Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 20:21 Primera Air er skráð í Lettlandi en fyrirtækið sjálft hér á landi. Fréttablaðið/Hörður Viðskiptavinir Primera Air gætu átt rétt á endurgreiðslu, fari heim eða kröfu á hendur flugfélagsins í kjölfar gjaldþrots þess. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að fall Primera Air kosti flugrekstraraðilann einhverja fjármuni en ekki hafi borist fregnir af neinum vandræðum á Keflavíkurflugvelli vegna þess í dag. Hundruð norræna ferðalanga gætu þó setið fastir vegna gjaldþrotsins. Primera Air tilkynnti í dag að félagið ætli að óska eftir greiðslustöðvun á morgun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að allt útlit sé fyrir að gjaldþrotið muni kosta Isavia einhverjar fjármuni í formi gjalda sem það innheimtir af flugfélögum. Primera Air hafi átt 1% af heildarfarþegafjölda á Keflavíkurflugvelli það sem af er þessu ári og um 1,5% þegar litið er fram hjá farþegum sem millilenda aðeins á landnu. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air í dag kom fram að gjaldþrotið hefði ekki áhrif á ferðir á vegum íslenskra ferðaskrifstofa. Samið hefði verið við tékkneska flugfélagið Travel Service um að taka yfir samninga Primera Air. Tékkneska félagið taki við ferðum frá og með morgundeginum. Viðskiptavinir fái send ný ferðagögn með breyttum tímum og flugnúmerum, að því er segir í tilkynningu Heimsferða sem tilheyrir Primera Air-samstæðunni. Svo virðist sem að síðasta ferð Primera Air hafi verið farin á laugardag þegar vél félagsins sem kom frá Tenerife lenti í Keflavík. Ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær. Ekki liggur fyrir hvað varð um þá sem áttu miða í þeirri ferð en ekki hefur náðst í forsvarsmenn Primera Air í dag. Í tilkynningu félagsins í dag kom fram að það ynni með flugmálayfirvöldum í Danmörku og Lettlandi varðandi aðgerðir til að aðstoða farþega. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia um komur á Keflavíkurflugvelli í dag lenti vél Travel Service þar klukkan 19:32 nú í kvöld. Upphaflega átti Primera Air að fljúga þá ferð samkvæmt heimildum Vísis.Fréttablaðið hefur eftir norrænum miðlum að hundruð Norðurlandabúa séu strandaglópar vegna gjaldþrots Isavia. Félagið hefur þjónustað ferðaskrifstofur í bæði Danmörku og Svíþjóð sem þúsundir farþega hafi ferðast með.Endurgreiðslur, heimfar og kröfur Í frétt á vef Samgöngustofu vegna gjaldþrots Primera Air er minnt á réttindi viðskiptavina félagsins. Þar kemur fram að í meginatriðum gildi eftirfarandi:Farþegar sem keyptu flugmiða með kreditkorti er bent á að hafa samband við útgefanda þess til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan.Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda, þ.m.t. íslenskum, sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur Primera Air, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Viðskiptavinir Primera Air gætu átt rétt á endurgreiðslu, fari heim eða kröfu á hendur flugfélagsins í kjölfar gjaldþrots þess. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að fall Primera Air kosti flugrekstraraðilann einhverja fjármuni en ekki hafi borist fregnir af neinum vandræðum á Keflavíkurflugvelli vegna þess í dag. Hundruð norræna ferðalanga gætu þó setið fastir vegna gjaldþrotsins. Primera Air tilkynnti í dag að félagið ætli að óska eftir greiðslustöðvun á morgun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að allt útlit sé fyrir að gjaldþrotið muni kosta Isavia einhverjar fjármuni í formi gjalda sem það innheimtir af flugfélögum. Primera Air hafi átt 1% af heildarfarþegafjölda á Keflavíkurflugvelli það sem af er þessu ári og um 1,5% þegar litið er fram hjá farþegum sem millilenda aðeins á landnu. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air í dag kom fram að gjaldþrotið hefði ekki áhrif á ferðir á vegum íslenskra ferðaskrifstofa. Samið hefði verið við tékkneska flugfélagið Travel Service um að taka yfir samninga Primera Air. Tékkneska félagið taki við ferðum frá og með morgundeginum. Viðskiptavinir fái send ný ferðagögn með breyttum tímum og flugnúmerum, að því er segir í tilkynningu Heimsferða sem tilheyrir Primera Air-samstæðunni. Svo virðist sem að síðasta ferð Primera Air hafi verið farin á laugardag þegar vél félagsins sem kom frá Tenerife lenti í Keflavík. Ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær. Ekki liggur fyrir hvað varð um þá sem áttu miða í þeirri ferð en ekki hefur náðst í forsvarsmenn Primera Air í dag. Í tilkynningu félagsins í dag kom fram að það ynni með flugmálayfirvöldum í Danmörku og Lettlandi varðandi aðgerðir til að aðstoða farþega. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia um komur á Keflavíkurflugvelli í dag lenti vél Travel Service þar klukkan 19:32 nú í kvöld. Upphaflega átti Primera Air að fljúga þá ferð samkvæmt heimildum Vísis.Fréttablaðið hefur eftir norrænum miðlum að hundruð Norðurlandabúa séu strandaglópar vegna gjaldþrots Isavia. Félagið hefur þjónustað ferðaskrifstofur í bæði Danmörku og Svíþjóð sem þúsundir farþega hafi ferðast með.Endurgreiðslur, heimfar og kröfur Í frétt á vef Samgöngustofu vegna gjaldþrots Primera Air er minnt á réttindi viðskiptavina félagsins. Þar kemur fram að í meginatriðum gildi eftirfarandi:Farþegar sem keyptu flugmiða með kreditkorti er bent á að hafa samband við útgefanda þess til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan.Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda, þ.m.t. íslenskum, sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur Primera Air, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06
Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05