Losna undan kvöðum og dreifa áhættu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. október 2018 06:00 Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi 365 miðla. „Við fengum einfaldlega tilboð um að skipta bréfum okkar í Sýn fyrir bréf í Högum. Við ákváðum að taka því og losnum þar með undan kvöðum Samkeppniseftirlitsins auk þess að dreifa áhættu í fjárfestingasafni okkar,“ segir Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi 365 miðla, um viðskipti félagsins með hlutabréf í Högum og Sýn í gær. 365 miðlar seldu sem kunnugt er tæplega ellefu prósenta hlut sinn í Sýn fyrir tæpa tvo milljarða króna og keyptu ríflega þriggja prósenta hlut í Högum fyrir hátt í 1,8 milljarða króna. Var gengið frá viðskiptunum í gærmorgun, eins og fram kom í frétt á vef Fréttablaðsins í gær. Fyrir viðskiptin voru 365 miðlar þriðji stærsti hluthafi Sýnar með tæplega 11 prósenta hlut. Félagið eignaðist hlutinn í kjölfar kaupa Sýnar, þá Fjarskipta, á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Samkeppniseftirlitið setti meðal annars þau skilyrði fyrir sölunni að innan tiltekins tíma myndu 365 miðlar þurfa að selja hlut sinn í Torgi, útgefanda Fréttablaðsins, eða Sýn Greint var frá því í síðasta mánuði að 365 miðlar hefðu fengið Kviku banka til þess að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi. Ingibjörg segir að söluferli félagsins sé hafið og því verði haldið áfram. „Auðvitað minnkar hins vegar pressan á því máli, enda ekki lengur þörf á að hraða för vegna skilyrða Samkeppniseftirlitsins,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
„Við fengum einfaldlega tilboð um að skipta bréfum okkar í Sýn fyrir bréf í Högum. Við ákváðum að taka því og losnum þar með undan kvöðum Samkeppniseftirlitsins auk þess að dreifa áhættu í fjárfestingasafni okkar,“ segir Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi 365 miðla, um viðskipti félagsins með hlutabréf í Högum og Sýn í gær. 365 miðlar seldu sem kunnugt er tæplega ellefu prósenta hlut sinn í Sýn fyrir tæpa tvo milljarða króna og keyptu ríflega þriggja prósenta hlut í Högum fyrir hátt í 1,8 milljarða króna. Var gengið frá viðskiptunum í gærmorgun, eins og fram kom í frétt á vef Fréttablaðsins í gær. Fyrir viðskiptin voru 365 miðlar þriðji stærsti hluthafi Sýnar með tæplega 11 prósenta hlut. Félagið eignaðist hlutinn í kjölfar kaupa Sýnar, þá Fjarskipta, á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Samkeppniseftirlitið setti meðal annars þau skilyrði fyrir sölunni að innan tiltekins tíma myndu 365 miðlar þurfa að selja hlut sinn í Torgi, útgefanda Fréttablaðsins, eða Sýn Greint var frá því í síðasta mánuði að 365 miðlar hefðu fengið Kviku banka til þess að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi. Ingibjörg segir að söluferli félagsins sé hafið og því verði haldið áfram. „Auðvitað minnkar hins vegar pressan á því máli, enda ekki lengur þörf á að hraða för vegna skilyrða Samkeppniseftirlitsins,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25