„Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. október 2025 19:43 Mæðginin Axel og Katrín á góðri stundu. Móðir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði í sínum fyrsta túr á sjó segir erfitt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð skipverja á bátnum hefðu getað bjargað lífi hans. Hún og barnsfaðir hennar hafa tapað máli gegn útgerðinni á tveimur dómstigum, en ætla sér alla leið með málið hvað sem það kostar. Mánudaginn 18. maí 2020 bárust fréttir af því að leitað væri að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverja báts sem Brim hf. gerði út frá Vopnafirði. Hann var talinn hafa fallið fyrir borð skipsins á leið í land. Viku síðar var leitinni hætt. Tæpu ári síðar, í upphafi apríl, fundust líkamsleifar í fjörunni við Vopnafjörð. Skömmu síðar fékkst staðfest að um Axel var að ræða. Sárt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð hefðu getað skipt öllu Foreldrar Axels hafa staðið í málaferlum gegn Brimi til þess að fá miska sinn bættan, og hafa ýmislegt að athuga við aðdraganda þess að hann lést, og telja Brim ábyrgt fyrir dauða hans. „Hann sést síðast korter í átta þegar þeir eru að koma í land. Það er ekki byrjað að leita að honum fyrr en klukkan tvö. Það er mjög einkennilegt að í svona lítilli áhöfn skuli enginn átta sig á því að nýr aðili sé ekki um borð,“ segir Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir, móðir Axels. Því leið fjöldi klukkustunda frá því komið var í land og þar til viðbragðsaðilar voru látnir vita að Axel væri horfinn. „Ef þeir hefðu séð þetta fyrr, þá hefði mögulega verið hægt að bjarga honum. Það er það sem er bara svolítið sárt.“ Engin fræðsla Þá eru foreldrar Axels ósáttir við að ekki liggi fyrir gögn um þjálfun hans áður en farið var af stað í túrinn, sem var hans fyrsta ferð á sjó. Fyrst var borið við að gögnin væru ekki til, en síðar að þau hafi brunnið með bátnum. „Það fór engin fræðsla fram. Bátsmaðurinn sem átti að sjá um fræðsluna sagði í vitnaleiðslunni að hann hefði ekki gert það. Það er voðalega einkennilegt hvernig þetta mál hefur farið.“ „Bý ég í réttarríki?“ Foreldrarnir hafa tapað málinu, bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Fyrir Landsrétti fékkst ekki gjafsókn, og foreldrarnir þurftu sjálfir að standa straum af kostnaði við rekstur málsins. „Maður situr bara svolítið eftir: Bíddu bý ég í réttarríki? Ég verð fyrir vonbrigðum því ég hef trú á dómskerfinu, ég hef trú á lögreglunni og ég hef trú á öllu þessu góða fólki. Ég vil bara að einhver taki einhverja ábyrgð. Það hlýtur einhver að taka ábyrgð,“ segir Katrín. Hún hafi ekki fengið eitt samúðarskeyti frá útgerðinni í kjölfar andláts sonar hennar. „Ég er ekki að segja að það skipti öllu, en það er bara eins og líf skipti engu máli.“ Ætlar alla leið með málið Katrín segist vilja leita til Hæstaréttar með málið, óháð því hvort gjafsókn fáist eða ekki. „Ég bara ætla að gera mitt allra besta til þess að halda þessu áfram. Ég vil bara að rétt sé rétt, alveg sama hvoru megin dómurinn fellur.“ Möguleg bótafjárhæð sé smámál í stóra samhenginu. „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka.“ Dómsmál Vopnafjörður Sjávarútvegur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Mánudaginn 18. maí 2020 bárust fréttir af því að leitað væri að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverja báts sem Brim hf. gerði út frá Vopnafirði. Hann var talinn hafa fallið fyrir borð skipsins á leið í land. Viku síðar var leitinni hætt. Tæpu ári síðar, í upphafi apríl, fundust líkamsleifar í fjörunni við Vopnafjörð. Skömmu síðar fékkst staðfest að um Axel var að ræða. Sárt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð hefðu getað skipt öllu Foreldrar Axels hafa staðið í málaferlum gegn Brimi til þess að fá miska sinn bættan, og hafa ýmislegt að athuga við aðdraganda þess að hann lést, og telja Brim ábyrgt fyrir dauða hans. „Hann sést síðast korter í átta þegar þeir eru að koma í land. Það er ekki byrjað að leita að honum fyrr en klukkan tvö. Það er mjög einkennilegt að í svona lítilli áhöfn skuli enginn átta sig á því að nýr aðili sé ekki um borð,“ segir Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir, móðir Axels. Því leið fjöldi klukkustunda frá því komið var í land og þar til viðbragðsaðilar voru látnir vita að Axel væri horfinn. „Ef þeir hefðu séð þetta fyrr, þá hefði mögulega verið hægt að bjarga honum. Það er það sem er bara svolítið sárt.“ Engin fræðsla Þá eru foreldrar Axels ósáttir við að ekki liggi fyrir gögn um þjálfun hans áður en farið var af stað í túrinn, sem var hans fyrsta ferð á sjó. Fyrst var borið við að gögnin væru ekki til, en síðar að þau hafi brunnið með bátnum. „Það fór engin fræðsla fram. Bátsmaðurinn sem átti að sjá um fræðsluna sagði í vitnaleiðslunni að hann hefði ekki gert það. Það er voðalega einkennilegt hvernig þetta mál hefur farið.“ „Bý ég í réttarríki?“ Foreldrarnir hafa tapað málinu, bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Fyrir Landsrétti fékkst ekki gjafsókn, og foreldrarnir þurftu sjálfir að standa straum af kostnaði við rekstur málsins. „Maður situr bara svolítið eftir: Bíddu bý ég í réttarríki? Ég verð fyrir vonbrigðum því ég hef trú á dómskerfinu, ég hef trú á lögreglunni og ég hef trú á öllu þessu góða fólki. Ég vil bara að einhver taki einhverja ábyrgð. Það hlýtur einhver að taka ábyrgð,“ segir Katrín. Hún hafi ekki fengið eitt samúðarskeyti frá útgerðinni í kjölfar andláts sonar hennar. „Ég er ekki að segja að það skipti öllu, en það er bara eins og líf skipti engu máli.“ Ætlar alla leið með málið Katrín segist vilja leita til Hæstaréttar með málið, óháð því hvort gjafsókn fáist eða ekki. „Ég bara ætla að gera mitt allra besta til þess að halda þessu áfram. Ég vil bara að rétt sé rétt, alveg sama hvoru megin dómurinn fellur.“ Möguleg bótafjárhæð sé smámál í stóra samhenginu. „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka.“
Dómsmál Vopnafjörður Sjávarútvegur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira