Eigandi Wake Up Reykjavík segir ásakanir um áfengisneyslu undir stýri algjöran misskilning Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 00:02 Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson reka saman tvö fyrirtæki. Daníel Andri Pétursson, annar eigenda ferðaskrifstofunnar Wake Up Reykjavík, segir það algjöran misskilning að hann hafi orðið uppvís að neyslu áfengis undir stýri í myndbandi sem farið hefur í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag. Egill Halldórsson, meðeigandi Daníels, birti myndbandið fyrst á Instagram í dag. Því var síðar eytt en ótengdur aðili endurbirti það skömmu síðar á Twitter. Í myndbandinu sjást Egill og Daníel í bíl ásamt starfsmönnum fyrirtækisins. Egill beinir myndavélinni að Daníel, sem ekur bílnum, og sést hann þar halda á bjórdós í annarri hendi. Twitter-færsluna og myndbandið má sjá hér að neðan.hey já ógeðslega töff að vera með áfengi undir stýri pic.twitter.com/5RivZSGMnN— Hjördís Brynjars (@HjordisBrynjars) November 8, 2018 Í kjölfarið var Daníel sakaður um að hafa neytt áfengis undir stýri. Sjálfur þvertekur Daníel fyrir slíkar ásakanir og segir þær byggðar á algjörum misskilningi. Hann hafi ekki neytt áfengis í dag, heldur aðeins haldið á bjórnum fyrir Egil í nokkrar sekúndur á meðan sá síðarnefndi tók upp myndband til að sýna góða stemningu á árshátíðardegi fyrirtækisins. „Við erum með árshátíð tvisvar á ári og plönum skemmtilegan dag, „Wake Up Reykjavík Fun Day“, og í dag ákvað ég að vera „designated driver“, þar sem ég þarf að vakna snemma á morgun,“ segir Daníel í samtali við Vísi. „Við fórum á fjórhjól og á leiðinni er hópurinn að sötra bjór, ég er að keyra og Egill Halldórsson félagi minn, sem er ansi virkur á samfélagsmiðlum, ákveður að henda í smá myndband og biður mig um að halda á bjórnum sínum á meðan. Ég tek aldrei sopa.“ Þá segist Daníel aðspurður hafa orðið var við umræðuna en hvorki hann né Egill eru á Twitter og hafa því ekki getað svarað fyrir ásakanir notenda á miðlinum. Þeir reka saman tvö fyrirtæki, áðurnefnt Wake Up Reykjavík, og Gorilla House, sem sér um ýmiss konar lagerlausnir fyrir netverslanir. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa steggjaferðir fyrir erlenda ferðamenn: Ævintýraferðir og mikið djamm „Við stofnuðum fyrirtækið fyrir rúmlega einu og hálfu ári og erum í dag leiðandi „nightlife-service“ á Íslandi.“ 27. október 2015 15:30 Mættu með sjö hugmyndir á Café Paris Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. 7. nóvember 2018 16:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Daníel Andri Pétursson, annar eigenda ferðaskrifstofunnar Wake Up Reykjavík, segir það algjöran misskilning að hann hafi orðið uppvís að neyslu áfengis undir stýri í myndbandi sem farið hefur í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag. Egill Halldórsson, meðeigandi Daníels, birti myndbandið fyrst á Instagram í dag. Því var síðar eytt en ótengdur aðili endurbirti það skömmu síðar á Twitter. Í myndbandinu sjást Egill og Daníel í bíl ásamt starfsmönnum fyrirtækisins. Egill beinir myndavélinni að Daníel, sem ekur bílnum, og sést hann þar halda á bjórdós í annarri hendi. Twitter-færsluna og myndbandið má sjá hér að neðan.hey já ógeðslega töff að vera með áfengi undir stýri pic.twitter.com/5RivZSGMnN— Hjördís Brynjars (@HjordisBrynjars) November 8, 2018 Í kjölfarið var Daníel sakaður um að hafa neytt áfengis undir stýri. Sjálfur þvertekur Daníel fyrir slíkar ásakanir og segir þær byggðar á algjörum misskilningi. Hann hafi ekki neytt áfengis í dag, heldur aðeins haldið á bjórnum fyrir Egil í nokkrar sekúndur á meðan sá síðarnefndi tók upp myndband til að sýna góða stemningu á árshátíðardegi fyrirtækisins. „Við erum með árshátíð tvisvar á ári og plönum skemmtilegan dag, „Wake Up Reykjavík Fun Day“, og í dag ákvað ég að vera „designated driver“, þar sem ég þarf að vakna snemma á morgun,“ segir Daníel í samtali við Vísi. „Við fórum á fjórhjól og á leiðinni er hópurinn að sötra bjór, ég er að keyra og Egill Halldórsson félagi minn, sem er ansi virkur á samfélagsmiðlum, ákveður að henda í smá myndband og biður mig um að halda á bjórnum sínum á meðan. Ég tek aldrei sopa.“ Þá segist Daníel aðspurður hafa orðið var við umræðuna en hvorki hann né Egill eru á Twitter og hafa því ekki getað svarað fyrir ásakanir notenda á miðlinum. Þeir reka saman tvö fyrirtæki, áðurnefnt Wake Up Reykjavík, og Gorilla House, sem sér um ýmiss konar lagerlausnir fyrir netverslanir.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa steggjaferðir fyrir erlenda ferðamenn: Ævintýraferðir og mikið djamm „Við stofnuðum fyrirtækið fyrir rúmlega einu og hálfu ári og erum í dag leiðandi „nightlife-service“ á Íslandi.“ 27. október 2015 15:30 Mættu með sjö hugmyndir á Café Paris Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. 7. nóvember 2018 16:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Auglýsa steggjaferðir fyrir erlenda ferðamenn: Ævintýraferðir og mikið djamm „Við stofnuðum fyrirtækið fyrir rúmlega einu og hálfu ári og erum í dag leiðandi „nightlife-service“ á Íslandi.“ 27. október 2015 15:30
Mættu með sjö hugmyndir á Café Paris Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. 7. nóvember 2018 16:30