Fósturbörn í heild sinni: María fékk lítinn dreng í fóstur Stefán Árni Pálsson skrifar 1. október 2018 14:30 María var stressuð til að byrja með en núna gengur allt eins og í sögu. Sindri Sindrason hélt áfram að fjalla um fósturkerfið á Íslandi í annarri þáttaröð af Fósturbörnum sem hóf göngu sína á sunnudagskvöldið. Í fyrsta og öðrum þættinum fylgdist Sindri með ferlinu hjá Maríu Dröfn, einstæðri 39 ára konu, sem langar að eignast sína eigin fjölskyldu. María hitti Sindra fyrst í janúar á þessu ári. Í þættinum er farið vel yfir allt ferlið sem María þarf að fara í gegnum til að vera metin hæf sem fósturforeldri en hana langar að fá barn á aldrinum 0-7 ára í varanlegt fóstur. Hún hefur áður reynt að eignast barn. Í þættinum í gær fékk María dreng í fóstur. Drengurinn hafði búið við mikla vanrækslu. „Ég er til í þessa ábyrgð, en mig kvíðir fyrir henni,“ sagði María áður en hún hitti drenginn í fyrsta sinn. „Ég var mjög stressuð og hugsaði mjög mikið um það að honum myndi ekki líka vel við mig, að hann myndi alveg hunsa mig og það var það eina sem festist í hausnum á mér.“ María hefur verið með drenginn í fóstri síðan í sumar. María segist strax hafa séð að þarna var yndislegur drengur þegar hún sá hann fyrst. „Ég var mjög glöð með það hvað hann tók mér strax vel. Ég var búin að búa mig undir að hann myndi hunsa mig til að byrja með, að það væru eðlileg viðbrögð en hann vildi alveg tala við mig og sýna mér herbergið sitt.“ Sindri ræddi síðan við Maríu þegar drengurinn hafði búið hjá henni í rúman mánuð. „Það hefur gengið rosalega vel, hann er rosalega brattur og duglegur. Hann er búinn að stækka fullt, kominn með lit í kinnarnar og baugarnir farnir. Hann er farinn að geta talað við mann og tjáir sig við mann, sem hann gerði lítið þegar hann kom fyrst.“ Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Fósturbörnum sem eru á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. Fósturbörn Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjá meira
Sindri Sindrason hélt áfram að fjalla um fósturkerfið á Íslandi í annarri þáttaröð af Fósturbörnum sem hóf göngu sína á sunnudagskvöldið. Í fyrsta og öðrum þættinum fylgdist Sindri með ferlinu hjá Maríu Dröfn, einstæðri 39 ára konu, sem langar að eignast sína eigin fjölskyldu. María hitti Sindra fyrst í janúar á þessu ári. Í þættinum er farið vel yfir allt ferlið sem María þarf að fara í gegnum til að vera metin hæf sem fósturforeldri en hana langar að fá barn á aldrinum 0-7 ára í varanlegt fóstur. Hún hefur áður reynt að eignast barn. Í þættinum í gær fékk María dreng í fóstur. Drengurinn hafði búið við mikla vanrækslu. „Ég er til í þessa ábyrgð, en mig kvíðir fyrir henni,“ sagði María áður en hún hitti drenginn í fyrsta sinn. „Ég var mjög stressuð og hugsaði mjög mikið um það að honum myndi ekki líka vel við mig, að hann myndi alveg hunsa mig og það var það eina sem festist í hausnum á mér.“ María hefur verið með drenginn í fóstri síðan í sumar. María segist strax hafa séð að þarna var yndislegur drengur þegar hún sá hann fyrst. „Ég var mjög glöð með það hvað hann tók mér strax vel. Ég var búin að búa mig undir að hann myndi hunsa mig til að byrja með, að það væru eðlileg viðbrögð en hann vildi alveg tala við mig og sýna mér herbergið sitt.“ Sindri ræddi síðan við Maríu þegar drengurinn hafði búið hjá henni í rúman mánuð. „Það hefur gengið rosalega vel, hann er rosalega brattur og duglegur. Hann er búinn að stækka fullt, kominn með lit í kinnarnar og baugarnir farnir. Hann er farinn að geta talað við mann og tjáir sig við mann, sem hann gerði lítið þegar hann kom fyrst.“ Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Fósturbörnum sem eru á Stöð 2 á sunnudagskvöldum.
Fósturbörn Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjá meira