Steinhörpur Páls vekja áhuga heimsþekktra tónlistarmanna Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2018 21:45 Páll Guðmundsson leikur á eina af steinhörpum sínum, sem jafnframt er myndlistarverk um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Steinhörpur sem listamaðurinn Páll Guðmundsson á Húsafelli hefur gert úr flögusteinum hafa vakið alþjóða athygli og sækjast heimsþekktir tónlistarmenn eftir því að fá að leika á þær. Páll vill síður senda náttúruhljóðfærin úr landi og verða áhugasamir því að koma í Húsafell. Fjallað var um Pál í þættinum „Um land allt” og í fréttum Stöðvar 2. Sextíu manna hópur nemenda og kennara frá tónlistarskóla í Cuxhaven í Þýskalandi og frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar heimsótti Pál á Húsafelli í ungmennaverkefni styrkt af Erasmus að kynnast náttúruhljóðum. „Þetta var ótrúleg upplifun að vera þarna inni. Við erum að kynnast öllum þessum steinhörpum, sem eru bara gerð úr náttúrunni, þessi hljóðfæri, - flautum úr rabbabarastönglum. Páll Guðmundsson er náttúrlega sérfræðingur í þessu,” segir Ármann Helgason, kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Mesta athygli vekur fjórtán metra steinharpa en hljómsveitin Sigur Rós er meðal þeirra sem fengið hafa að nota hana í tónlist sinni.Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Páll er svo sem ekkert að leitast eftir einhverjum fjölda af fólki, - frekar skemmtilegri verkefnum, eins og við höfum verið að fá hérna. Við erum búnir að vera með Muse hérna, Radiohead, - og allskonar snillinga sem eru að heimsækja Ísland. Þeir vilja koma og hitta Pál,” segir Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum. Helgi er hópi vina Páls sem gerst hafa bakhjarlar hans með því að byggja upp aðstöðu fyrir hann á Húsafelli til listsköpunar og til að varðveita listaverk hans. „Við höfum séð fyrir okkur í framtíðinni að þá komi tónlistarfólk allsstaðar að úr heiminum, sem það gerir nú þegar, og muni halda hérna svolítið sérstaka tónleika. Við erum farin að finna það að það er mikið sótt í Pál. Flestir vilja fá hörpurnar til útlanda til að nota í kvikmyndaverkefnum og hinu og þessu. En Páll kærir sig ekki um það. Þannig að ef menn vilja nota tónana þá verða þeir bara að koma til Íslands. Og það hefur margoft gerst hérna,” segir Helgi.Páll leikur á fjórtán metra langa steinhörpu. Hljómsveitin Sigur Rós notaði hljóðfærið í tónverkinu Hrafnagaldur Óðins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Páll býr til flautur úr rabbabara og steinhörpurnar eru af ýmsum stærðum og gerðum. En hvernig fer listamaðurinn að því að finna alla þessa steina sem gefa frá sér mismunandi tóna? Svar Páls er Biblíutilvitnun: „Leitið og þér munuð finna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarbyggð Tónlist Um land allt Tengdar fréttir Stafnbúi Steindórs og Hilmars kominn út Rímnatónlist er vafalaust einhver merkasti menningararfur Íslendinga. Steindór Andersen, okkar þekktasti kvæðamaður, hefur hér valið tólf stemmur sem hann flytur við seiðmagnaða tónlist kvikmyndatónskáldsins og Allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar. 16. október 2012 11:29 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Steinhörpur sem listamaðurinn Páll Guðmundsson á Húsafelli hefur gert úr flögusteinum hafa vakið alþjóða athygli og sækjast heimsþekktir tónlistarmenn eftir því að fá að leika á þær. Páll vill síður senda náttúruhljóðfærin úr landi og verða áhugasamir því að koma í Húsafell. Fjallað var um Pál í þættinum „Um land allt” og í fréttum Stöðvar 2. Sextíu manna hópur nemenda og kennara frá tónlistarskóla í Cuxhaven í Þýskalandi og frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar heimsótti Pál á Húsafelli í ungmennaverkefni styrkt af Erasmus að kynnast náttúruhljóðum. „Þetta var ótrúleg upplifun að vera þarna inni. Við erum að kynnast öllum þessum steinhörpum, sem eru bara gerð úr náttúrunni, þessi hljóðfæri, - flautum úr rabbabarastönglum. Páll Guðmundsson er náttúrlega sérfræðingur í þessu,” segir Ármann Helgason, kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Mesta athygli vekur fjórtán metra steinharpa en hljómsveitin Sigur Rós er meðal þeirra sem fengið hafa að nota hana í tónlist sinni.Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Páll er svo sem ekkert að leitast eftir einhverjum fjölda af fólki, - frekar skemmtilegri verkefnum, eins og við höfum verið að fá hérna. Við erum búnir að vera með Muse hérna, Radiohead, - og allskonar snillinga sem eru að heimsækja Ísland. Þeir vilja koma og hitta Pál,” segir Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum. Helgi er hópi vina Páls sem gerst hafa bakhjarlar hans með því að byggja upp aðstöðu fyrir hann á Húsafelli til listsköpunar og til að varðveita listaverk hans. „Við höfum séð fyrir okkur í framtíðinni að þá komi tónlistarfólk allsstaðar að úr heiminum, sem það gerir nú þegar, og muni halda hérna svolítið sérstaka tónleika. Við erum farin að finna það að það er mikið sótt í Pál. Flestir vilja fá hörpurnar til útlanda til að nota í kvikmyndaverkefnum og hinu og þessu. En Páll kærir sig ekki um það. Þannig að ef menn vilja nota tónana þá verða þeir bara að koma til Íslands. Og það hefur margoft gerst hérna,” segir Helgi.Páll leikur á fjórtán metra langa steinhörpu. Hljómsveitin Sigur Rós notaði hljóðfærið í tónverkinu Hrafnagaldur Óðins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Páll býr til flautur úr rabbabara og steinhörpurnar eru af ýmsum stærðum og gerðum. En hvernig fer listamaðurinn að því að finna alla þessa steina sem gefa frá sér mismunandi tóna? Svar Páls er Biblíutilvitnun: „Leitið og þér munuð finna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarbyggð Tónlist Um land allt Tengdar fréttir Stafnbúi Steindórs og Hilmars kominn út Rímnatónlist er vafalaust einhver merkasti menningararfur Íslendinga. Steindór Andersen, okkar þekktasti kvæðamaður, hefur hér valið tólf stemmur sem hann flytur við seiðmagnaða tónlist kvikmyndatónskáldsins og Allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar. 16. október 2012 11:29 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Stafnbúi Steindórs og Hilmars kominn út Rímnatónlist er vafalaust einhver merkasti menningararfur Íslendinga. Steindór Andersen, okkar þekktasti kvæðamaður, hefur hér valið tólf stemmur sem hann flytur við seiðmagnaða tónlist kvikmyndatónskáldsins og Allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar. 16. október 2012 11:29