Tveir Íslendingar munu meta ástandið á hamfarasvæðinu í Indónesíu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2018 19:00 Björgunarstarf á eyjunni Sulawesi gengur hægt eftir náttúruhamfarirnar á föstudag. Tveir Íslendingar eru á leið á svæðið og verður hlutverk þeirra meðal annars að leggja mat á aðstæður. Yfirvöld í Indónesíu segja að á annað þúsund manns séu látnir eftir náttúruhamfarirnar á eyjunni Sulawesi í Indónesíu á föstudag. Jarðskjálftinn sem var 7,5 að stærð átti upptök sín í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Palu sem er inn í firði en og fór flóðbylgja sem fylgdi skjálftanum inn fjörðinn með öldu sem var allt að sex metra há þegar hún skall á ströndinni með gífurlegri eyðileggingu og mannfalli. Ástandið á eyjunni er víða enn mjög slæmt og í héraðinu Dongala hefur lítið heyrst um afdrif fólks en héraðið liggur utar í firðinum. Hörmungarnar hafa dunið yfir á svæðinu en í kjölfar flóðbylgjunnar og jarðskjálftans fóru aurskriður að af stað sem grófu heilu þorpin undir. Lík þrjátíu og fjögurra barna fundust í biblíuskóla sem hafði orðið undir einni skriðunni. Spítalar eru yfirfullir og varlega er áætlað að yfir tvö hundruð þúsund manns þurfi á bráðri neyðaraðstoða að halda. Snemma í morgun lögðu tveir Íslendingar af stað við þriðja mann á vegum NetHope sem eru regnhlífarsamtök 58 af stærstu hjálparsamtökum í heiminum en þeirra hlutverk verður koma fjarskiptatækjum til hjálparstarfsmanna og leggja mat á aðstæður.Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope á ÍslandiVísir/Stöð 2Samhæfingarstjóri hjá NetHope hér á landi segir að fjarskipti eru grunnurinn að því að hægt sé að skipuleggja hjálparstarf og að aðstæður ytra séu mjög erfiðar en nær ekkert rafmagn er á eyjunn. „Stór hluti af því sem að núna hefur verið vandamál er að fá upplýsingar frá þeim héruðum sem eru fyrir norðan Palu. Það nær enginn sambandi við neinn og það er erfitt að komast á milli, „segir Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope hér á landi. Íslendingarnir koma til með að verða á hamfarasvæðinu í tvær vikur en þá koma þeir heim og tveir aðrir sendir út. Tenging er á milli samtakanna og Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, sem hefur yfir að ráða hópi, sem sérhæfir sig í fjarskiptum en þeir sem eru sendur út eru að undirlagi þjálfaðir björgunarsveitarmenn. Hjálparstarf Indónesía Tengdar fréttir Stærðarinnar flóðbylgja lenti á ströndum Indónesíu Skömmu áður en flóðbylgjan náði landi hafði flóðbylgjuviðvörun yfirvalda ríkisins verið dregin til baka. 28. september 2018 19:19 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Björgunarstarf á eyjunni Sulawesi gengur hægt eftir náttúruhamfarirnar á föstudag. Tveir Íslendingar eru á leið á svæðið og verður hlutverk þeirra meðal annars að leggja mat á aðstæður. Yfirvöld í Indónesíu segja að á annað þúsund manns séu látnir eftir náttúruhamfarirnar á eyjunni Sulawesi í Indónesíu á föstudag. Jarðskjálftinn sem var 7,5 að stærð átti upptök sín í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Palu sem er inn í firði en og fór flóðbylgja sem fylgdi skjálftanum inn fjörðinn með öldu sem var allt að sex metra há þegar hún skall á ströndinni með gífurlegri eyðileggingu og mannfalli. Ástandið á eyjunni er víða enn mjög slæmt og í héraðinu Dongala hefur lítið heyrst um afdrif fólks en héraðið liggur utar í firðinum. Hörmungarnar hafa dunið yfir á svæðinu en í kjölfar flóðbylgjunnar og jarðskjálftans fóru aurskriður að af stað sem grófu heilu þorpin undir. Lík þrjátíu og fjögurra barna fundust í biblíuskóla sem hafði orðið undir einni skriðunni. Spítalar eru yfirfullir og varlega er áætlað að yfir tvö hundruð þúsund manns þurfi á bráðri neyðaraðstoða að halda. Snemma í morgun lögðu tveir Íslendingar af stað við þriðja mann á vegum NetHope sem eru regnhlífarsamtök 58 af stærstu hjálparsamtökum í heiminum en þeirra hlutverk verður koma fjarskiptatækjum til hjálparstarfsmanna og leggja mat á aðstæður.Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope á ÍslandiVísir/Stöð 2Samhæfingarstjóri hjá NetHope hér á landi segir að fjarskipti eru grunnurinn að því að hægt sé að skipuleggja hjálparstarf og að aðstæður ytra séu mjög erfiðar en nær ekkert rafmagn er á eyjunn. „Stór hluti af því sem að núna hefur verið vandamál er að fá upplýsingar frá þeim héruðum sem eru fyrir norðan Palu. Það nær enginn sambandi við neinn og það er erfitt að komast á milli, „segir Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope hér á landi. Íslendingarnir koma til með að verða á hamfarasvæðinu í tvær vikur en þá koma þeir heim og tveir aðrir sendir út. Tenging er á milli samtakanna og Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, sem hefur yfir að ráða hópi, sem sérhæfir sig í fjarskiptum en þeir sem eru sendur út eru að undirlagi þjálfaðir björgunarsveitarmenn.
Hjálparstarf Indónesía Tengdar fréttir Stærðarinnar flóðbylgja lenti á ströndum Indónesíu Skömmu áður en flóðbylgjan náði landi hafði flóðbylgjuviðvörun yfirvalda ríkisins verið dregin til baka. 28. september 2018 19:19 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Stærðarinnar flóðbylgja lenti á ströndum Indónesíu Skömmu áður en flóðbylgjan náði landi hafði flóðbylgjuviðvörun yfirvalda ríkisins verið dregin til baka. 28. september 2018 19:19