Bannar dóttur sinni að horfa á Öskubusku og Litlu hafmeyjuna Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2018 22:00 Leikkonan Keira Knightley. Vísir/Getty Breska leikkonan Keira Knightley bannar þriggja ára dóttur sinni að horfa á kvikmyndir frá Disney ef hún er ósátt við þá mynd sem er dregin upp af konum í þeim myndum.Greint er frá þessu á vef BBC en þar segir að Öskubuska og Litla hafmeyjan séu á meðal mynda sem eru á bannlista leikkonunnar. Hún sagði þetta í spjallþætti Ellen DeGeneres. Þar sagði hún til að mynda Öskubusku, eins og hún var túlkuð á sjötta áratug síðustu aldar, bíða eftir einhverjum auðugum manni sem á að koma henni til bjarga. „Ekki bíða! Bjargaðu sjálfri þér. Augljóslega.“ Leikkonan bætti þó við að hún elskaði Litlu hafmeyjuna og því reyndist það henni erfitt að banna þriggja ára dóttur sinni að horfa á hana. „Lögin eru frábær, en ekki gefa röddina þína eftir fyrir karlmann. Halló!“Sjálf hefur Knightley leikið í Disney-myndum, þar á með Pirates of the Caribbean, en hún sagði að ekki væru allar myndir frá þessu fyrirtæki slæmar. Leitin að Dóru, eða Finding Dory, er í miklu uppáhaldi sem og Frozen og Mona. Knightley er á ferð og flugi þessar mundir til að kynna nýjustu mynd sína um Hnotubrjótinn sem Disney framleiðir.BBC segir Knightley ekki fyrstu leikkonuna til að gagnrýna Disney vegna þess hvernig konur birtast í myndum fyrirtækisins. Kristen Bell, sem talsetti eina af aðalpersónum Frozen, sagði Mjallhvíti senda börnum slæm skilaboð um samþykki. Segist hún hafa rætt við dætur sínar og spurt þær hvort þeim finnist ekki skrýtið að Mjallhvít hafi ekki spurt nornina hvers vegna hún þurfti að borða eplið eða hvaðan nornin fékk eplið? Þá spurði hún líka dætur sínar hvort þeim þætti það ekki skrýtið að prinsinn kyssi Mjallhvíti án hennar leyfis? „Þú mátt nefnilega ekki kyssa einhvern ef hann er sofandi,“ sagðist Bell hafa ítrekað fyrir dætrum sínum. Disney Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Breska leikkonan Keira Knightley bannar þriggja ára dóttur sinni að horfa á kvikmyndir frá Disney ef hún er ósátt við þá mynd sem er dregin upp af konum í þeim myndum.Greint er frá þessu á vef BBC en þar segir að Öskubuska og Litla hafmeyjan séu á meðal mynda sem eru á bannlista leikkonunnar. Hún sagði þetta í spjallþætti Ellen DeGeneres. Þar sagði hún til að mynda Öskubusku, eins og hún var túlkuð á sjötta áratug síðustu aldar, bíða eftir einhverjum auðugum manni sem á að koma henni til bjarga. „Ekki bíða! Bjargaðu sjálfri þér. Augljóslega.“ Leikkonan bætti þó við að hún elskaði Litlu hafmeyjuna og því reyndist það henni erfitt að banna þriggja ára dóttur sinni að horfa á hana. „Lögin eru frábær, en ekki gefa röddina þína eftir fyrir karlmann. Halló!“Sjálf hefur Knightley leikið í Disney-myndum, þar á með Pirates of the Caribbean, en hún sagði að ekki væru allar myndir frá þessu fyrirtæki slæmar. Leitin að Dóru, eða Finding Dory, er í miklu uppáhaldi sem og Frozen og Mona. Knightley er á ferð og flugi þessar mundir til að kynna nýjustu mynd sína um Hnotubrjótinn sem Disney framleiðir.BBC segir Knightley ekki fyrstu leikkonuna til að gagnrýna Disney vegna þess hvernig konur birtast í myndum fyrirtækisins. Kristen Bell, sem talsetti eina af aðalpersónum Frozen, sagði Mjallhvíti senda börnum slæm skilaboð um samþykki. Segist hún hafa rætt við dætur sínar og spurt þær hvort þeim finnist ekki skrýtið að Mjallhvít hafi ekki spurt nornina hvers vegna hún þurfti að borða eplið eða hvaðan nornin fékk eplið? Þá spurði hún líka dætur sínar hvort þeim þætti það ekki skrýtið að prinsinn kyssi Mjallhvíti án hennar leyfis? „Þú mátt nefnilega ekki kyssa einhvern ef hann er sofandi,“ sagðist Bell hafa ítrekað fyrir dætrum sínum.
Disney Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“