Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2018 18:30 Donald Trump var ekki sáttur við Jim Acosta, fréttamann CNN. Getty/Mark Wilson Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í beinni útsendingu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu.Boðað var til blaðamannafundarins vegna þingkosninganna í Bandaríkjunum sem fram fóru í nótt að íslenskum tíma. Farið var yfir víðan völl og þegar röðin var komin að Acosta að spyrja forsetann notaði hann tækifærið til þess að spyrja Trump út í orð hans um flóttamannalestina svokölluðu.Trump hafði gert hóp förufólks frá Hondúras sem taldi upphaflega um þúsund manns, þar á meðal fjölda fjöskyldna og barna,að miðpunkti kosningabaráttu fyrir þingkosningarnar.„Byrjar þetta,“ sagði Trump og ranghvoldi augunum er Acosta hóf spurningana. „Komdu með þetta, áfram með þig,“ sagði Trump enn fremur en orðaskiptin má sjá hér fyrir neðan.In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Spurði Acosta Trump af hverju hann hefði sagt að þetta fólk væri „að ráðast inn í Bandaríkin“ og hvort að sú orðræða hans ætti þátt í því að koma óorði á innflytjendur.„Ég tel að þetta sé innrás,“ svaraði Trump. Acosta virtist ekki ánægður með það svar og benti forsetanum á að ekki væri um innrás að ræða, fólkið væri mörg hundruð kílómetra frá landamærum Bandaríkjanna.„Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar,“ svaraði Trump sem virtist vera búinn að fá alveg nóg af Acosta sem vildi fá að spyrja annarrar spurningar.Jim Acosta, fréttamaður CNN.Getty/Jabin BotsfordVirtist mjög ósáttur við spurningu um Rússarannsóknina „Þetta er nóg, þetta er nóg“ sagði Trump ítrekað og virtist pirraður er Acosta þráaðist við. Aðstoðarkona reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét sér ekki segjast og náði að lauma inn annarri spurningu, nú um Rússarannsóknina svokölluðu sem verið hefur Trump þyrnir í augum. „Hefurðu áhyggjur af því að mögulega séu fleiri stefnur á leiðinni?“ spurði Acosta. „Ég hef ekki áhyggjur af neinu í tengslum við Rússarannsóknina vegna þess að hún er gabb. Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann,“ svaraði Trump, nokkuð ákveðið. Við það tækifæri náði aðstoðarkonan hljóðnemanum af Acosta og rétti næsta blaðamanni en áður en að hann náði inn spurningu lét Trump vaða á súðum um CNN og Acosta. „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN,“ sagði Trump. Fréttamaðurinn sem átti næstu spurningu virtist reyndar ekki sáttur við þessi orð Trump og kom hann Acosta til varnar, sagði hann vera heiðarlegan blaðamann. „Já, ég er ekkert svo hrifinn af þér heldur ef ég á að vera hreinskilinn,“ svaraði Trump og uppskar nokkurn hlátur í salnum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Hondúras Mið-Ameríka Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í beinni útsendingu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu.Boðað var til blaðamannafundarins vegna þingkosninganna í Bandaríkjunum sem fram fóru í nótt að íslenskum tíma. Farið var yfir víðan völl og þegar röðin var komin að Acosta að spyrja forsetann notaði hann tækifærið til þess að spyrja Trump út í orð hans um flóttamannalestina svokölluðu.Trump hafði gert hóp förufólks frá Hondúras sem taldi upphaflega um þúsund manns, þar á meðal fjölda fjöskyldna og barna,að miðpunkti kosningabaráttu fyrir þingkosningarnar.„Byrjar þetta,“ sagði Trump og ranghvoldi augunum er Acosta hóf spurningana. „Komdu með þetta, áfram með þig,“ sagði Trump enn fremur en orðaskiptin má sjá hér fyrir neðan.In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Spurði Acosta Trump af hverju hann hefði sagt að þetta fólk væri „að ráðast inn í Bandaríkin“ og hvort að sú orðræða hans ætti þátt í því að koma óorði á innflytjendur.„Ég tel að þetta sé innrás,“ svaraði Trump. Acosta virtist ekki ánægður með það svar og benti forsetanum á að ekki væri um innrás að ræða, fólkið væri mörg hundruð kílómetra frá landamærum Bandaríkjanna.„Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar,“ svaraði Trump sem virtist vera búinn að fá alveg nóg af Acosta sem vildi fá að spyrja annarrar spurningar.Jim Acosta, fréttamaður CNN.Getty/Jabin BotsfordVirtist mjög ósáttur við spurningu um Rússarannsóknina „Þetta er nóg, þetta er nóg“ sagði Trump ítrekað og virtist pirraður er Acosta þráaðist við. Aðstoðarkona reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét sér ekki segjast og náði að lauma inn annarri spurningu, nú um Rússarannsóknina svokölluðu sem verið hefur Trump þyrnir í augum. „Hefurðu áhyggjur af því að mögulega séu fleiri stefnur á leiðinni?“ spurði Acosta. „Ég hef ekki áhyggjur af neinu í tengslum við Rússarannsóknina vegna þess að hún er gabb. Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann,“ svaraði Trump, nokkuð ákveðið. Við það tækifæri náði aðstoðarkonan hljóðnemanum af Acosta og rétti næsta blaðamanni en áður en að hann náði inn spurningu lét Trump vaða á súðum um CNN og Acosta. „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN,“ sagði Trump. Fréttamaðurinn sem átti næstu spurningu virtist reyndar ekki sáttur við þessi orð Trump og kom hann Acosta til varnar, sagði hann vera heiðarlegan blaðamann. „Já, ég er ekkert svo hrifinn af þér heldur ef ég á að vera hreinskilinn,“ svaraði Trump og uppskar nokkurn hlátur í salnum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Hondúras Mið-Ameríka Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
„Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00