Er heimafenginn baggi loftslagshollur? Ólafur Stephensen skrifar 24. október 2018 14:45 Við Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, áttum ágætt spjall um innflutning á ferskum búvörum í Víglínunni á Stöð 2 á dögunum. Sindri ræddi þar líka um innflutning á matvörum almennt, í samhengi við loftslagsmál. „Hollur er heimafenginn baggi. Við verðum bara að hugsa þetta upp á nýtt og reyna að framleiða sem allra mest af mat á Íslandi … Af hverju ættum við ekki að nýta okkur það þegar við getum framleitt mest af þessu sjálf hérna heima næst markaðinum?“ spurði formaður Bændasamtakanna. Það er rétt hjá Sindra að eitt af því sem við sem neytendur þurfum að hafa í huga þegar við ákveðum hvaða vörur við kaupum, er hvert kolefnisspor þeirra sé. Þáttur í því er hvað varan er flutt um langan veg – en það segir þó alls ekki alla söguna. Tökum tvö dæmi.Er það heimafengna augljóslega loftslagsvænt? Annað er framleiðsla íslenzks lambakjöts, sem er vissulega heimafengið og oftast frábær vara, en hefur umtalsverð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda, eins og lesa má í skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands frá árinu 2016. Það er erfitt að setja nákvæma tölu á það, en þó auðvelt að lesa út úr skýrslunni að rýrnun landgæða vegna beitarálags losar bæði gífurlegt magn af gróðurhúsalofttegundum og skerðir getu landsins til að taka upp koltvísýring úr andrúmsloftinu. Þetta hlýtur að þurfa að taka með í reikninginn þegar fólk myndar sér skoðun á kolefnissporinu. Hitt dæmið er af kjúklingakjöti. Blasir ekki við að kolefnisspor innlends kjúklingakjöts sé minna en innflutts? Ekki endilega. Íslenzkir kjúklingabændur ala fuglana nánast eingöngu á innfluttu fóðri, en kjúklingabændur í nágrannalöndunum þurfa iðulega ekki að sækja fóður um langan veg. Til að framleiða kíló af innlendu kjúklingakjöti þarf um tvö kíló af innfluttu fóðri. Með öðrum orðum þarf tvöfalt meiri flutninga til landsins til að framleiða kjúkling innanlands en ef keypt er kjúklingakjöt frá öðrum löndum. Þessi dæmi eru ekki sett fram til að varpa neinni rýrð á ofangreindar búvörur eða framleiðendur þeirra, eingöngu til að sýna fram á að framleiðsluferlar í matvælaiðnaði geta verið flóknir, aðföngin komið víða að og áhrifin á losun gróðurhúsalofttegunda eru margvísleg. Það dugir neytandanum ekki að líta bara á upprunaland vörunnar til að mynda sér skoðun um kolefnissporið. Og að framleiða matinn á Íslandi stuðlar ekkert endilega að lausn loftslagsvandans.Góð hugmynd fyrir matvælaútflutningslandið Ísland? Við getum svo velt því fyrir okkur hvað það myndi þýða fyrir afkomu þjóðarbúsins ef sú hugsun yrði almennt ofan á um allan heim að borða sem allra mest af heimafengnum mat og flytja sem minnst inn, í þágu loftslagsmarkmiða. Ísland er matarútflutningsland. Árið 2016 fluttu Íslendingar út mat fyrir um 248 milljarða króna. Þar af voru sjávarafurðir fyrir 231 milljarð og búvörur fyrir 17 milljarða. Þetta voru um 46% af heildarvöruútflutningi landsins það árið. Innflutningur á mat- og drykkjarvörum nam hins vegar 57,4 milljörðum króna. Ef öll ríki kæmust að þeirri niðurstöðu að þau ættu að framleiða matinn heima hjá sér og ekki kaupa hann frá útlöndum yrði íslenzka hagkerfið fyrir gífurlegu höggi. Og svo mikið er víst að við myndum aldrei torga sjálf öllum fiskinum sem við veiðum; til þess hefði hver íbúi á Íslandi þurft að borða 1,8 tonn af sjávarafurðum árið 2016.Við lifum á milliríkjaviðskiptum með mat Íslenzka hagkerfið er lítið og fremur einhæft. Lega landsins gerir líka að verkum að við getum ekki framleitt mikið af mat og drykk sem okkur finnst sjálfsagður hluti af fæðuframboðinu, til dæmis nánast allt kornmeti, flesta ávexti, mikið af grænmeti, allt léttvín og þar fram eftir götunum. Ísland hefur öldum saman verið háð utanríkisviðskiptum með þessar vörur og verður það áfram. Það sama á raunar í vaxandi mæli við um vörur sem hægt er að framleiða á Íslandi; við flytjum þær ekki bara inn til að fá meiri fjölbreytni í kæliborð búðanna heldur einfaldlega af því að innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Þannig var um fjórðungur af innanlandsneyzlu á svína- og nautakjöti fluttur inn í fyrra. Sama má segja um ýmsar grænmetistegundir sem eru ræktaðar á Íslandi. Það er góð hugmynd – og í raun bráðnauðsynlegt – að neytendur velti í auknum mæli fyrir sér kolefnisspori vörunnar, sem þeir kaupa. En í fyrsta lagi segir það ekki alla sögu um kolefnissporið, um hversu langan veg sjálf varan hefur verið flutt, heldur þarf líka að skoða uppruna aðfanganna sem þurfti til að framleiða hana. Í öðru lagi verða það áfram brýnir lífshagsmunir Íslendinga að milliríkjaviðskipti með mat séu sem frjálsust og auðveldust; hvort sem það er til að koma fiskinum okkar á erlenda markaði eða uppfylla innlenda eftirspurn með innflutningi á mat. Árangur Íslands í loftslagsmálum getur ekki byggzt á því að hverfa frá milliríkjaviðskiptum með mat – við lifum á þeim. Við getum hins vegar gert margt til að gera flutninga og framleiðsluferla umhverfisvænni. „Ef öll ríki kæmust að þeirri niðurstöðu að þau ættu að framleiða matinn heima hjá sér og ekki kaupa hann frá útlöndum yrði íslenzka hagkerfið fyrir gífurlegu höggi.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Stephensen Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, áttum ágætt spjall um innflutning á ferskum búvörum í Víglínunni á Stöð 2 á dögunum. Sindri ræddi þar líka um innflutning á matvörum almennt, í samhengi við loftslagsmál. „Hollur er heimafenginn baggi. Við verðum bara að hugsa þetta upp á nýtt og reyna að framleiða sem allra mest af mat á Íslandi … Af hverju ættum við ekki að nýta okkur það þegar við getum framleitt mest af þessu sjálf hérna heima næst markaðinum?“ spurði formaður Bændasamtakanna. Það er rétt hjá Sindra að eitt af því sem við sem neytendur þurfum að hafa í huga þegar við ákveðum hvaða vörur við kaupum, er hvert kolefnisspor þeirra sé. Þáttur í því er hvað varan er flutt um langan veg – en það segir þó alls ekki alla söguna. Tökum tvö dæmi.Er það heimafengna augljóslega loftslagsvænt? Annað er framleiðsla íslenzks lambakjöts, sem er vissulega heimafengið og oftast frábær vara, en hefur umtalsverð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda, eins og lesa má í skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands frá árinu 2016. Það er erfitt að setja nákvæma tölu á það, en þó auðvelt að lesa út úr skýrslunni að rýrnun landgæða vegna beitarálags losar bæði gífurlegt magn af gróðurhúsalofttegundum og skerðir getu landsins til að taka upp koltvísýring úr andrúmsloftinu. Þetta hlýtur að þurfa að taka með í reikninginn þegar fólk myndar sér skoðun á kolefnissporinu. Hitt dæmið er af kjúklingakjöti. Blasir ekki við að kolefnisspor innlends kjúklingakjöts sé minna en innflutts? Ekki endilega. Íslenzkir kjúklingabændur ala fuglana nánast eingöngu á innfluttu fóðri, en kjúklingabændur í nágrannalöndunum þurfa iðulega ekki að sækja fóður um langan veg. Til að framleiða kíló af innlendu kjúklingakjöti þarf um tvö kíló af innfluttu fóðri. Með öðrum orðum þarf tvöfalt meiri flutninga til landsins til að framleiða kjúkling innanlands en ef keypt er kjúklingakjöt frá öðrum löndum. Þessi dæmi eru ekki sett fram til að varpa neinni rýrð á ofangreindar búvörur eða framleiðendur þeirra, eingöngu til að sýna fram á að framleiðsluferlar í matvælaiðnaði geta verið flóknir, aðföngin komið víða að og áhrifin á losun gróðurhúsalofttegunda eru margvísleg. Það dugir neytandanum ekki að líta bara á upprunaland vörunnar til að mynda sér skoðun um kolefnissporið. Og að framleiða matinn á Íslandi stuðlar ekkert endilega að lausn loftslagsvandans.Góð hugmynd fyrir matvælaútflutningslandið Ísland? Við getum svo velt því fyrir okkur hvað það myndi þýða fyrir afkomu þjóðarbúsins ef sú hugsun yrði almennt ofan á um allan heim að borða sem allra mest af heimafengnum mat og flytja sem minnst inn, í þágu loftslagsmarkmiða. Ísland er matarútflutningsland. Árið 2016 fluttu Íslendingar út mat fyrir um 248 milljarða króna. Þar af voru sjávarafurðir fyrir 231 milljarð og búvörur fyrir 17 milljarða. Þetta voru um 46% af heildarvöruútflutningi landsins það árið. Innflutningur á mat- og drykkjarvörum nam hins vegar 57,4 milljörðum króna. Ef öll ríki kæmust að þeirri niðurstöðu að þau ættu að framleiða matinn heima hjá sér og ekki kaupa hann frá útlöndum yrði íslenzka hagkerfið fyrir gífurlegu höggi. Og svo mikið er víst að við myndum aldrei torga sjálf öllum fiskinum sem við veiðum; til þess hefði hver íbúi á Íslandi þurft að borða 1,8 tonn af sjávarafurðum árið 2016.Við lifum á milliríkjaviðskiptum með mat Íslenzka hagkerfið er lítið og fremur einhæft. Lega landsins gerir líka að verkum að við getum ekki framleitt mikið af mat og drykk sem okkur finnst sjálfsagður hluti af fæðuframboðinu, til dæmis nánast allt kornmeti, flesta ávexti, mikið af grænmeti, allt léttvín og þar fram eftir götunum. Ísland hefur öldum saman verið háð utanríkisviðskiptum með þessar vörur og verður það áfram. Það sama á raunar í vaxandi mæli við um vörur sem hægt er að framleiða á Íslandi; við flytjum þær ekki bara inn til að fá meiri fjölbreytni í kæliborð búðanna heldur einfaldlega af því að innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Þannig var um fjórðungur af innanlandsneyzlu á svína- og nautakjöti fluttur inn í fyrra. Sama má segja um ýmsar grænmetistegundir sem eru ræktaðar á Íslandi. Það er góð hugmynd – og í raun bráðnauðsynlegt – að neytendur velti í auknum mæli fyrir sér kolefnisspori vörunnar, sem þeir kaupa. En í fyrsta lagi segir það ekki alla sögu um kolefnissporið, um hversu langan veg sjálf varan hefur verið flutt, heldur þarf líka að skoða uppruna aðfanganna sem þurfti til að framleiða hana. Í öðru lagi verða það áfram brýnir lífshagsmunir Íslendinga að milliríkjaviðskipti með mat séu sem frjálsust og auðveldust; hvort sem það er til að koma fiskinum okkar á erlenda markaði eða uppfylla innlenda eftirspurn með innflutningi á mat. Árangur Íslands í loftslagsmálum getur ekki byggzt á því að hverfa frá milliríkjaviðskiptum með mat – við lifum á þeim. Við getum hins vegar gert margt til að gera flutninga og framleiðsluferla umhverfisvænni. „Ef öll ríki kæmust að þeirri niðurstöðu að þau ættu að framleiða matinn heima hjá sér og ekki kaupa hann frá útlöndum yrði íslenzka hagkerfið fyrir gífurlegu höggi.“
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun