Þarf kraftaverk til að spá Sýnar rætist Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. október 2018 10:00 Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar Greinendur ráðgjafarfyrirtækisins Capacent telja að „ekkert annað en kraftaverk“ þurfi til þess að afkoma Sýnar í ár verði í samræmi við áætlanir stjórnenda þess. Þeir hafa lækkað verðmat sitt á fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu um 10,5 prósent og meta nú gengi hlutabréfa félagsins á 68,3 krónur á hlut. Stjórnendur Sýnar gera ráð fyrir að EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði á bilinu 4 til 4,4 milljarðar króna í ár. Til samanburðar var EBITDA Sýnar 1.436 milljónir króna á fyrri hluta ársins en 1.518 milljónir króna sé leiðrétt fyrir einskiptiskostnaði sem féll einkum til vegna kaupa félagsins á helstu eignum 365 miðla. Í verðmati Capacent, sem Markaðurinn hefur undir höndum, segjast sérfræðingar ráðgjafarfyrirtækisins ekki ætla að bíða eftir kraftaverki, heldur hafi þeir lækkað rekstrarspá sína fyrir félagið. Gera þeir ráð fyrir að EBITDA Sýnar verði 3.372 milljónir króna í ár eða um 3,6 milljarðar króna sé litið fram hjá einskiptiskostnaði. Þeir benda þó á að einskiptiskostnaður vegna kaupanna hafi farið stigminnkandi með hverjum ársfjórðungi og útlit sé fyrir að hann verði brátt óverulegur. Stjórnendur Sýnar hafa sagst reikna með að samlegð af kaupum félagsins á eignum 365 miðla verði um 1,0 til 1,1 milljarður króna og að henni verði náð á næsta ári. Capacent spáir því hins vegar að markmiðið náist ekki fyrr en árið 2020. Þá gerir ráðgjafarfyrirtækið ráð fyrir að takmarki Sýnar um 5 milljarða króna EBITDA verði náð árið 2021 í stað 2020.Vísir er í eigu Sýnar. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Fleiri fréttir Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Sjá meira
Greinendur ráðgjafarfyrirtækisins Capacent telja að „ekkert annað en kraftaverk“ þurfi til þess að afkoma Sýnar í ár verði í samræmi við áætlanir stjórnenda þess. Þeir hafa lækkað verðmat sitt á fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu um 10,5 prósent og meta nú gengi hlutabréfa félagsins á 68,3 krónur á hlut. Stjórnendur Sýnar gera ráð fyrir að EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði á bilinu 4 til 4,4 milljarðar króna í ár. Til samanburðar var EBITDA Sýnar 1.436 milljónir króna á fyrri hluta ársins en 1.518 milljónir króna sé leiðrétt fyrir einskiptiskostnaði sem féll einkum til vegna kaupa félagsins á helstu eignum 365 miðla. Í verðmati Capacent, sem Markaðurinn hefur undir höndum, segjast sérfræðingar ráðgjafarfyrirtækisins ekki ætla að bíða eftir kraftaverki, heldur hafi þeir lækkað rekstrarspá sína fyrir félagið. Gera þeir ráð fyrir að EBITDA Sýnar verði 3.372 milljónir króna í ár eða um 3,6 milljarðar króna sé litið fram hjá einskiptiskostnaði. Þeir benda þó á að einskiptiskostnaður vegna kaupanna hafi farið stigminnkandi með hverjum ársfjórðungi og útlit sé fyrir að hann verði brátt óverulegur. Stjórnendur Sýnar hafa sagst reikna með að samlegð af kaupum félagsins á eignum 365 miðla verði um 1,0 til 1,1 milljarður króna og að henni verði náð á næsta ári. Capacent spáir því hins vegar að markmiðið náist ekki fyrr en árið 2020. Þá gerir ráðgjafarfyrirtækið ráð fyrir að takmarki Sýnar um 5 milljarða króna EBITDA verði náð árið 2021 í stað 2020.Vísir er í eigu Sýnar.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Fleiri fréttir Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Sjá meira