Íbúar í Vík í Mýrdal óttast ekki eldgos í Kötlu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. október 2018 21:00 Um 350 manns mættu í íþróttahúsið í Vík á Kötluráðstefnunan sem haldin var í dag til að hlusta á fróðlega fyrirlestra um eldfjallið og gosið 12. október 1918. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Vík í Mýrdal óttast ekki eldgos í Kötlu en á sama tíma bera þeir mikla virðingu fyrir eldstöðinni. Um 350 manns komu saman í Vík í dag til að minnast þess að ein öld er frá Kötlugosinu 1918. „Menn eru með viðbragðsáætlanir en það má náttúrulega ekki gleyma því að Kötlugos veldur gríðarlegu tjóni, og þá sér í lagi jökulhlaupum þar sem þau koma niður, “segir Þorsteinn Sæmundsen jarðfræðingur og einn skipuleggjandi ráðstefnunnar. Hann segist vera mjög sáttur við það hvernig unnið er að málum í dag með vöktun á Kötlu. „Veðurstofan heldur uppi mjög öflugu viðvörunarkerfi og bæði Veðurstofuna og háskólinn eru með víðtækar rannsóknir á Kötlu, ekki bar Kötlu, heldur flest öllum eldfjöllum sem við teljum að hætta skapast af á Íslandi.“Fundargestir skemmtu sér vel enda var slegið á létta strengi á ráðstefnunni þó málefnið væri alvarlegt.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hvað segja heimamenn í Vík, óttast þeir eldgos í Kötlu?„Það er enginn hræddur við þetta hér, menn treysta á að öll þessi mælitæki sem eru á jöklinum og að öll vöktunin á þessu gefi talsverðan fyrirvara, þannig að það hafi allir tækifæri og tíma til þess að forða sér af þessu hugsanlega flóðasvæði,“ segir Þórir Kjartansson.Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir að íbúa hafi almennt ekki áhyggjur af eldgosi í Kötlu.Vísir/Magnús hlynur hreiðarsson„Nei ég held að almennt hafi fólki ekki áhyggjur. Ég held að fólk viti af þessu og vilji vita um hana og meira um hana, það er tilbúið að bregðast við en ég held að dagsdaglega hafi fólk ekki áhyggjur af þessu,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Hún er spennandi, ógnandi og athyglisverð. Mér er hlýtt til hennar í sjálfu sér en hún á ekki að koma í bakið á mér. Fólk er ekki hrætt við Kötlu hérna, nei, nei, en við vitum að við þurfum að standa klár og þetta er ógnaratburður, það borgar sig ekki að gera neitt lítið úr því,“ segir Kolbrún Hjörleifsdóttir. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. 5. október 2018 13:00 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Innlent Fleiri fréttir Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Sjá meira
Íbúar í Vík í Mýrdal óttast ekki eldgos í Kötlu en á sama tíma bera þeir mikla virðingu fyrir eldstöðinni. Um 350 manns komu saman í Vík í dag til að minnast þess að ein öld er frá Kötlugosinu 1918. „Menn eru með viðbragðsáætlanir en það má náttúrulega ekki gleyma því að Kötlugos veldur gríðarlegu tjóni, og þá sér í lagi jökulhlaupum þar sem þau koma niður, “segir Þorsteinn Sæmundsen jarðfræðingur og einn skipuleggjandi ráðstefnunnar. Hann segist vera mjög sáttur við það hvernig unnið er að málum í dag með vöktun á Kötlu. „Veðurstofan heldur uppi mjög öflugu viðvörunarkerfi og bæði Veðurstofuna og háskólinn eru með víðtækar rannsóknir á Kötlu, ekki bar Kötlu, heldur flest öllum eldfjöllum sem við teljum að hætta skapast af á Íslandi.“Fundargestir skemmtu sér vel enda var slegið á létta strengi á ráðstefnunni þó málefnið væri alvarlegt.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hvað segja heimamenn í Vík, óttast þeir eldgos í Kötlu?„Það er enginn hræddur við þetta hér, menn treysta á að öll þessi mælitæki sem eru á jöklinum og að öll vöktunin á þessu gefi talsverðan fyrirvara, þannig að það hafi allir tækifæri og tíma til þess að forða sér af þessu hugsanlega flóðasvæði,“ segir Þórir Kjartansson.Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir að íbúa hafi almennt ekki áhyggjur af eldgosi í Kötlu.Vísir/Magnús hlynur hreiðarsson„Nei ég held að almennt hafi fólki ekki áhyggjur. Ég held að fólk viti af þessu og vilji vita um hana og meira um hana, það er tilbúið að bregðast við en ég held að dagsdaglega hafi fólk ekki áhyggjur af þessu,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Hún er spennandi, ógnandi og athyglisverð. Mér er hlýtt til hennar í sjálfu sér en hún á ekki að koma í bakið á mér. Fólk er ekki hrætt við Kötlu hérna, nei, nei, en við vitum að við þurfum að standa klár og þetta er ógnaratburður, það borgar sig ekki að gera neitt lítið úr því,“ segir Kolbrún Hjörleifsdóttir.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. 5. október 2018 13:00 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Innlent Fleiri fréttir Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Sjá meira
Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59
Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. 5. október 2018 13:00
Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45