Eyðsluklóin í Harrods gengur laus að nýju Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 22:30 Zamira Hajiyeva árið 2015. EAST2WEST NEWS Konu að nafni Zamira Haiyeva, sem er fædd í Aserbaídsjan en býr nú á Bretlandseyjum, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu gegn tryggingu eftir að hún var handtekin í Lundúnum í síðustu viku að beiðni yfirvalda í Azerbaídsjan. Haiyeva var á dögunum gert að greina frá því hvernig hún hafði efni á að kaupa rándýra íbúð í Lundúnum, golfvöll í Berkskíri og eyða háum fjárhæðum í lúxusverslunarmiðstöðinni Harrods. Um var að ræða fyrsta mál sinnar tegundar á Bretlandseyjum en löggæsluyfirvöldum þar í landi áskotnuðust nýlega valdheimildir sem gera þeim kleift að krefja útlenska auðkýfinga um að greina frá uppruna auðæfa sinna. Hajiyeva neitar því að peningarnir sem notaðir voru til að standa undir lúxuslífinu í Lundúnum hafi verið illa fengnir. Haiyeva var svo handtekin í síðustu viku að beiðni yfirvalda í Azerbaídsjan, sem vilja fá hana framselda til landsins þar sem hún er eftirlýst vegna gruns um fjárdrátt. Henni var hins vegar sleppt úr haldi í dag eftir að dómari hafnaði kröfu um gæsluvarðhald yfir henni fram að framsalsréttarhöldunum. Hajiyeva er því frjáls ferða sinna, en með takmörkunum þó. Hún má aðeins yfirgefa heimili sitt á milli 9 og 18 á daginn og þá ber henni að gefa sig fram við lögreglu á hverjum morgni. Eiginmaður Haiyeva, Jahangir Hajiyev, var eitt sinn bankastjóri Alþjóðabanka Aserbaídsjan. Hann var árið 2016 dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fjármálamisferli, en tugir milljóna punda eru hreinlega sagðar hafa horfið úr hirslum bankans. Aserbaídsjan Bretland Tengdar fréttir Þarf að útskýra hvernig hún gat eytt 600 þúsund á dag í Harrods Konu að nafni Zamira Hajiyeva hefur verið gert að greina frá því hvernig hún hafði efni á því að kaupa rándýra íbúð í Lundúnum, golfvöll í Berkskíri og eyða háum fjárhæðum í lúxusverslunarmiðstöðinni Harrods. 10. október 2018 15:56 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Konu að nafni Zamira Haiyeva, sem er fædd í Aserbaídsjan en býr nú á Bretlandseyjum, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu gegn tryggingu eftir að hún var handtekin í Lundúnum í síðustu viku að beiðni yfirvalda í Azerbaídsjan. Haiyeva var á dögunum gert að greina frá því hvernig hún hafði efni á að kaupa rándýra íbúð í Lundúnum, golfvöll í Berkskíri og eyða háum fjárhæðum í lúxusverslunarmiðstöðinni Harrods. Um var að ræða fyrsta mál sinnar tegundar á Bretlandseyjum en löggæsluyfirvöldum þar í landi áskotnuðust nýlega valdheimildir sem gera þeim kleift að krefja útlenska auðkýfinga um að greina frá uppruna auðæfa sinna. Hajiyeva neitar því að peningarnir sem notaðir voru til að standa undir lúxuslífinu í Lundúnum hafi verið illa fengnir. Haiyeva var svo handtekin í síðustu viku að beiðni yfirvalda í Azerbaídsjan, sem vilja fá hana framselda til landsins þar sem hún er eftirlýst vegna gruns um fjárdrátt. Henni var hins vegar sleppt úr haldi í dag eftir að dómari hafnaði kröfu um gæsluvarðhald yfir henni fram að framsalsréttarhöldunum. Hajiyeva er því frjáls ferða sinna, en með takmörkunum þó. Hún má aðeins yfirgefa heimili sitt á milli 9 og 18 á daginn og þá ber henni að gefa sig fram við lögreglu á hverjum morgni. Eiginmaður Haiyeva, Jahangir Hajiyev, var eitt sinn bankastjóri Alþjóðabanka Aserbaídsjan. Hann var árið 2016 dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fjármálamisferli, en tugir milljóna punda eru hreinlega sagðar hafa horfið úr hirslum bankans.
Aserbaídsjan Bretland Tengdar fréttir Þarf að útskýra hvernig hún gat eytt 600 þúsund á dag í Harrods Konu að nafni Zamira Hajiyeva hefur verið gert að greina frá því hvernig hún hafði efni á því að kaupa rándýra íbúð í Lundúnum, golfvöll í Berkskíri og eyða háum fjárhæðum í lúxusverslunarmiðstöðinni Harrods. 10. október 2018 15:56 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Þarf að útskýra hvernig hún gat eytt 600 þúsund á dag í Harrods Konu að nafni Zamira Hajiyeva hefur verið gert að greina frá því hvernig hún hafði efni á því að kaupa rándýra íbúð í Lundúnum, golfvöll í Berkskíri og eyða háum fjárhæðum í lúxusverslunarmiðstöðinni Harrods. 10. október 2018 15:56