Innlent

Mætti vopnaður til dyra eftir að kvartað var undan hávaða

Gissur Sigurðsson skrifar
Töluvert var um að vera hjá lögreglunni á Akureyri í gærkvöldi og í nótt.
Töluvert var um að vera hjá lögreglunni á Akureyri í gærkvöldi og í nótt. Vísir
Húsráðandi mætti til dyra vopnaður hnífi og hafði í hótunum, þegar nágranni hans í fjölbýlishúsi á Akureyri bankaði upp á hjá honum í nótt og bað hann að draga úr hávaða frá íbúðinni svo aðrir íbúar hússins hefðu svefnfrið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Norðurlandi eystra. Nágrannanum tókst að afvopna hann og yfirbuga uns lögregla kom á vettvang og fjarlægði húsráðandann, sem var í annarlegu ástandi.

Til harðra átaka kom milli tveggja manna, sem voru saman í bíl á Akureyri í nótt og tóku þeir ekki eftir því að bíllinn fór að renna afturábak niður bratta brekku uns hann stöðvaðist á umferðarskilti. Lögregla telur mildi að ekki fór verr miðað við aðstæður. Ekki er vitað um deiluefni mannanna, en báðir voru als gáðir.

Þrjú önnur umferðaróhöpp urðu á Akureyri í gærkvöldi og í nótt, en engin slasaðist í þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×