Bandaríkin hætta að veita samkynja mökum starfsmanna SÞ vegabréfsáritanir Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2018 16:29 Einungis 25 ríki í heiminum leyfa hjónabönd samkynhneigðra og þau eru bönnuð samkvæmt lögum í 71 ríki. Getty/Justin Sullivan Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að hætta að veita samkynja mökum erlendra erindreka og starfsmanna Sameinuðu þjóðanna vegabréfsáritanir. Breytingarnar tóku gildi í gær og hefur fólkinu sem um ræðir verið gefinn frestur til 1. desember að ganga í hjónaband, verða sér út um nýja áritun eða yfirgefa Bandaríkin. Með þessu er verið að fella niður reglu frá árinu 2009. Einungis 25 ríki í heiminum leyfa hjónabönd samkynhneigðra og þau eru bönnuð samkvæmt lögum í 71 ríki. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir, samkvæmt BBC, að sambönd verði að vera skilgreind samkvæmt lögum þeirra ríkja sem fólkið er frá. Án þess sé ekki hægt að sannreyna að um maka sé að ræða.Samantha Power, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, tjáði sig um málið á dögunum og sagði breytinguna vera óþarflega grimmilega og byggja á þröngsýni. Þá bendir hún á að einungis tólf prósent ríkja Sameinuðu þjóðanna leyfi hjónabönd samkynhneigðra.Needlessly cruel & bigoted: State Dept. will no longer let same-sex domestic partners of UN employees get visas unless they are married. But only 12% of UN member states allow same-sex marriage. https://t.co/MjZpRVLYcf — Samantha Power (@SamanthaJPower) September 28, 2018 Samkynja pör gætu gripið til þess ráðs að gifta sig í Bandaríkjunum. Það gæti þó leitt til þess að þau yrðu handtekin þegar þau færu aftur til sýns heima.Foreign Policy Magazine segir að breytingin muni hafa áhrif á minnst tíu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna. Það er að þau þurfa að gifta sig eða missa maka sína úr landi. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að hætta að veita samkynja mökum erlendra erindreka og starfsmanna Sameinuðu þjóðanna vegabréfsáritanir. Breytingarnar tóku gildi í gær og hefur fólkinu sem um ræðir verið gefinn frestur til 1. desember að ganga í hjónaband, verða sér út um nýja áritun eða yfirgefa Bandaríkin. Með þessu er verið að fella niður reglu frá árinu 2009. Einungis 25 ríki í heiminum leyfa hjónabönd samkynhneigðra og þau eru bönnuð samkvæmt lögum í 71 ríki. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir, samkvæmt BBC, að sambönd verði að vera skilgreind samkvæmt lögum þeirra ríkja sem fólkið er frá. Án þess sé ekki hægt að sannreyna að um maka sé að ræða.Samantha Power, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, tjáði sig um málið á dögunum og sagði breytinguna vera óþarflega grimmilega og byggja á þröngsýni. Þá bendir hún á að einungis tólf prósent ríkja Sameinuðu þjóðanna leyfi hjónabönd samkynhneigðra.Needlessly cruel & bigoted: State Dept. will no longer let same-sex domestic partners of UN employees get visas unless they are married. But only 12% of UN member states allow same-sex marriage. https://t.co/MjZpRVLYcf — Samantha Power (@SamanthaJPower) September 28, 2018 Samkynja pör gætu gripið til þess ráðs að gifta sig í Bandaríkjunum. Það gæti þó leitt til þess að þau yrðu handtekin þegar þau færu aftur til sýns heima.Foreign Policy Magazine segir að breytingin muni hafa áhrif á minnst tíu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna. Það er að þau þurfa að gifta sig eða missa maka sína úr landi.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira