Stíflugarðar á við 10 og 12 hæða blokkir Rósbjörg Jónsdóttir skrifar 24. október 2018 08:00 Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, vakti athygli á því í grein á visir.is á dögunum að Náttúrufræðistofnun Íslands hefði lagt til friðlýsingu stórra svæða á norðanverðum Vestfjörðum í nágrenni við Drangajökul. Þetta er góð ábending sem ber að þakka Birnu fyrir. Mikilvægt er að sem flestir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi ef áform um Hvalárvirkjun á þessu svæði ná fram að ganga. Samkvæmt mati Skipulagsstofnunar verða áhrif Hvalárvirkjunar á landslag og víðerni verulega neikvæð. Framkvæmdirnar eiga að ná til eyðibyggða og hluta af víðáttumiklum óbyggðum fyrir vestan. Gert er ráð fyrir að reisa fimm stíflur, mynda fjögur lón, grafa skurði og göng, reisa stöðvarhús og leggja vegi. Þessu fylgir svo stórfelld efnistaka og flutningur á jarðvegi. Þetta eru sem sagt gríðarlegar framkvæmdir. Meðal annars á að reisa stíflugarða sem verða á hæð við tíu og tólf hæða blokkir á heiði þar sem náttúran ræður nú ein ríkjum. Þannig yrði stór hluti Eyvindsfjarðarheiðar að risastóru uppistöðulóni sem myndi drekkja fjölmörgum stöðuvötnum og þurrka upp tugi fossa, þar á meðal Drynjanda sem er eitt stórbrotnasta vatnsfall Íslands. Eðlilega var mat Skipulagsstofnunar á þessum framkvæmdum neikvætt. Það þarf mikla forherðingu til þess að ganga fram gagnvart náttúrunni með þessum hætti. Birna lýsir í grein sinni áhyggjum yfir leikreglum lýðræðisins og nefnir rammaáætlun í því samhengi. Annaðhvort er Birna viljandi að reyna að afvegaleiða umræðuna eða veit ekki betur því þær leikreglur sem gilda um orkunýtingu á Íslandi eru nokkuð skýrar. Fyrir Birnu (og aðra sem eru ekki með þetta á hreinu) er rétt að rifja enn og aftur upp að þó landsvæði sé í nýtingarflokki rammaáætlunar þýðir það ekki að þar með sé komið framkvæmdaleyfi. Lögin gera sjónarmiðum umhverfisverndar hátt undir höfði á öllum stigum og engin ákvörðun um nýtingu felst í röðun svæðis í nýtingarflokk. Það er hins vegar hárrétt hjá Birnu að mikilvægt er að fylgja leikreglum lýðræðisins. Um það snýst einmitt barátta Landverndar, að lögum og reglum sem gilda um orkunýtingu og náttúruvernd verði fylgt á öllum stigum og náttúrunnar gætt fyrir komandi kynslóðir. Í því samhengi má meðal annars hafa í huga að stöðuvötn og tjarnir í ákveðinni stærð ásamt fossum og nánasta umhverfi þeirra njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. grein náttúruverndarlaga. Áform um Hvalárvirkjun fara í bága við þau lög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, vakti athygli á því í grein á visir.is á dögunum að Náttúrufræðistofnun Íslands hefði lagt til friðlýsingu stórra svæða á norðanverðum Vestfjörðum í nágrenni við Drangajökul. Þetta er góð ábending sem ber að þakka Birnu fyrir. Mikilvægt er að sem flestir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi ef áform um Hvalárvirkjun á þessu svæði ná fram að ganga. Samkvæmt mati Skipulagsstofnunar verða áhrif Hvalárvirkjunar á landslag og víðerni verulega neikvæð. Framkvæmdirnar eiga að ná til eyðibyggða og hluta af víðáttumiklum óbyggðum fyrir vestan. Gert er ráð fyrir að reisa fimm stíflur, mynda fjögur lón, grafa skurði og göng, reisa stöðvarhús og leggja vegi. Þessu fylgir svo stórfelld efnistaka og flutningur á jarðvegi. Þetta eru sem sagt gríðarlegar framkvæmdir. Meðal annars á að reisa stíflugarða sem verða á hæð við tíu og tólf hæða blokkir á heiði þar sem náttúran ræður nú ein ríkjum. Þannig yrði stór hluti Eyvindsfjarðarheiðar að risastóru uppistöðulóni sem myndi drekkja fjölmörgum stöðuvötnum og þurrka upp tugi fossa, þar á meðal Drynjanda sem er eitt stórbrotnasta vatnsfall Íslands. Eðlilega var mat Skipulagsstofnunar á þessum framkvæmdum neikvætt. Það þarf mikla forherðingu til þess að ganga fram gagnvart náttúrunni með þessum hætti. Birna lýsir í grein sinni áhyggjum yfir leikreglum lýðræðisins og nefnir rammaáætlun í því samhengi. Annaðhvort er Birna viljandi að reyna að afvegaleiða umræðuna eða veit ekki betur því þær leikreglur sem gilda um orkunýtingu á Íslandi eru nokkuð skýrar. Fyrir Birnu (og aðra sem eru ekki með þetta á hreinu) er rétt að rifja enn og aftur upp að þó landsvæði sé í nýtingarflokki rammaáætlunar þýðir það ekki að þar með sé komið framkvæmdaleyfi. Lögin gera sjónarmiðum umhverfisverndar hátt undir höfði á öllum stigum og engin ákvörðun um nýtingu felst í röðun svæðis í nýtingarflokk. Það er hins vegar hárrétt hjá Birnu að mikilvægt er að fylgja leikreglum lýðræðisins. Um það snýst einmitt barátta Landverndar, að lögum og reglum sem gilda um orkunýtingu og náttúruvernd verði fylgt á öllum stigum og náttúrunnar gætt fyrir komandi kynslóðir. Í því samhengi má meðal annars hafa í huga að stöðuvötn og tjarnir í ákveðinni stærð ásamt fossum og nánasta umhverfi þeirra njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. grein náttúruverndarlaga. Áform um Hvalárvirkjun fara í bága við þau lög.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun