Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2018 13:28 Lögregla innsiglaði skútuna við komuna í Rif. Vísir Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. Erlendur karlmaður sem grunaður er um þjófnaðinn hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði hann ekki dvalið lengi hér á landi áður en hann var handtekinn í Rifi á sunnudagskvöld. Ekki var talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum en Héraðsdómur Vestfjarða úrskurðaði hann í farbann til 12. nóvember næstkomandi í gær.Sjá einnig: Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir í samtali við Vísi að rannsókn á málinu gangi vel. Hinn grunaði var yfirheyrður í gær og þá hefur lögregla einnig rætt við vitni vegna málsins. Aðspurður segir Hlynur að lögregla hafi verið í sambandi við franskan eiganda skútunnar en vill ekki tjá sig um það hvort eigandinn og meintur þjófur tengist á einhvern hátt. Eins og áður hefur komið fram er maðurinn erlendur og segir Hlynur aðspurður að hann hafi ekki dvalið lengi hér á landi. Skútunni, sem ber heitið Inook, var stolið úr höfninni á Ísafirði aðfaranótt sunnudags. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann skútuna úr lofti á Breiðafirði á sunnudagskvöld og var henni siglt að Rifi þar sem skipstjórinn var handtekinn. Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30 Fara fram á farbann yfir skútuþjófnum Lögreglan á Vestfjörðum mun fara fram á farbann yfir manninum sem rændi skútunni Inook úr Ísafjarðarhöfn. 15. október 2018 17:01 Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28 Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. 15. október 2018 12:10 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. Erlendur karlmaður sem grunaður er um þjófnaðinn hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði hann ekki dvalið lengi hér á landi áður en hann var handtekinn í Rifi á sunnudagskvöld. Ekki var talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum en Héraðsdómur Vestfjarða úrskurðaði hann í farbann til 12. nóvember næstkomandi í gær.Sjá einnig: Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir í samtali við Vísi að rannsókn á málinu gangi vel. Hinn grunaði var yfirheyrður í gær og þá hefur lögregla einnig rætt við vitni vegna málsins. Aðspurður segir Hlynur að lögregla hafi verið í sambandi við franskan eiganda skútunnar en vill ekki tjá sig um það hvort eigandinn og meintur þjófur tengist á einhvern hátt. Eins og áður hefur komið fram er maðurinn erlendur og segir Hlynur aðspurður að hann hafi ekki dvalið lengi hér á landi. Skútunni, sem ber heitið Inook, var stolið úr höfninni á Ísafirði aðfaranótt sunnudags. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann skútuna úr lofti á Breiðafirði á sunnudagskvöld og var henni siglt að Rifi þar sem skipstjórinn var handtekinn.
Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30 Fara fram á farbann yfir skútuþjófnum Lögreglan á Vestfjörðum mun fara fram á farbann yfir manninum sem rændi skútunni Inook úr Ísafjarðarhöfn. 15. október 2018 17:01 Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28 Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. 15. október 2018 12:10 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30
Fara fram á farbann yfir skútuþjófnum Lögreglan á Vestfjörðum mun fara fram á farbann yfir manninum sem rændi skútunni Inook úr Ísafjarðarhöfn. 15. október 2018 17:01
Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28
Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. 15. október 2018 12:10