Er ástæða til þess að hafa áhyggjur af fjármálamörkuðum? Marinó Örn Tryggvason skrifar 10. október 2018 07:00 Velta hefur farið minnkandi á undanförnum árum bæði á hluta- og skuldabréfamarkaði. Þessi þróun gæti verið vísbending um að skilvirkni markaða fari minnkandi. Minni velta gæti þýtt að uppbyggingu markaða sé ábótavant eða að markaðsaðilum gangi einhverra hluta vegna ekki nægjanlega vel að uppfylla hlutverk sitt sem miðlarar fjármagns. Nauðsynlegt er að skoða ástæður minni veltu því hún gæti endurspeglað stopul skoðanaskipti á markaði og leitt til rangrar verðlagningar á áhættu. Það er því full ástæða til þess að taka þessar vísbendingar alvarlega og skoða hugsanlegar skýringar, svo sem breytta uppbyggingu fjármálakerfisins eða minnkandi viðskiptavilja markaðsaðila. Fjármálamarkaðir hafa það meginhlutverk að miðla fjármagni frá fjármagnseigendum til þeirra sem skortir fjármagn og eru því mikilvægur hluti innviða samfélagsins. Á fjármálamarkaði eru milliliðir nauðsynlegir til að fjármálakerfið geti sinnt hlutverki sínu. Á Íslandi eru bankar og lífeyrissjóðir fyrirferðarmiklir en einnig eru starfrækt minni og sérhæfðari fyrirtæki, eins og rekstrarfélög verðbréfasjóða og verðbréfamiðlanir. Heilbrigt fjármálakerfi er nauðsynlegt fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra, svo sem lífeyrissjóði. Einstaklingar taka lán til þess að fjármagna fasteignakaup og fyrirtæki taka lán eða safna hlutafé, m.a. til þess að fjármagna véla- og tækjakaup. Ýmsir fjárfestar geta keypt hlutafé og t.d. bankar eða lífeyrissjóðir geta veitt lán. Rekstur banka gengur út á að ávaxta fjármagn aðila sem þurfa ekki á því að halda fyrr en síðar, og greiðir bankinn vexti eða arð fyrir, og lánar á móti til þeirra sem þurfa á fjármagni að halda og geta greitt til baka með vöxtum síðar. Munurinn á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum er vaxtamunur. Sá munur þarf að standa undir kostnaði við rekstur bankans og viðunandi ávöxtun til eigenda bankans. En þar sem vaxtakjör sem banki fjármagnar sig á ráðast af vaxtakjörum á fjármálamarkaði, skiptir vaxtamyndun á markaði lykilmáli í ofangreindu ferli. Eftir því sem velta á markaði er meiri má gera ráð fyrir því að skoðanir margra aðila hafi áhrif á markaðsverð, og skiptir skoðun þeirra á áhættu fjárfestingarkosta miklu máli. Skilvirkur markaður er þannig nauðsynleg forsenda þess að áhætta sé rétt metin. Vextir endurspegla áhættu sem fjármagnseigendur taka þegar þeir lána fé sitt. Ef eigendur fjármagns telja að áhætta sé mikil krefjast þeir hærri vaxta en ef áhætta er minni. Þannig eru vextir á ríkisskuldabréfum lægri en á áhættusamari fjárfestingum. Því betur sem fjármálamörkuðum tekst að verðleggja áhættu því betur gegna þeir hlutverki sínu sem miðlarar fjármagns. Ef áhætta er metin óeðlilega lítil má gera ráð fyrir því að ráðist verði í of mörg verkefni sem munu ekki standa undir sér með tilheyrandi tjóni. Ef áhætta er metin of mikil verða færri verkefni fjármögnuð en ella, sem gæti leitt til tapaðra tækifæra sem annars myndu reynast hagkerfinu vel. Gera má ráð fyrir að eftir því sem áhætta er betur verðlögð hafi það jákvæð áhrif á hagvöxt og lífskjör í landinu. Skilvirkir fjármálamarkaðir, sem m.a. fela í sér nægilega veltu, skipta hér höfuðmáli. Þorri landsmanna geymir sparnað sinn í lífeyrissjóðum landsins sem eru meðal stærstu þátttakenda á íslenskum fjármálamarkaði. Sjóðirnir verða áfram virkir í fjárfestingum hér innanlands þó þeir fjárfesti í auknum mæli erlendis á næstu árum. Umræða á komandi misserum um leiðir til að auka skilvirkni á fjármálamarkaði og bæta áhættumat ætti því að snerta okkur öll, enda eru öflugir fjármálainnviðir mikilvæg stoð í íslensku samfélagi rétt eins og aðrir samfélagsinnviðir. Kvika mun á næstu vikum fjalla nánar í Markaðnum um ástæður minnkandi virkni á mörkuðum og mögulegar umbætur og vonast eftir virku samtali um málefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Velta hefur farið minnkandi á undanförnum árum bæði á hluta- og skuldabréfamarkaði. Þessi þróun gæti verið vísbending um að skilvirkni markaða fari minnkandi. Minni velta gæti þýtt að uppbyggingu markaða sé ábótavant eða að markaðsaðilum gangi einhverra hluta vegna ekki nægjanlega vel að uppfylla hlutverk sitt sem miðlarar fjármagns. Nauðsynlegt er að skoða ástæður minni veltu því hún gæti endurspeglað stopul skoðanaskipti á markaði og leitt til rangrar verðlagningar á áhættu. Það er því full ástæða til þess að taka þessar vísbendingar alvarlega og skoða hugsanlegar skýringar, svo sem breytta uppbyggingu fjármálakerfisins eða minnkandi viðskiptavilja markaðsaðila. Fjármálamarkaðir hafa það meginhlutverk að miðla fjármagni frá fjármagnseigendum til þeirra sem skortir fjármagn og eru því mikilvægur hluti innviða samfélagsins. Á fjármálamarkaði eru milliliðir nauðsynlegir til að fjármálakerfið geti sinnt hlutverki sínu. Á Íslandi eru bankar og lífeyrissjóðir fyrirferðarmiklir en einnig eru starfrækt minni og sérhæfðari fyrirtæki, eins og rekstrarfélög verðbréfasjóða og verðbréfamiðlanir. Heilbrigt fjármálakerfi er nauðsynlegt fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra, svo sem lífeyrissjóði. Einstaklingar taka lán til þess að fjármagna fasteignakaup og fyrirtæki taka lán eða safna hlutafé, m.a. til þess að fjármagna véla- og tækjakaup. Ýmsir fjárfestar geta keypt hlutafé og t.d. bankar eða lífeyrissjóðir geta veitt lán. Rekstur banka gengur út á að ávaxta fjármagn aðila sem þurfa ekki á því að halda fyrr en síðar, og greiðir bankinn vexti eða arð fyrir, og lánar á móti til þeirra sem þurfa á fjármagni að halda og geta greitt til baka með vöxtum síðar. Munurinn á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum er vaxtamunur. Sá munur þarf að standa undir kostnaði við rekstur bankans og viðunandi ávöxtun til eigenda bankans. En þar sem vaxtakjör sem banki fjármagnar sig á ráðast af vaxtakjörum á fjármálamarkaði, skiptir vaxtamyndun á markaði lykilmáli í ofangreindu ferli. Eftir því sem velta á markaði er meiri má gera ráð fyrir því að skoðanir margra aðila hafi áhrif á markaðsverð, og skiptir skoðun þeirra á áhættu fjárfestingarkosta miklu máli. Skilvirkur markaður er þannig nauðsynleg forsenda þess að áhætta sé rétt metin. Vextir endurspegla áhættu sem fjármagnseigendur taka þegar þeir lána fé sitt. Ef eigendur fjármagns telja að áhætta sé mikil krefjast þeir hærri vaxta en ef áhætta er minni. Þannig eru vextir á ríkisskuldabréfum lægri en á áhættusamari fjárfestingum. Því betur sem fjármálamörkuðum tekst að verðleggja áhættu því betur gegna þeir hlutverki sínu sem miðlarar fjármagns. Ef áhætta er metin óeðlilega lítil má gera ráð fyrir því að ráðist verði í of mörg verkefni sem munu ekki standa undir sér með tilheyrandi tjóni. Ef áhætta er metin of mikil verða færri verkefni fjármögnuð en ella, sem gæti leitt til tapaðra tækifæra sem annars myndu reynast hagkerfinu vel. Gera má ráð fyrir að eftir því sem áhætta er betur verðlögð hafi það jákvæð áhrif á hagvöxt og lífskjör í landinu. Skilvirkir fjármálamarkaðir, sem m.a. fela í sér nægilega veltu, skipta hér höfuðmáli. Þorri landsmanna geymir sparnað sinn í lífeyrissjóðum landsins sem eru meðal stærstu þátttakenda á íslenskum fjármálamarkaði. Sjóðirnir verða áfram virkir í fjárfestingum hér innanlands þó þeir fjárfesti í auknum mæli erlendis á næstu árum. Umræða á komandi misserum um leiðir til að auka skilvirkni á fjármálamarkaði og bæta áhættumat ætti því að snerta okkur öll, enda eru öflugir fjármálainnviðir mikilvæg stoð í íslensku samfélagi rétt eins og aðrir samfélagsinnviðir. Kvika mun á næstu vikum fjalla nánar í Markaðnum um ástæður minnkandi virkni á mörkuðum og mögulegar umbætur og vonast eftir virku samtali um málefnið.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun