cleveland Browns samningi við leikmanninn. Það var aftur á móti ekkert sem mælti með því að hann spilaði í deildinni þar til annað væri ákveðið.
Því ákvað Seattle Seahawks að semja við hann enda í meiðslavandræðum. Ljóst að það yrðu síðustu leikir ferilsins hjá Kendricks sem mun fá sinn dóm seint í janúar á næsta ári.
NFL-deildin ákvað aftur á móti í gær að setja Kendricks í ótímabundið bann. Ólíklegt er að hann komi úr banni áður en leiktíðinni lýkur.

