Borgin og HR ósammála um braggasamninginn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. október 2018 11:00 Hérna sést frágangurinn í náðhúsinu svokallaða, sem á að vera fundarherbergi HR. Myndin var tekin í gærkvöldi. Vísir Reykjavíkurborg og Háskólinn í Reykjavík eru ósammála um hvort allar byggingar við braggann í Nauthólsvík hafi verið afhentar. Borgin segir framkvæmdum lokið en fulltrúi háskólans segir eina bygginguna enn vera ókláraða og að ekki verði tekið við henni í því ástandi. Framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík voru stöðvaðar þegar hávær umræða um framúrkeyrslu hófst en þá var kostnaður við verkefnið, sem átti upphaflega að vera 158 milljónir, kominn vel yfir fjögur hundruð milljónir króna. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni," sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, í samtali við fréttastofu um miðjan mánuðinn.Um er að ræða þrjár byggingar, braggann sem hýsir nú veitingastað, skemmu sem verður nýsköpunarsetur og síðan það sem er kallað náðhús, sem á að verða fundarherbergi fyrir Háskólann í Reykjavík. Deilan snýr nú að náðhúsinu sem hefur þegar kostað um 46 milljónir króna. Óli Jón Hertervig, skrifstofustjóri á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar borgarinnar, staðfestir að framkvæmdum af hálfu borgarinnar sé lokið og segir Háskólann í Reykjavík hafa tekið húsnæðið í notkun. „Það eru ekki framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar þarna lengur. Reykjavíkurborg hefur fullnægt ákvæðum leigusamnings og HR tekið húsnæðið í notkun. Aðstaðan mun vonandi nýtast stúdentum og starfsfólki HR vel ókomin ár sem félagsaðstaða og nýsköpunarsetur," segir Óli Jón.Náðhúsið svokallaða, sem á að hýsa fundarherbergi HR.Rafmagn ófrágengið Af skriflegum svörum Háskólans í Reykjavík má hins vegar ráða að þeir telji samning um húsnæðið ekki hafa verið uppfylltan. Hið svokallaða náðhús hafi ekki verið tekið í notkun, enda sé framkvæmdum ekki lokið. „Samkvæmt okkar upplýsingum á eftir að klæða veggi að innan, flota gólf og ganga frá rafmagni en sem leigutaki miðum við við að fá húsið tilbúið fyrir lausar innréttingar," segir í svörum háskólans. Þá segir að leiguverð fyrir allar byggingar hafi ekki verið ákveðið en að það muni fara eftir því hvort byggingar verði afhentar tilbúnar. Háskólinn segist þó til í viðræður við borgina um að klára framkvæmdirnar, en að engin slík tillaga hafi komið frá borginni. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Óli Jón að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hefði átt að gera borgarráði skýrari grein fyrir stöðu framkvæmda og kostnaði. Það sé á þeirra ábyrgð. Segist hann hafa farið yfir þessi mál með borgarstjóra. Braggamálið Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Reykjavíkurborg og Háskólinn í Reykjavík eru ósammála um hvort allar byggingar við braggann í Nauthólsvík hafi verið afhentar. Borgin segir framkvæmdum lokið en fulltrúi háskólans segir eina bygginguna enn vera ókláraða og að ekki verði tekið við henni í því ástandi. Framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík voru stöðvaðar þegar hávær umræða um framúrkeyrslu hófst en þá var kostnaður við verkefnið, sem átti upphaflega að vera 158 milljónir, kominn vel yfir fjögur hundruð milljónir króna. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni," sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, í samtali við fréttastofu um miðjan mánuðinn.Um er að ræða þrjár byggingar, braggann sem hýsir nú veitingastað, skemmu sem verður nýsköpunarsetur og síðan það sem er kallað náðhús, sem á að verða fundarherbergi fyrir Háskólann í Reykjavík. Deilan snýr nú að náðhúsinu sem hefur þegar kostað um 46 milljónir króna. Óli Jón Hertervig, skrifstofustjóri á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar borgarinnar, staðfestir að framkvæmdum af hálfu borgarinnar sé lokið og segir Háskólann í Reykjavík hafa tekið húsnæðið í notkun. „Það eru ekki framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar þarna lengur. Reykjavíkurborg hefur fullnægt ákvæðum leigusamnings og HR tekið húsnæðið í notkun. Aðstaðan mun vonandi nýtast stúdentum og starfsfólki HR vel ókomin ár sem félagsaðstaða og nýsköpunarsetur," segir Óli Jón.Náðhúsið svokallaða, sem á að hýsa fundarherbergi HR.Rafmagn ófrágengið Af skriflegum svörum Háskólans í Reykjavík má hins vegar ráða að þeir telji samning um húsnæðið ekki hafa verið uppfylltan. Hið svokallaða náðhús hafi ekki verið tekið í notkun, enda sé framkvæmdum ekki lokið. „Samkvæmt okkar upplýsingum á eftir að klæða veggi að innan, flota gólf og ganga frá rafmagni en sem leigutaki miðum við við að fá húsið tilbúið fyrir lausar innréttingar," segir í svörum háskólans. Þá segir að leiguverð fyrir allar byggingar hafi ekki verið ákveðið en að það muni fara eftir því hvort byggingar verði afhentar tilbúnar. Háskólinn segist þó til í viðræður við borgina um að klára framkvæmdirnar, en að engin slík tillaga hafi komið frá borginni. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Óli Jón að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hefði átt að gera borgarráði skýrari grein fyrir stöðu framkvæmda og kostnaði. Það sé á þeirra ábyrgð. Segist hann hafa farið yfir þessi mál með borgarstjóra.
Braggamálið Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira