Theresa May og Katrín Jakobsdóttir funduðu Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2018 21:24 Þing Norðurlandaráðs var sett í Osló í Noregi í dag. Theresa May forsætisráðherra Bretlands sótti fundinn og átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fund með henni síðdegis. Theresa May sækir þing Norðurlandaráðs á miklum óvissutímum í Bretlandi en eftir aðeins fimm mánuði eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu. Enn er enginn útgöngusamningur í sjónmáli en Bretar leggja mikla áherslu á að undirbúa vel samskipti við aðrar þjóðir fyrir útgönguna, ekki síst við Norðurlöndin. May minntist sérstaklega á samskiptin við Ísland í ávarpi sínu á þinginu í dag. „Á hverju ári ferðast 320 þúsund Bretar til Íslands. Það er tala sem er ekki fjarri heildaríbúafjölda landsins.“ Síðdegis í dag átti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tvíhliða fund með breska forsætisráðherranum þar sem þær ræddu sameiginlega hagsmuni þjóðanna.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á þingi Norðurlandaráðs í dag.Vísir/Stöð 2„Við ræddum að sjálfsögðu Brexit og það sem kom í fyrsta lagi fram sem er mjög mikið fagnaðarefni, það var skýr vilji beggja ríkja til þess að tryggja réttindi bæði Íslendinga á Bretlandseyjum og Breta á Íslandi, það er að segja réttindi þeirra verða áfram þau sömu þrátt fyrir Brexit þannig að þessi skýri vilji birtist. Það verður unnið að einhvers konar samningi milli landanna um það og það er auðvitað stórmál en það liggur fyrir að Bretland er auðvitað mikilvægur aðili fyrir okkur til að mynda þegar kemur að viðskiptum hvað varðar út-og innflutning og það skiptir auðvitað máli að við þurfum að setjast niður með Bretum. Við höfum verið að undirbúa okkur fyrir það á vettvangi stjórnvalda, það er búið að vinna mikla undirbúningsvinnu þannig að við ættum að vera algjörlega tilbúin þegar að þessu kemur,“ segir Katrín. Brexit Tengdar fréttir May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45 Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs var sett í Osló í Noregi í dag. Theresa May forsætisráðherra Bretlands sótti fundinn og átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fund með henni síðdegis. Theresa May sækir þing Norðurlandaráðs á miklum óvissutímum í Bretlandi en eftir aðeins fimm mánuði eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu. Enn er enginn útgöngusamningur í sjónmáli en Bretar leggja mikla áherslu á að undirbúa vel samskipti við aðrar þjóðir fyrir útgönguna, ekki síst við Norðurlöndin. May minntist sérstaklega á samskiptin við Ísland í ávarpi sínu á þinginu í dag. „Á hverju ári ferðast 320 þúsund Bretar til Íslands. Það er tala sem er ekki fjarri heildaríbúafjölda landsins.“ Síðdegis í dag átti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tvíhliða fund með breska forsætisráðherranum þar sem þær ræddu sameiginlega hagsmuni þjóðanna.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á þingi Norðurlandaráðs í dag.Vísir/Stöð 2„Við ræddum að sjálfsögðu Brexit og það sem kom í fyrsta lagi fram sem er mjög mikið fagnaðarefni, það var skýr vilji beggja ríkja til þess að tryggja réttindi bæði Íslendinga á Bretlandseyjum og Breta á Íslandi, það er að segja réttindi þeirra verða áfram þau sömu þrátt fyrir Brexit þannig að þessi skýri vilji birtist. Það verður unnið að einhvers konar samningi milli landanna um það og það er auðvitað stórmál en það liggur fyrir að Bretland er auðvitað mikilvægur aðili fyrir okkur til að mynda þegar kemur að viðskiptum hvað varðar út-og innflutning og það skiptir auðvitað máli að við þurfum að setjast niður með Bretum. Við höfum verið að undirbúa okkur fyrir það á vettvangi stjórnvalda, það er búið að vinna mikla undirbúningsvinnu þannig að við ættum að vera algjörlega tilbúin þegar að þessu kemur,“ segir Katrín.
Brexit Tengdar fréttir May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45 Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45
Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05