Bannar dóttur sinni að horfa á Öskubusku og Litlu hafmeyjuna Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2018 22:00 Leikkonan Keira Knightley. Vísir/Getty Breska leikkonan Keira Knightley bannar þriggja ára dóttur sinni að horfa á kvikmyndir frá Disney ef hún er ósátt við þá mynd sem er dregin upp af konum í þeim myndum.Greint er frá þessu á vef BBC en þar segir að Öskubuska og Litla hafmeyjan séu á meðal mynda sem eru á bannlista leikkonunnar. Hún sagði þetta í spjallþætti Ellen DeGeneres. Þar sagði hún til að mynda Öskubusku, eins og hún var túlkuð á sjötta áratug síðustu aldar, bíða eftir einhverjum auðugum manni sem á að koma henni til bjarga. „Ekki bíða! Bjargaðu sjálfri þér. Augljóslega.“ Leikkonan bætti þó við að hún elskaði Litlu hafmeyjuna og því reyndist það henni erfitt að banna þriggja ára dóttur sinni að horfa á hana. „Lögin eru frábær, en ekki gefa röddina þína eftir fyrir karlmann. Halló!“Sjálf hefur Knightley leikið í Disney-myndum, þar á með Pirates of the Caribbean, en hún sagði að ekki væru allar myndir frá þessu fyrirtæki slæmar. Leitin að Dóru, eða Finding Dory, er í miklu uppáhaldi sem og Frozen og Mona. Knightley er á ferð og flugi þessar mundir til að kynna nýjustu mynd sína um Hnotubrjótinn sem Disney framleiðir.BBC segir Knightley ekki fyrstu leikkonuna til að gagnrýna Disney vegna þess hvernig konur birtast í myndum fyrirtækisins. Kristen Bell, sem talsetti eina af aðalpersónum Frozen, sagði Mjallhvíti senda börnum slæm skilaboð um samþykki. Segist hún hafa rætt við dætur sínar og spurt þær hvort þeim finnist ekki skrýtið að Mjallhvít hafi ekki spurt nornina hvers vegna hún þurfti að borða eplið eða hvaðan nornin fékk eplið? Þá spurði hún líka dætur sínar hvort þeim þætti það ekki skrýtið að prinsinn kyssi Mjallhvíti án hennar leyfis? „Þú mátt nefnilega ekki kyssa einhvern ef hann er sofandi,“ sagðist Bell hafa ítrekað fyrir dætrum sínum. Disney Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Breska leikkonan Keira Knightley bannar þriggja ára dóttur sinni að horfa á kvikmyndir frá Disney ef hún er ósátt við þá mynd sem er dregin upp af konum í þeim myndum.Greint er frá þessu á vef BBC en þar segir að Öskubuska og Litla hafmeyjan séu á meðal mynda sem eru á bannlista leikkonunnar. Hún sagði þetta í spjallþætti Ellen DeGeneres. Þar sagði hún til að mynda Öskubusku, eins og hún var túlkuð á sjötta áratug síðustu aldar, bíða eftir einhverjum auðugum manni sem á að koma henni til bjarga. „Ekki bíða! Bjargaðu sjálfri þér. Augljóslega.“ Leikkonan bætti þó við að hún elskaði Litlu hafmeyjuna og því reyndist það henni erfitt að banna þriggja ára dóttur sinni að horfa á hana. „Lögin eru frábær, en ekki gefa röddina þína eftir fyrir karlmann. Halló!“Sjálf hefur Knightley leikið í Disney-myndum, þar á með Pirates of the Caribbean, en hún sagði að ekki væru allar myndir frá þessu fyrirtæki slæmar. Leitin að Dóru, eða Finding Dory, er í miklu uppáhaldi sem og Frozen og Mona. Knightley er á ferð og flugi þessar mundir til að kynna nýjustu mynd sína um Hnotubrjótinn sem Disney framleiðir.BBC segir Knightley ekki fyrstu leikkonuna til að gagnrýna Disney vegna þess hvernig konur birtast í myndum fyrirtækisins. Kristen Bell, sem talsetti eina af aðalpersónum Frozen, sagði Mjallhvíti senda börnum slæm skilaboð um samþykki. Segist hún hafa rætt við dætur sínar og spurt þær hvort þeim finnist ekki skrýtið að Mjallhvít hafi ekki spurt nornina hvers vegna hún þurfti að borða eplið eða hvaðan nornin fékk eplið? Þá spurði hún líka dætur sínar hvort þeim þætti það ekki skrýtið að prinsinn kyssi Mjallhvíti án hennar leyfis? „Þú mátt nefnilega ekki kyssa einhvern ef hann er sofandi,“ sagðist Bell hafa ítrekað fyrir dætrum sínum.
Disney Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira