Fóðrun í fiskeldi á Austfjörðum fjarstýrt frá Noregi eftir áramót Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. október 2018 06:30 Fiskeldi Austfjarða er með eldi bæði í Berufirði og á Fáskrúðsfirði. Fréttablaðið/Vilhelm Stefnt er að því að allri fóðrun í kvíum Fiskeldis Austfjarða hf. verði fjarstýrt frá Noregi innan tíðar. Þetta kemur fram í viðtali við Roar Myrhe, framkvæmdastjóra norska eldisfyrirtækisins Midt-Norsk Havbruk, í tímaritinu Intrafish í síðustu viku. Norska fyrirtækið á 62 prósenta hlut í Fiskeldi Austfjarða. „Við munum gera prófanir í haust og ganga úr skugga um að allar tengingar séu öruggar með það að markmiði að geta hafið fóðrunina í janúar 2019,“ segir Myrhe í samtali við tímaritið. Hann segir að fóðruninni verði stýrt frá starfstöð fyrirtækisins í Rorvik í Noregi og þeir starfsmenn sem komi til með að stýra fóðruninni muni ekki hafa önnur störf með höndum. Frá stjórnstöðinni í Rorvik muni þeir hafa fullkomna yfirsýn yfir það sem fram fer í eldisstöðinni á Austurlandi í gegnum nema, myndavélar og aðrar upplýsingar. Hin nýja tækni muni gera fyrirtækinu kleift að fjarfóðra fiskinn jafnvel í vondu veðri þegar erfitt getur verið að komast á staðinn. „Það er verið að nota nýjustu tækni við að fóðra fiskinn sem best þannig að við náum bæði betri vexti og betri nýtingu á fóðrinu,“ segir Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða. Aðspurður segir Guðmundur að ekki sé gert ráð fyrir fækkun starfsfólks vegna þessara breytinga. „Ekki hjá okkur, nei, af því að við erum enn að stækka.“ Fyrirtækið hefur framleiðsluleyfi fyrir 11.000 tonn af laxi og regnbogasilungi, en hefur sótt um leyfi til framleiðsluaukningar og áætlanir gera ráð fyrir því að eingöngu verði alinn lax og að árleg slátrun úr fiskeldinu aukist úr 11.000 tonnum í 21.000 tonn. Fyrirtækið er með eldi í kvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði en vinnslan er staðsett á Djúpavogi. Guðmundur segir að um 20 manns starfi við eldið sjálft en í kringum 50 manns vinni í vinnslunni á Djúpavogi. Þá eigi eftir að telja fjölda afleiddra starfa. „Við erum náttúrulega með plön um að stækka töluvert mikið og þá verður til grundvöllur til að setja upp sams konar stjórnstöð fyrir fóðrun á Íslandi eins og þeir eru með í Noregi,“ segir Guðmundur. Ef litið er til þróunar í sjávarútvegi hefur störfum í veiðum og vinnslu fækkað um helming á rúmum tveimur áratugum. Í skýrslu Hugins Freys Þorsteinssonar, sem unnin var fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, er fjallað um tæknibyltinguna sem skilað hefur mikilli hagræðingu og fækkun starfa í veiðum og vinnslu. Þannig hafi störf í veiðum og vinnslu verið 16.000 árið 1995 en hafi fækkað um helming og séu nú aðeins í kringum 8.000, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Aðspurður segist Huginn ekki þekkja nægilega til starfa í fiskeldi til að segja til um hvort sjálfvirkni geti leyst þau af hólmi, þótt sú þróun hafi vissulega orðið í sjávarútvegi. Þar hafi ný hátæknistörf orðið til í staðinn, segir Huginn og bendir á fyrirtækið Marel sem augljóst dæmi. Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Fjarðabyggð Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Stefnt er að því að allri fóðrun í kvíum Fiskeldis Austfjarða hf. verði fjarstýrt frá Noregi innan tíðar. Þetta kemur fram í viðtali við Roar Myrhe, framkvæmdastjóra norska eldisfyrirtækisins Midt-Norsk Havbruk, í tímaritinu Intrafish í síðustu viku. Norska fyrirtækið á 62 prósenta hlut í Fiskeldi Austfjarða. „Við munum gera prófanir í haust og ganga úr skugga um að allar tengingar séu öruggar með það að markmiði að geta hafið fóðrunina í janúar 2019,“ segir Myrhe í samtali við tímaritið. Hann segir að fóðruninni verði stýrt frá starfstöð fyrirtækisins í Rorvik í Noregi og þeir starfsmenn sem komi til með að stýra fóðruninni muni ekki hafa önnur störf með höndum. Frá stjórnstöðinni í Rorvik muni þeir hafa fullkomna yfirsýn yfir það sem fram fer í eldisstöðinni á Austurlandi í gegnum nema, myndavélar og aðrar upplýsingar. Hin nýja tækni muni gera fyrirtækinu kleift að fjarfóðra fiskinn jafnvel í vondu veðri þegar erfitt getur verið að komast á staðinn. „Það er verið að nota nýjustu tækni við að fóðra fiskinn sem best þannig að við náum bæði betri vexti og betri nýtingu á fóðrinu,“ segir Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða. Aðspurður segir Guðmundur að ekki sé gert ráð fyrir fækkun starfsfólks vegna þessara breytinga. „Ekki hjá okkur, nei, af því að við erum enn að stækka.“ Fyrirtækið hefur framleiðsluleyfi fyrir 11.000 tonn af laxi og regnbogasilungi, en hefur sótt um leyfi til framleiðsluaukningar og áætlanir gera ráð fyrir því að eingöngu verði alinn lax og að árleg slátrun úr fiskeldinu aukist úr 11.000 tonnum í 21.000 tonn. Fyrirtækið er með eldi í kvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði en vinnslan er staðsett á Djúpavogi. Guðmundur segir að um 20 manns starfi við eldið sjálft en í kringum 50 manns vinni í vinnslunni á Djúpavogi. Þá eigi eftir að telja fjölda afleiddra starfa. „Við erum náttúrulega með plön um að stækka töluvert mikið og þá verður til grundvöllur til að setja upp sams konar stjórnstöð fyrir fóðrun á Íslandi eins og þeir eru með í Noregi,“ segir Guðmundur. Ef litið er til þróunar í sjávarútvegi hefur störfum í veiðum og vinnslu fækkað um helming á rúmum tveimur áratugum. Í skýrslu Hugins Freys Þorsteinssonar, sem unnin var fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, er fjallað um tæknibyltinguna sem skilað hefur mikilli hagræðingu og fækkun starfa í veiðum og vinnslu. Þannig hafi störf í veiðum og vinnslu verið 16.000 árið 1995 en hafi fækkað um helming og séu nú aðeins í kringum 8.000, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Aðspurður segist Huginn ekki þekkja nægilega til starfa í fiskeldi til að segja til um hvort sjálfvirkni geti leyst þau af hólmi, þótt sú þróun hafi vissulega orðið í sjávarútvegi. Þar hafi ný hátæknistörf orðið til í staðinn, segir Huginn og bendir á fyrirtækið Marel sem augljóst dæmi.
Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Fjarðabyggð Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira