Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2018 21:00 Kostnaður við breytingarnar á strætóstöðinni á Hlemmi í mathöll hækkaði um rúm 120 prósent frá frumáætlunum til endanlegs kostnaðar enda segir borgin húsið hafa þarfnast mikillar endurnýjunar. Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. Mathöllin á Hlemmi var opnuð á Menningarnótt fyrir rúmu ári. En áður hafði verið auglýst eftir rekstraraðila og síðan valið úr þeim hópi sem sótti um. Rekstraraðilinn leigir síðan út aðstöðu til þeirra veitingastaða sem nú eru með aðstöðu í Mathöllinni.Sjá einnig: Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms Frumáætlun um endurbyggingu hússins hljóðaði upp á 107 milljónir en kostnaðurinn varð að lokum 236 milljónir. Óli Örn Eiríksson deildarstjóri atvinnuþróunar hjá borginni segir fjölda samverkandi þátta hafa aukið kostnaðinn við að breyta þessari 40 ára gömlu strætóstöð í mathöll sem standist allar nútímalegar kröfur. „Það var klárað og jafnvel þótt við bætum við kostnaði við torg endurgerð á þaki er þetta samt þannig að við erum komin með þessa glæsilegu mathöll fyrir fimm, sex hundruð þúsund krónur á fermetra,“ segir Óli Örn. Rekstrarfélag Sjávarklasans leigir Mathöllina á rétt rúma milljón á mánuði og hafa heyrst raddir um að sú leiga sé lág. Óli Örn segir Sjávarklasann hafa komið best út við mat á þeim sex aðilum sem sóttu um að reka Mathöllina. „Þegar þar að kemur fáum við þrjá fasteignasala til að meta hvert leiguverðið ætti að vera til að tryggja að það sé markaðsverð sem verið er að greiða,“ segir Óli Örn.Veitingastaðirnir greiða um sex milljónir í leigu Samkvæmt heimildum fréttastofu er meðalgrunngjald fyrir hvern bás um hálf milljón á mánuði. Auk þess fær Mathöllin ákveðið hlutfall af veltu hvers veitingastaðar fari hún yfir tiltekin viðmið og staðirnir greiða 100 þúsund króna gjald vegna þrifa, viðhalds og öryggisgæslu. Kostnaður hvers veitngastaðar er því að lágmarki um 600 þúsund krónur á mánuði. Tíu veitingastaðir eru á Hlemmi og má því ætla að rekstraraðilinn fái um sex milljónir króna á mánuði í leigutekjur en greiði sjálfur um milljón. „Hann rekur húsið. Sér um þrifin á húsinu, öryggisgæslu og að halda salernunum hreinum. Hiti og rafmagn, það fellur allt á þetta rekstrarfélag, Hlemmur mathöll,“ segir Óli Örn. Rekstur Mathallarinnar hafi reynst vel þótt þrír veitingastaðir hafi ákveðið að hætta þar. Reynslan frá öðrum löndum af sams konar rekstri sýni að það taki tíma að finna jafnvægi á milli leiguverðs og þeirra veitingastaða sem eru í mathöllum. Þegar er byrjað að vinna að skipulagi að nýju torgi austan við Hlemm mathöll, samkvæmt vinningstillögum í samkeppni um þróun þess svæðis. Þar geti jafnvel risið önnur mathöll þar sem lögð verði áhersla á ferskar vörur. Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms FA vill meina að leiguverðið sé of lágt og í raun opinber styrkur til aðila í samkeppnisrekstri. 7. nóvember 2018 16:49 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Kostnaður við breytingarnar á strætóstöðinni á Hlemmi í mathöll hækkaði um rúm 120 prósent frá frumáætlunum til endanlegs kostnaðar enda segir borgin húsið hafa þarfnast mikillar endurnýjunar. Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. Mathöllin á Hlemmi var opnuð á Menningarnótt fyrir rúmu ári. En áður hafði verið auglýst eftir rekstraraðila og síðan valið úr þeim hópi sem sótti um. Rekstraraðilinn leigir síðan út aðstöðu til þeirra veitingastaða sem nú eru með aðstöðu í Mathöllinni.Sjá einnig: Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms Frumáætlun um endurbyggingu hússins hljóðaði upp á 107 milljónir en kostnaðurinn varð að lokum 236 milljónir. Óli Örn Eiríksson deildarstjóri atvinnuþróunar hjá borginni segir fjölda samverkandi þátta hafa aukið kostnaðinn við að breyta þessari 40 ára gömlu strætóstöð í mathöll sem standist allar nútímalegar kröfur. „Það var klárað og jafnvel þótt við bætum við kostnaði við torg endurgerð á þaki er þetta samt þannig að við erum komin með þessa glæsilegu mathöll fyrir fimm, sex hundruð þúsund krónur á fermetra,“ segir Óli Örn. Rekstrarfélag Sjávarklasans leigir Mathöllina á rétt rúma milljón á mánuði og hafa heyrst raddir um að sú leiga sé lág. Óli Örn segir Sjávarklasann hafa komið best út við mat á þeim sex aðilum sem sóttu um að reka Mathöllina. „Þegar þar að kemur fáum við þrjá fasteignasala til að meta hvert leiguverðið ætti að vera til að tryggja að það sé markaðsverð sem verið er að greiða,“ segir Óli Örn.Veitingastaðirnir greiða um sex milljónir í leigu Samkvæmt heimildum fréttastofu er meðalgrunngjald fyrir hvern bás um hálf milljón á mánuði. Auk þess fær Mathöllin ákveðið hlutfall af veltu hvers veitingastaðar fari hún yfir tiltekin viðmið og staðirnir greiða 100 þúsund króna gjald vegna þrifa, viðhalds og öryggisgæslu. Kostnaður hvers veitngastaðar er því að lágmarki um 600 þúsund krónur á mánuði. Tíu veitingastaðir eru á Hlemmi og má því ætla að rekstraraðilinn fái um sex milljónir króna á mánuði í leigutekjur en greiði sjálfur um milljón. „Hann rekur húsið. Sér um þrifin á húsinu, öryggisgæslu og að halda salernunum hreinum. Hiti og rafmagn, það fellur allt á þetta rekstrarfélag, Hlemmur mathöll,“ segir Óli Örn. Rekstur Mathallarinnar hafi reynst vel þótt þrír veitingastaðir hafi ákveðið að hætta þar. Reynslan frá öðrum löndum af sams konar rekstri sýni að það taki tíma að finna jafnvægi á milli leiguverðs og þeirra veitingastaða sem eru í mathöllum. Þegar er byrjað að vinna að skipulagi að nýju torgi austan við Hlemm mathöll, samkvæmt vinningstillögum í samkeppni um þróun þess svæðis. Þar geti jafnvel risið önnur mathöll þar sem lögð verði áhersla á ferskar vörur.
Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms FA vill meina að leiguverðið sé of lágt og í raun opinber styrkur til aðila í samkeppnisrekstri. 7. nóvember 2018 16:49 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06
Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms FA vill meina að leiguverðið sé of lágt og í raun opinber styrkur til aðila í samkeppnisrekstri. 7. nóvember 2018 16:49
Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00