Jakob er stjórnmálafræðinemi og hélt sitt fyrsta opinbera uppstand á Hard Rock Café í gær. Hann sagði frá því í viðtali við Vísi í byrjun mánaðar að selst hafi upp á sýninguna á aðeins tveimur dögum, og ef marka má tíst Ara hefur tekist vel til á Hard Rock.
„Sá Jakob Birgisson flytja sitt fyrsta uppistand í kvöld fyrir troðfullu húsi og get vottað að stórir hlutir voru að gerast,“ skrifar Ari.
„Annað eins talent hef ég ekki áður séð og ég öfunda þá sem eiga eftir að sjá hann í fyrsta sinn. Meistari Jakob ber nafn með rentu.“
Sá Jakob Birgisson flytja sitt fyrsta uppistand í kvöld fyrir troðfullu húsi og get vottað að stórir hlutir voru að gerast. Annað eins talent hef ég ekki áður séð og ég öfunda þá sem eiga eftir að sjá hann í fyrsta sinn. Meistari Jakob ber nafn með rentu. #meistarijakob pic.twitter.com/RWbZL3KfPx
— Ari Eldjárn (@arieldjarn) October 27, 2018
Þakklátur fyrir alla sem troðfylltu Hard Rock Takk fyrir komuna!View this post on Instagram
A post shared by Jakob Birgisson (@jakobbirgis) on Oct 26, 2018 at 4:43pm PDT