Stjórnendur Facebook-hópsins umdeilda leggja til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 09:56 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og stjórnendur Facebook-hópsins,Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Mynd/Samsett Stjórnendur Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað „öruggt svæði er.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sóley Tómasdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir sendu á fjölmiðla í dag. Maðurinn sem vísað er til í yfirlýsingunni er lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson. Hann skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði að honum blöskraði umfjöllunin um sig, þar sem hann væri meðal annars kallaður „viðbjóður“, „ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér“. Fjölmiðlakonan Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, tók í sama streng og þá sagðist Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, hafa orðið afar stuðuð er hún las þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar. Í hópnum eru um tíu þúsund meðlimir og í yfirlýsingu stjórnenda hópsins segr að tilgangur hans sé að vera „lifandi vettvangur fyrir konur til að fá útrás í heimi þar sem karllæg gildi eru metin ofar kvenlægum.“ Þar sé gert góðlátlegt grín að fréttamati fjölmiðla sem hafi framlag kvenna til samfélagsins sjaldnast til umfjöllunar á meðan „hver karlahópurinn á fætur öðrum er mærður fyrir skóflustungur og boltaspark.“Hópurinn Karlar gera merkilega hluti telur rúmlega 9400 meðlimi á Facebook.Vilja ekki rökræða við Jón Steinar Í yfirlýsingunni eru eðli þeirra ummæla sem Jón Steinar tíndi til og farið hafa fyrir brjóstið á sumum útskýrð og sett í samhengi. „Í umfjöllun um hópinn undanfarna daga hafa verið tínd til ummæli sem sum hver hafa verið óviðeigandi. Þó skal tekið fram að flest þeirra eru látin falla vegna viðtals þar sem þekktur verjandi kynferðisafbrotamanna ætlaðist til þess að þolendur fyrirgæfu gerendum sínum. Í viðtalinu kom Jón Steinar Róbert Downey til varnar, en hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum fyrir tíu árum,“ segir í yfirlýsingunni. „Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal og fyrirgefa konunum sem tala um hann á internetinu frekar en að hringja í þær og skrifa um þær greinar í blöðin,“ segir ennfremur. Þá segjast þær ekki hafa áhuga á því að setjast niður með Jóni Steinari en í grein hans sagðist hann hafa reynt að hringja í sumar þær konur sem létu þau ummæli falla sem hann fjallaði um í grein sinni. Segja þær jafnframt að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur. „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er.“ Ætla stjórnendur hópsins einnig að leggja sig fram við að stýra hópnum og gæta þess að umræða þar haldi sig innan siðferðismarka, þó vissulega geti einstök umræða og ummæli farið fram hjá stjórnendum hópsins. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. 19. október 2018 13:45 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Stjórnendur Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað „öruggt svæði er.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sóley Tómasdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir sendu á fjölmiðla í dag. Maðurinn sem vísað er til í yfirlýsingunni er lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson. Hann skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði að honum blöskraði umfjöllunin um sig, þar sem hann væri meðal annars kallaður „viðbjóður“, „ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér“. Fjölmiðlakonan Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, tók í sama streng og þá sagðist Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, hafa orðið afar stuðuð er hún las þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar. Í hópnum eru um tíu þúsund meðlimir og í yfirlýsingu stjórnenda hópsins segr að tilgangur hans sé að vera „lifandi vettvangur fyrir konur til að fá útrás í heimi þar sem karllæg gildi eru metin ofar kvenlægum.“ Þar sé gert góðlátlegt grín að fréttamati fjölmiðla sem hafi framlag kvenna til samfélagsins sjaldnast til umfjöllunar á meðan „hver karlahópurinn á fætur öðrum er mærður fyrir skóflustungur og boltaspark.“Hópurinn Karlar gera merkilega hluti telur rúmlega 9400 meðlimi á Facebook.Vilja ekki rökræða við Jón Steinar Í yfirlýsingunni eru eðli þeirra ummæla sem Jón Steinar tíndi til og farið hafa fyrir brjóstið á sumum útskýrð og sett í samhengi. „Í umfjöllun um hópinn undanfarna daga hafa verið tínd til ummæli sem sum hver hafa verið óviðeigandi. Þó skal tekið fram að flest þeirra eru látin falla vegna viðtals þar sem þekktur verjandi kynferðisafbrotamanna ætlaðist til þess að þolendur fyrirgæfu gerendum sínum. Í viðtalinu kom Jón Steinar Róbert Downey til varnar, en hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum fyrir tíu árum,“ segir í yfirlýsingunni. „Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal og fyrirgefa konunum sem tala um hann á internetinu frekar en að hringja í þær og skrifa um þær greinar í blöðin,“ segir ennfremur. Þá segjast þær ekki hafa áhuga á því að setjast niður með Jóni Steinari en í grein hans sagðist hann hafa reynt að hringja í sumar þær konur sem létu þau ummæli falla sem hann fjallaði um í grein sinni. Segja þær jafnframt að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur. „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er.“ Ætla stjórnendur hópsins einnig að leggja sig fram við að stýra hópnum og gæta þess að umræða þar haldi sig innan siðferðismarka, þó vissulega geti einstök umræða og ummæli farið fram hjá stjórnendum hópsins.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. 19. október 2018 13:45 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. 19. október 2018 13:45
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15