Almenningur dreginn á þing Þórlindur Kjartansson skrifar 26. október 2018 08:00 Þingmenn Pírata lögðu fram í vikunni áhugaverða tillögu á Alþingi. Samkvæmt henni verða í hverjum mánuði dregin af handahófi nöfn tíu kjósenda og þeim gert að ávarpa Alþingi í tvær mínútur. Eins og svo oft áður eru Píratar skemmtilegir, frjóir í hugsun og óhræddir við að fara ótroðnar slóðir. Þetta eru eiginleikar sem almennt hefur lítt verið hampað í íslenskum stjórnmálum hingað til þar sem leiðindi, íhaldssemi, varkárni og blind höfðingjahollusta hafa jafnan talist mikilvægustu dyggðir þeirra sem vilja ná frama í starfi fjórflokksins. Tillögunni er ætlað að tryggja að þingið verði í forystu við að efla lýðræði og þátttöku almennings í stjórnmálum, segir í greinargerð.Framkvæmdin En hvernig kæmi svona til með að virka? Maður gæti séð fyrir sér að þeir kjósendur sem eru svo heppnir að vera „dregnir upp úr lukkupottinum“ fái bréf (eða tölvupóst eða IM) frá þinginu um að þeir eigi að mæta á Austurvöll á tilteknum tíma til þess að tala í tvær mínútur við háttvirtan þingheim. Þessu hljóta kjósendur flestir að taka sem kærkomnu tækifæri og þeir undirbúa sig af kostgæfni, láta pressa bestu fötin og æfa ræðuna fyrir framan spegilinn. Ég sé svo fyrir mér að tíu manna hópur kjósenda, hvaðanæva af landinu, mæti klukkan 13 á fimmtudegi í þinghúsið. Þetta væri vitaskuld þverskurður þjóðarinnar, fólk af báðum kynjum og á öllum aldri. Þarna væri kannski grunnskólakennari, pípari, sveitaprestur, ljóðskáld, hasshaus, verðbréfamiðlari, mannauðsstjóri, ræstitæknir, vörubílstjóri og einn handrukkari á bótum. Það væri mikið látið með þennan viðburð. Forseti þingsins og starfsfólk myndu taka á móti hópnum, og teknar væru bæði ljósmyndir og hreyfimyndir með fullkominni lýsingu. Það væru haldnar ræður um mikilvægi þess að ekki myndist gjá milli þings og þjóðar, og að lifandi lýðræði væri undirstaða réttláts samfélags. Svo myndu ræðumennirnir tíu koma inn í þingsal. Þar væru auðvitað allir þingmennirnir mættir og sætu sperrtir, með skilningsríkan og alþýðlegan svip. Þeir myndu allir tala um hversu þakklátir þeir væru að fá að heyra venjulegt fólk koma í þinghúsið og segja að afar þeirra og ömmur hefðu líka bara verið ósköp venjulegt fólk eins og þetta lið sem vann í lýðræðislottóinu og það væri bara oft mikið að marka venjulegt fólk, eins og afa þeirra og ömmur.Mikið til í þessu Ég sé fyrir mér að hinir lánsömu þinggestir tali almennt af kurteisi en þó muni einhverjir lesa hressilega yfir hausamótunum á þingmönnum og skamma þá fyrir að vera alltaf að rífast og alltaf í fríi, og þá munu þingmennirnir verða mjög ábúðarfullir á svip, kinka ákveðið kolli, taka fúslega á sig sökina, horfa svo hver til annars og kinka enn ákveðnar kolli, bíta aðeins í neðri vörina og hvísla svo sín á milli: „Það er mikið til í þessu hjá henni …“ Svo væri tíumenningunum boðið í te eða kaffi og kökur eða vöfflur og fengju að taka myndir af sér í þingflokksherbergjum, og sumir færu í viðtal við fréttamann og segðu frá reynslu sinni. Þingmennirnir myndu djóka með almenningi og taka sjálfur og setja á instasnappið. Gestirnir myndu segja að þessir þingmenn séu nú bara alveg ágætir og engir stjörnustælar í þeim. Og einhverjir myndu segja að þeir gætu alveg eins hugsað sér að gerast hreinlega bara sjálfir þingmenn. Og þingmennirnir myndu hlæja að því og finnast það ósköp krúttlegt. Og kannski mun einhver hinna heppnu flytja ræðu sem slær í gegn og enda sjálfur á þingi þar sem hann situr mánaðarlega og hlustar á aðra óbreytta kjósendur koma og skamma þingmenn. Og þá horfir hann skilningsríkur á ræðumanninn og hvíslar svo til hinna þingmannanna: „Þetta er alveg rétt hjá henni …“.Önnur leið Reyndar er fræðilegur möguleiki á því að einhverjir sem af handahófi eru valdir til þess að halda tveggja mínútna ræðu yfir þingheimi kæri sig engan veginn um það. Ég veit um fólk sem myndi miklu frekar vilja vinna það í happdrætti að láta draga úr sér tönn án deyfingar heldur en að þurfa að tala í tvær mínútur í þingsal. En kannski þarf Múhameð ekki að koma til fjallsins. Kannski kemur fjallið til Múhameðs. Væri ekki einmitt miklu meiri lærdómur fólginn í því ef einn dag í mánuði þyrfti Bjarni Ben að mæta á kassa í Krónunni í Borgarnesi, Katrín Jakobsdóttir á færibandið í Granda, Björn Leví á bensínstöð í Breiðholti, Áslaug Arna á humarveiðar frá Höfn, Sigmundur Davíð í mötuneyti í Austurbæjarskóla og Willum Þór Þórsson í Laugardalinn að þjálfa knattspyrnulandsliðið (bíðið … væri það kannski eitthvað). En þetta er eflaust alltof róttæk hugmynd, meira að segja fyrir Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þingmenn Pírata lögðu fram í vikunni áhugaverða tillögu á Alþingi. Samkvæmt henni verða í hverjum mánuði dregin af handahófi nöfn tíu kjósenda og þeim gert að ávarpa Alþingi í tvær mínútur. Eins og svo oft áður eru Píratar skemmtilegir, frjóir í hugsun og óhræddir við að fara ótroðnar slóðir. Þetta eru eiginleikar sem almennt hefur lítt verið hampað í íslenskum stjórnmálum hingað til þar sem leiðindi, íhaldssemi, varkárni og blind höfðingjahollusta hafa jafnan talist mikilvægustu dyggðir þeirra sem vilja ná frama í starfi fjórflokksins. Tillögunni er ætlað að tryggja að þingið verði í forystu við að efla lýðræði og þátttöku almennings í stjórnmálum, segir í greinargerð.Framkvæmdin En hvernig kæmi svona til með að virka? Maður gæti séð fyrir sér að þeir kjósendur sem eru svo heppnir að vera „dregnir upp úr lukkupottinum“ fái bréf (eða tölvupóst eða IM) frá þinginu um að þeir eigi að mæta á Austurvöll á tilteknum tíma til þess að tala í tvær mínútur við háttvirtan þingheim. Þessu hljóta kjósendur flestir að taka sem kærkomnu tækifæri og þeir undirbúa sig af kostgæfni, láta pressa bestu fötin og æfa ræðuna fyrir framan spegilinn. Ég sé svo fyrir mér að tíu manna hópur kjósenda, hvaðanæva af landinu, mæti klukkan 13 á fimmtudegi í þinghúsið. Þetta væri vitaskuld þverskurður þjóðarinnar, fólk af báðum kynjum og á öllum aldri. Þarna væri kannski grunnskólakennari, pípari, sveitaprestur, ljóðskáld, hasshaus, verðbréfamiðlari, mannauðsstjóri, ræstitæknir, vörubílstjóri og einn handrukkari á bótum. Það væri mikið látið með þennan viðburð. Forseti þingsins og starfsfólk myndu taka á móti hópnum, og teknar væru bæði ljósmyndir og hreyfimyndir með fullkominni lýsingu. Það væru haldnar ræður um mikilvægi þess að ekki myndist gjá milli þings og þjóðar, og að lifandi lýðræði væri undirstaða réttláts samfélags. Svo myndu ræðumennirnir tíu koma inn í þingsal. Þar væru auðvitað allir þingmennirnir mættir og sætu sperrtir, með skilningsríkan og alþýðlegan svip. Þeir myndu allir tala um hversu þakklátir þeir væru að fá að heyra venjulegt fólk koma í þinghúsið og segja að afar þeirra og ömmur hefðu líka bara verið ósköp venjulegt fólk eins og þetta lið sem vann í lýðræðislottóinu og það væri bara oft mikið að marka venjulegt fólk, eins og afa þeirra og ömmur.Mikið til í þessu Ég sé fyrir mér að hinir lánsömu þinggestir tali almennt af kurteisi en þó muni einhverjir lesa hressilega yfir hausamótunum á þingmönnum og skamma þá fyrir að vera alltaf að rífast og alltaf í fríi, og þá munu þingmennirnir verða mjög ábúðarfullir á svip, kinka ákveðið kolli, taka fúslega á sig sökina, horfa svo hver til annars og kinka enn ákveðnar kolli, bíta aðeins í neðri vörina og hvísla svo sín á milli: „Það er mikið til í þessu hjá henni …“ Svo væri tíumenningunum boðið í te eða kaffi og kökur eða vöfflur og fengju að taka myndir af sér í þingflokksherbergjum, og sumir færu í viðtal við fréttamann og segðu frá reynslu sinni. Þingmennirnir myndu djóka með almenningi og taka sjálfur og setja á instasnappið. Gestirnir myndu segja að þessir þingmenn séu nú bara alveg ágætir og engir stjörnustælar í þeim. Og einhverjir myndu segja að þeir gætu alveg eins hugsað sér að gerast hreinlega bara sjálfir þingmenn. Og þingmennirnir myndu hlæja að því og finnast það ósköp krúttlegt. Og kannski mun einhver hinna heppnu flytja ræðu sem slær í gegn og enda sjálfur á þingi þar sem hann situr mánaðarlega og hlustar á aðra óbreytta kjósendur koma og skamma þingmenn. Og þá horfir hann skilningsríkur á ræðumanninn og hvíslar svo til hinna þingmannanna: „Þetta er alveg rétt hjá henni …“.Önnur leið Reyndar er fræðilegur möguleiki á því að einhverjir sem af handahófi eru valdir til þess að halda tveggja mínútna ræðu yfir þingheimi kæri sig engan veginn um það. Ég veit um fólk sem myndi miklu frekar vilja vinna það í happdrætti að láta draga úr sér tönn án deyfingar heldur en að þurfa að tala í tvær mínútur í þingsal. En kannski þarf Múhameð ekki að koma til fjallsins. Kannski kemur fjallið til Múhameðs. Væri ekki einmitt miklu meiri lærdómur fólginn í því ef einn dag í mánuði þyrfti Bjarni Ben að mæta á kassa í Krónunni í Borgarnesi, Katrín Jakobsdóttir á færibandið í Granda, Björn Leví á bensínstöð í Breiðholti, Áslaug Arna á humarveiðar frá Höfn, Sigmundur Davíð í mötuneyti í Austurbæjarskóla og Willum Þór Þórsson í Laugardalinn að þjálfa knattspyrnulandsliðið (bíðið … væri það kannski eitthvað). En þetta er eflaust alltof róttæk hugmynd, meira að segja fyrir Pírata.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun