Innlent

Þessi verkefni urðu fyrir valinu í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavík

Atli Ísleifsson skrifar
Kosningarnar stóðu yfir á vefnum Hverfið mitt dagana 17. til 30. október.
Kosningarnar stóðu yfir á vefnum Hverfið mitt dagana 17. til 30. október. Mynd/Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg hefur birt lista  yfir þau verkefni sem urðu fyrir valinu í kosningum verkefnisins Hverfið mitt.

Kosningaþátttakan var 12,5 prósent að þessu sinni og hefur ekki áður verið meiri. Þannig var kosningaþátttaka árið 2017 var 10,9 prósent og þar áður 9,4 prósent. Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar í Reykjavík fimmtán ára og eldri og voru rúmlega 104 þúsund íbúar á kjörskrá.

Kosningarnar stóðu yfir á vefnum Hverfið mitt dagana 17. – 30. október en um er að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og sjálfseignarstofnunarinnar Íbúar ses.

Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og voru 450 milljónir til ráðstöfunar. Íbúar kusu í ár 88 verkefni til framkvæmda á næsta ári sem sjá má að neðan. 

Árbær – valin verkefni:

  • Bæta umhverfi grenndarstöðva
  • Endurbæta ævintýrasvæði í Elliðaárdal
  • Endurbæta göngustíg og umhverfi við Bæjarbraut
  • Gera Stínuskóg fjölskylduvænni
  • Starfrækja skólagarða í hverfinu
  • Fjölnota hreysti- og klifursvæði
  • Göngu- og hjólaleið milli Selásskóla og Árbæjarlaugar
  • Gróðursetning fyrir neðan Vorsabæ og Hlaðbæ
Breiðholt – valin verkefni:

  • Bæta umhverfi grenndarstöðva
  • Fjölnota hreysti- og klifursvæði
  • Framhald á göngustíg við Skógarsel
  • Malbika hluta göngustígs frá Engjaseli að Seljaskógum
  • Mislæg körfuboltakarfa við Breiðholtsskóla
  • Mála yfir veggjakrot og breyta því í abstrakt myndir
  • Hjóla/kerrustíg frá Álfabakka að Brúnastekk
  • Bæta göngustígana á útivistarsvæðinu á Selhrygg
  • Endurgera sparkvöll við Engjasel
  • Fótboltapönnur á völdum stöðum í Breiðholti
  • Leikkastalann til baka á skólalóð Ölduselsskóla
  • Gróðursetja ávaxtatré og berjarunna
  • Setja upp hjólabraut á völdum stað í Breiðholti
  • Betrumbætur á göngu- og hjólaleiðinni yfir Grænastekk
  • Vatnspóstur í Elliðaárdal
  • Körfuboltavöllur við Dverga- og Blöndubakka
Grafarholt og Úlfarsárdalur – valin verkefni:

  • Minigolfvöllur
  • Fjölnota hreysti- og klifursvæði
  • Fleiri ruslatunnur við göngustíga
  • Meira skjól og gróður
  • Lýsing á göngustíg við Ingunnarskóla
  • Gróðursetning í Úlfarsárdal
Grafarvogur – valin verkefni:

  • Fleiri ruslafötur í Grafarvog
  • Rafræn vöktun
  • Þurrgufubað í Grafarvogslaug
  • Gönguþverun yfir Hallsveg milli Rima- og Foldahverfis
  • Líkamsræktartæki við Grafarvog
  • Hundagerði í Grafarvogi
Háaleiti og Bústaðir – valin verkefni:

  • Fjölga ruslatunnum í hverfinu
  • Fjölnota hreysti- og klifursvæði
  • Skapandi leiksvæði í Grundargerðisgarð
  • Lagfæra göngustíg við Ljósaland
  • Heilsuefling meðfram hitaveitustokknum
  • Útiæfingaráhöld og vatnspóst við Víkingsheimilið
  • Hjólabraut í hverfinu
  • Endurnýja teiga á frisbígolfvellinum í Fossvogi
Hlíðar – valin verkefni:

  • Hjólarennur í undirgöng undir Miklubraut
  • Gangstétt/hjólastígur meðfram Klambratúni
  • Bæta umgjörð grenndargáma við Klambratún
  • Laga göngustíg frá Bólstaðarhlíð að Kjarvalsstöðum
  • Fjölnota hreysti- og klifursvæði
  • Sparkvöllur á Klambratúni
  • Umferðarspegill við Miklubraut
  • Nýtt torg við Einholt/Skipholt
Kjalarnes – valin verkefni:

  • Aparóla á leiksvæðið
  • Þurrgufubað við Klébergslaug
  • Setja upp hundagerði
  • Kaldur pottur í Klébergslaug
Laugardalur – valin verkefni:

  • Betri ruslaílát og sorphirða
  • Matarmarkaður í Laugardal
  • Ruslatunnur sem bjóða upp á flokkun á rusli
  • Laga grasið við gönguljósin yfir Sundlaugaveg
  • Fjölnota hreysti- og klifursvæði
  • Fleiri grenndarstöðvar í hverfinu
  • Bæta útiaðstöðu við Álfheimakjarnann
  • Endurnýja vatnspóstana í Laugardal
  • Bekkur við Sólheimabrekku
Miðborg – valin verkefni:

  • Skautasvell á tjörnina
  • "Frumskógur" fyrir börn á leiksvæði í miðbænum
  • Grænn reitur á Grettisgötu - Vin í miðbænum
  • Grænn mosaveggur sem dregur í sig mengun
  • Skipta út ruslatunnum
  • Endurnýja Einarsgarð
  • Endurnýja göngustíga í Hljómskálagarði
  • Körfuboltakörfur í miðbæinn
  • Vegglistaverk á Spennistöðina
Vesturbær – valin verkefni:

  • Gönguþverun við verslunarhverfi á Granda
  • Fjölnota hreysti- og klifursvæði
  • Strætóskýli við Melaskóla
  • Tennisvöllur við íþróttahús Hagaskóla
  • Gönguþverun yfir Hofsvallagötu við Reynimel
  • Hundagerði við Vesturbæjarlaug
  • Grenndargáma í Vesturbæinn vestan Tjarnar
  • Gönguþverun við Ægisborg
  • Bæta gatnamót Framnesvegs og Vesturgötu
  • Leiktæki á Hringbrautarróló
  • Endurtyrfa sparkvöllinn við Skeljagranda
  • Leggja göngustíg að strætóskýli við Suðurgötu
  • Setja upp hjólabraut við Grandaskóla
  • Púttvöll á grasið við spennistöðina



Fleiri fréttir

Sjá meira


×