Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu Óskar Reykdalsson og Emil L. Sigurðsson skrifar 19. október 2018 07:00 Þróunarstofa hefur verið rekin innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), frá árinu 2009 og hefur sinnt heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Síðastliðið vor tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þá ákvörðun sína að breyta verkefnum Þróunarstofunnar og skal ný eining þjóna öllum heilsugæslustöðvum í landinu. Hlutverk Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH) verður þannig útvíkkað og má þar nefna: l Skipulag kennslu á heilbrigðissviði á heilsugæslustöðvum l Sinna vísinda- og gæðaþróunarverkefnum l Þróa og innleiða gæðavísa l Leiða þverfaglegt samstarf, samræming verklags innan þróunarmiðstöðvar og á landsvísu l Stuðla að fræðslu til almennings l Stuðla að gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar l Tryggja gæði og skilvirkni þjónustunnar l Stuðla að gagnreyndri samræmdri heilsugæsluþjónustu á landsvísuEmil L. ?Sigurðsson forstöðumaður Þróunarstofu heilsugæslunnar á landsvísu, prófessor í heimilislækningum við HÍFagráð Heilbrigðisráðherra mun skipa fagráð sem í verða fulltrúar þeirra heilbrigðisstofnana sem veita heilsugæsluþjónustu. Þannig munu bæði opinbert reknar stöðvar sem og einkareknar stöðvar hafa aðkomu að ÞÍH. Þannig á að tryggja sjálfstæði einingarinnar og líka tengsl við heilsugæslustöðvar.Verkefnin Smitsjúkdómar eru á undanhaldi á meðan ósmitbærir sjúkdómar aukast hlutfallslega og eru þeir nú meirihluti þeirra verkefna sem heilbrigðiskerfið fæst við. Lífsstílstengdir sjúkdómar, eins og offita og fullorðinssykursýki eru að aukast. Þjóðin er að eldast og við lifum lengur og oft með fleiri en einn sjúkdóm á efri árum. Þannig eru fjölsjúkdómar og fjöllyfjameðferð að aukast. Verkefni heilsugæslunnar og þjónusta hennar verður að taka mið af þessum breytingum. Efling frumþjónustunnar er lykilatriði í framtíðarskipan heilbrigðisþjónustunnar. Mörkuð hefur verið sú stefna að auka og breikka þá fagþjónustu sem veitt er á heilsugæslustöðvum m.a. með sálfræðingum og vonandi fleiri stéttum í framtíðinni. Teymisvinna er því lykilatriði nú sem endranær í starfseminni. Það verður því mikilvægt verkefni að tvinna saman hina ýmsu faghópa heilsugæslunnar í eina sterka þjónustueiningu sem á samræmdan skilvirkan hátt veitir íbúum landsins góða grunnþjónustu. ÞÍH tók til starfa í október og eru bundnar vonir við að efla megi faglegt starf á öllum heilsugæslustöðvum landsins með tilkomu hennar. Fagfólki stöðvanna, bæði stærri og minni stöðva, ætti að skapast betri tækifæri til þátttöku í gæðaþróun, vísindavinnu og gerð klínískra leiðbeininga. Hér er því um að ræða kærkomna styrkingu. Vilyrði hafa verið gefin fyrir áframhaldandi uppbyggingu ÞÍH og ætti hún því að geta orðið öflug þjónustueining fyrir alla heilsugæsluna í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Þróunarstofa hefur verið rekin innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), frá árinu 2009 og hefur sinnt heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Síðastliðið vor tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þá ákvörðun sína að breyta verkefnum Þróunarstofunnar og skal ný eining þjóna öllum heilsugæslustöðvum í landinu. Hlutverk Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH) verður þannig útvíkkað og má þar nefna: l Skipulag kennslu á heilbrigðissviði á heilsugæslustöðvum l Sinna vísinda- og gæðaþróunarverkefnum l Þróa og innleiða gæðavísa l Leiða þverfaglegt samstarf, samræming verklags innan þróunarmiðstöðvar og á landsvísu l Stuðla að fræðslu til almennings l Stuðla að gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar l Tryggja gæði og skilvirkni þjónustunnar l Stuðla að gagnreyndri samræmdri heilsugæsluþjónustu á landsvísuEmil L. ?Sigurðsson forstöðumaður Þróunarstofu heilsugæslunnar á landsvísu, prófessor í heimilislækningum við HÍFagráð Heilbrigðisráðherra mun skipa fagráð sem í verða fulltrúar þeirra heilbrigðisstofnana sem veita heilsugæsluþjónustu. Þannig munu bæði opinbert reknar stöðvar sem og einkareknar stöðvar hafa aðkomu að ÞÍH. Þannig á að tryggja sjálfstæði einingarinnar og líka tengsl við heilsugæslustöðvar.Verkefnin Smitsjúkdómar eru á undanhaldi á meðan ósmitbærir sjúkdómar aukast hlutfallslega og eru þeir nú meirihluti þeirra verkefna sem heilbrigðiskerfið fæst við. Lífsstílstengdir sjúkdómar, eins og offita og fullorðinssykursýki eru að aukast. Þjóðin er að eldast og við lifum lengur og oft með fleiri en einn sjúkdóm á efri árum. Þannig eru fjölsjúkdómar og fjöllyfjameðferð að aukast. Verkefni heilsugæslunnar og þjónusta hennar verður að taka mið af þessum breytingum. Efling frumþjónustunnar er lykilatriði í framtíðarskipan heilbrigðisþjónustunnar. Mörkuð hefur verið sú stefna að auka og breikka þá fagþjónustu sem veitt er á heilsugæslustöðvum m.a. með sálfræðingum og vonandi fleiri stéttum í framtíðinni. Teymisvinna er því lykilatriði nú sem endranær í starfseminni. Það verður því mikilvægt verkefni að tvinna saman hina ýmsu faghópa heilsugæslunnar í eina sterka þjónustueiningu sem á samræmdan skilvirkan hátt veitir íbúum landsins góða grunnþjónustu. ÞÍH tók til starfa í október og eru bundnar vonir við að efla megi faglegt starf á öllum heilsugæslustöðvum landsins með tilkomu hennar. Fagfólki stöðvanna, bæði stærri og minni stöðva, ætti að skapast betri tækifæri til þátttöku í gæðaþróun, vísindavinnu og gerð klínískra leiðbeininga. Hér er því um að ræða kærkomna styrkingu. Vilyrði hafa verið gefin fyrir áframhaldandi uppbyggingu ÞÍH og ætti hún því að geta orðið öflug þjónustueining fyrir alla heilsugæsluna í landinu.
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar