Virkum fjárfestum fækkar Ragnar Dyer skrifar 24. október 2018 08:00 Dagleg meðalvelta á verðbréfamarkaði hefur dregist saman um nærri 30% frá 2013. Helsta ástæðan framan af var minnkandi velta á skuldabréfamarkaði, en leiðrétt fyrir vísitölu neysluverðs hafa skuldabréfaviðskipti það sem af er ári ekki verið jafn lítil síðan 2000. Ef skoðaðar eru tölur frá 2017 og það sem af er 2018, hvort heldur sem er í hlutabréfum eða skuldabréfum, er samdrátturinn um 20% milli ára. Líta má svo á að dagleg meðalvelta skráðra verðbréfa á Íslandi sé einn mælikvarði á viðskiptavilja markaðsaðila. Fleiri viðskipti, og þar með aukin velta, gefa til kynna fjölbreyttari skoðanaskipti markaðsaðila, og er auk þess einn mælikvarði á seljanleika. Markaðsverð endurspeglar því undirliggjandi áhættu betur ef veltan er meiri. Eina árið frá 2013 þar sem veltan jókst á milli ára í báðum verðbréfaflokkum var 2015, eða um 30%. Nýfjárfesting erlendra aðila í verðbréfum var kraftmikil það ár, en erlend nýfjárfesting nam um 60 milljörðum, um 90% af þeirri upphæð fór í skuldabréf. Heildarupphæð nýfjárfestingar minnkaði í 40 milljarða árið eftir, en þá fór að bera meira á hlutabréfafjárfestingum. Sama ár var tilkynnt um innflæðishöft á fjármagn sem áður hafði leitað á skuldabréfamarkaðinn. Á fyrstu 8 mánuðum þessa árs leituðu aðeins 100 milljónir af erlendu innflæði inn á skuldabréfamarkaðinn, á sama tíma komu um 11 milljarðar inn á hlutabréfamarkaðinn. Ljóst er að verulega hefur hægt á erlendu innflæði inn á verðbréfamarkað. Það er varla tilviljun að samdráttur í erlendu innflæði hafi farið saman með minnkandi veltu. Erlendar rannsóknir benda til þess að velta sé meiri á mörkuðum með erlent innflæði. Það kann að skýrast af því að eðli erlendra fjárfesta er annað en innlendra. Stærstu fjárfestarnir hér á landi eru lífeyrissjóðir sem hreyfa sig mun sjaldnar en aðrir þegar kemur að fjárfestingarákvörðunum. Þá hafa sjóðirnir einbeitt sér í auknum mæli síðastu misseri að erlendum fjárfestingum og sjóðsfélagalánum, sem dregur úr fjármagni sem leitar á íslenskan verðbréfamarkað. Samhliða hafa innlendir verðbréfa- og fjárfestingasjóðir farið minnkandi. Þetta hefur haft þau áhrif að velta innlendra stofnanafjárfesta hefur minnkað. Hlutfall erlendra fjárfesta á hlutabréfamarkaði er tæplega 19% um þessar mundir, en hlutfallið var rúmlega 25% árið 2017 eftir ágætis aukningu milli ára. Fór það hæst árið 2007 þegar hlutfallið var tæplega 39%, ekki ósvipað og á Norðurlöndunum í dag. Minnkandi hlutfall erlendra fjárfesta hefur þannig dregið úr hlutfalli virkra fjárfesta á markaðnum, samhliða því sem stórir innlendir fjárfestir hafa dregið úr viðskiptum sínum. Þá hefur hlutabréfaeign almennings lítið breyst frá 2010, þegar hlutfallið minnkaði í 4,5%, en meiri virkni fylgir oft á tíðum minni fjárfestum. Hlutfallið var rúmlega 13% að meðaltali 2002-2007. Minni velta á hlutabréfamörkuðum getur þó einnig verið birtingarmynd þess að dregið hafi úr áhuga fjárfesta sökum lélegrar ávöxtunar. Uppgjör þó nokkurra fyrirtækja hafa valdið vonbrigðum að undanförnu auk þess sem stærð hlutabréfamarkaðarins og fjöldi skráðra fyrirtækja er umhugsunarefni. Margir fjárfestar treysta sér aðeins til að eiga ákveðið hlutfall í hverju fyrirtæki sökum áhættu. Því er fyrir öllu að fá fjölbreyttari fjárfestaflóru inn á íslenskan verðbréfamarkað. Fjölga þarf virkum fjárfestum ef tryggja á eðlilega verðmyndun á fjármálamörkuðum hér á landi. Víða erlendis er litið á aðkomu erlendra fjárfesta sem styrkleikamerki – til marks um traust þeirra á hagkerfinu. Auk þess fylgir slíkum fjárfestum agi, þar sem erlendir sjóðir starfa oftast nær eftir ströngum fjárfestingaskilyrðum. Þannig getur aðkoma þeirra stutt við framþróun fjármálakerfisins hér á landi. Að sama skapi þarf að leita leiða til virkja betur innlenda fjárfesta. Banka- og fjármálakerfið þarf að koma betur til móts við einstaka fjárfesta með lausnum sem henta nýjum fjárfestingarveruleika. Nánar verður fjallað um slíkar lausnir í næstu greinum á vegum Kviku og Júpíter. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Dagleg meðalvelta á verðbréfamarkaði hefur dregist saman um nærri 30% frá 2013. Helsta ástæðan framan af var minnkandi velta á skuldabréfamarkaði, en leiðrétt fyrir vísitölu neysluverðs hafa skuldabréfaviðskipti það sem af er ári ekki verið jafn lítil síðan 2000. Ef skoðaðar eru tölur frá 2017 og það sem af er 2018, hvort heldur sem er í hlutabréfum eða skuldabréfum, er samdrátturinn um 20% milli ára. Líta má svo á að dagleg meðalvelta skráðra verðbréfa á Íslandi sé einn mælikvarði á viðskiptavilja markaðsaðila. Fleiri viðskipti, og þar með aukin velta, gefa til kynna fjölbreyttari skoðanaskipti markaðsaðila, og er auk þess einn mælikvarði á seljanleika. Markaðsverð endurspeglar því undirliggjandi áhættu betur ef veltan er meiri. Eina árið frá 2013 þar sem veltan jókst á milli ára í báðum verðbréfaflokkum var 2015, eða um 30%. Nýfjárfesting erlendra aðila í verðbréfum var kraftmikil það ár, en erlend nýfjárfesting nam um 60 milljörðum, um 90% af þeirri upphæð fór í skuldabréf. Heildarupphæð nýfjárfestingar minnkaði í 40 milljarða árið eftir, en þá fór að bera meira á hlutabréfafjárfestingum. Sama ár var tilkynnt um innflæðishöft á fjármagn sem áður hafði leitað á skuldabréfamarkaðinn. Á fyrstu 8 mánuðum þessa árs leituðu aðeins 100 milljónir af erlendu innflæði inn á skuldabréfamarkaðinn, á sama tíma komu um 11 milljarðar inn á hlutabréfamarkaðinn. Ljóst er að verulega hefur hægt á erlendu innflæði inn á verðbréfamarkað. Það er varla tilviljun að samdráttur í erlendu innflæði hafi farið saman með minnkandi veltu. Erlendar rannsóknir benda til þess að velta sé meiri á mörkuðum með erlent innflæði. Það kann að skýrast af því að eðli erlendra fjárfesta er annað en innlendra. Stærstu fjárfestarnir hér á landi eru lífeyrissjóðir sem hreyfa sig mun sjaldnar en aðrir þegar kemur að fjárfestingarákvörðunum. Þá hafa sjóðirnir einbeitt sér í auknum mæli síðastu misseri að erlendum fjárfestingum og sjóðsfélagalánum, sem dregur úr fjármagni sem leitar á íslenskan verðbréfamarkað. Samhliða hafa innlendir verðbréfa- og fjárfestingasjóðir farið minnkandi. Þetta hefur haft þau áhrif að velta innlendra stofnanafjárfesta hefur minnkað. Hlutfall erlendra fjárfesta á hlutabréfamarkaði er tæplega 19% um þessar mundir, en hlutfallið var rúmlega 25% árið 2017 eftir ágætis aukningu milli ára. Fór það hæst árið 2007 þegar hlutfallið var tæplega 39%, ekki ósvipað og á Norðurlöndunum í dag. Minnkandi hlutfall erlendra fjárfesta hefur þannig dregið úr hlutfalli virkra fjárfesta á markaðnum, samhliða því sem stórir innlendir fjárfestir hafa dregið úr viðskiptum sínum. Þá hefur hlutabréfaeign almennings lítið breyst frá 2010, þegar hlutfallið minnkaði í 4,5%, en meiri virkni fylgir oft á tíðum minni fjárfestum. Hlutfallið var rúmlega 13% að meðaltali 2002-2007. Minni velta á hlutabréfamörkuðum getur þó einnig verið birtingarmynd þess að dregið hafi úr áhuga fjárfesta sökum lélegrar ávöxtunar. Uppgjör þó nokkurra fyrirtækja hafa valdið vonbrigðum að undanförnu auk þess sem stærð hlutabréfamarkaðarins og fjöldi skráðra fyrirtækja er umhugsunarefni. Margir fjárfestar treysta sér aðeins til að eiga ákveðið hlutfall í hverju fyrirtæki sökum áhættu. Því er fyrir öllu að fá fjölbreyttari fjárfestaflóru inn á íslenskan verðbréfamarkað. Fjölga þarf virkum fjárfestum ef tryggja á eðlilega verðmyndun á fjármálamörkuðum hér á landi. Víða erlendis er litið á aðkomu erlendra fjárfesta sem styrkleikamerki – til marks um traust þeirra á hagkerfinu. Auk þess fylgir slíkum fjárfestum agi, þar sem erlendir sjóðir starfa oftast nær eftir ströngum fjárfestingaskilyrðum. Þannig getur aðkoma þeirra stutt við framþróun fjármálakerfisins hér á landi. Að sama skapi þarf að leita leiða til virkja betur innlenda fjárfesta. Banka- og fjármálakerfið þarf að koma betur til móts við einstaka fjárfesta með lausnum sem henta nýjum fjárfestingarveruleika. Nánar verður fjallað um slíkar lausnir í næstu greinum á vegum Kviku og Júpíter.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun