Ferðamenn felmtri slegnir vegna lundaáts á veitingahúsum Jakob Bjarnar skrifar 7. nóvember 2018 14:08 Páll Ásgeir hyggst mæla með því við ferðamenn að þeir sniðgangi þá staði þar sem lundi er á matseðlinum. En, það á við um Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn, staði Hrefnu Sætran. Páll Ásgeir Ásgeirsson segir ferðamönnum oft illa brugðið þá er þeir komast að því að lundi er etinn með bestu lyst á Íslandi. „Já, ég er starfandi leiðsögumaður og verð oft var við undrun ferðamanna á lundaáti. Margir þeirra vita að flestir villtir fuglar eiga undir högg að sækja og finnst því siðlaust að borða þá. Aðrir spyrja einfaldlega hvernig getið þið drepið og borðað svona mikið krútt eins og lundann,“ segir Páll Ásgeir í samtali við Vísi.Lundinn í útrýmingarhættu Hann segir lundann þjóðarfugl Íslendinga, þann fugl sem hefur einna hæstan krúttstuðul í augum erlendra ferðamanna. „Ég hitti marga ferðamenn sem spyrja mig út í það hvernig það megi vera að enn finnist lundi á matseðlum veitingahúsa því þeir vita að sjófuglum heimsins fer fækkandi.“ Og gott betur, staðreynd málsins er sú að lundinn hefur verið á lista IUCN yfir tegundir í hættu frá 2015. Fyrr á þessu ári setti svo Birdlife International lundann á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Páll Ásgeir, sem er gamall blaðamaður, lét ekki sitja við orðin góm og greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hann hafi kannað málið lauslega og komið hafi á daginn að tveir vinsælustu veitingarstaðir í Reykjavík, Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn bjóða báðir upp á lunda. Báðir staðirnir eru í eigu Hrefnu Sætran. Hvetur ferðamenn til að sniðganga lundastaðina „Ég hringdi í þá báða og spurði hvort þeim þætti siðlegt að hafa tegundir í útrýmingarhættu á matseðli sínum. Viðmælendur mínir vissu ekki til þess að nein áform væru um breytingar og höfðu reyndar lítið frétt af ástandi lundastofnsins.“ Páll Ásgeir segir að sér finnist að íslenskir veitingastaðir eigi ekki að selja kjöt af tegundum í útrýmingarhættu og að hann muni hvetja þá ferðamenn sem ég hitti til þess að sniðganga þá staði sem það gera. „Mér finnst bæði ósiðlegt og heimskulegt af veitingastöðum að styðja við lundaveiði með þessum hætti. Því fyrr sem hún leggst af því betra.“ Hrefna segir veiðarnar löglegar (Uppfært 15:20) Hrefna Sætran hefur nú svarað Páli Ásgeiri og gerir það á Facebookvegg hins síðarnefnda. Hún segir að lögum samkvæmt megi veiða lunda 46 daga á ári á tímabilinu 1. júlí til 15. ágúst. „Það er ekki bannað. Við kaupum lundann á því tímabili sem má veiða hann. Það eru fjölmargir veitingastaðir sem bjóða upp á lunda í Reykjavík og eflaust mun fleiri hringinn í kringum landið svo ég skil ekki af hverju þú ert að taka fram mína staði. Á meðan það má veiða hann þá held ég að hann verði bara áfram á matseðlum eins og hann hefur verið síðustu áratugi sama hvort það sé á mínum stöðum eða einhverjum öðrum. Það væri frekar fyrir þig að reyna fá lundann friðaðan.“ Dýr Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Páll Ásgeir Ásgeirsson segir ferðamönnum oft illa brugðið þá er þeir komast að því að lundi er etinn með bestu lyst á Íslandi. „Já, ég er starfandi leiðsögumaður og verð oft var við undrun ferðamanna á lundaáti. Margir þeirra vita að flestir villtir fuglar eiga undir högg að sækja og finnst því siðlaust að borða þá. Aðrir spyrja einfaldlega hvernig getið þið drepið og borðað svona mikið krútt eins og lundann,“ segir Páll Ásgeir í samtali við Vísi.Lundinn í útrýmingarhættu Hann segir lundann þjóðarfugl Íslendinga, þann fugl sem hefur einna hæstan krúttstuðul í augum erlendra ferðamanna. „Ég hitti marga ferðamenn sem spyrja mig út í það hvernig það megi vera að enn finnist lundi á matseðlum veitingahúsa því þeir vita að sjófuglum heimsins fer fækkandi.“ Og gott betur, staðreynd málsins er sú að lundinn hefur verið á lista IUCN yfir tegundir í hættu frá 2015. Fyrr á þessu ári setti svo Birdlife International lundann á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Páll Ásgeir, sem er gamall blaðamaður, lét ekki sitja við orðin góm og greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hann hafi kannað málið lauslega og komið hafi á daginn að tveir vinsælustu veitingarstaðir í Reykjavík, Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn bjóða báðir upp á lunda. Báðir staðirnir eru í eigu Hrefnu Sætran. Hvetur ferðamenn til að sniðganga lundastaðina „Ég hringdi í þá báða og spurði hvort þeim þætti siðlegt að hafa tegundir í útrýmingarhættu á matseðli sínum. Viðmælendur mínir vissu ekki til þess að nein áform væru um breytingar og höfðu reyndar lítið frétt af ástandi lundastofnsins.“ Páll Ásgeir segir að sér finnist að íslenskir veitingastaðir eigi ekki að selja kjöt af tegundum í útrýmingarhættu og að hann muni hvetja þá ferðamenn sem ég hitti til þess að sniðganga þá staði sem það gera. „Mér finnst bæði ósiðlegt og heimskulegt af veitingastöðum að styðja við lundaveiði með þessum hætti. Því fyrr sem hún leggst af því betra.“ Hrefna segir veiðarnar löglegar (Uppfært 15:20) Hrefna Sætran hefur nú svarað Páli Ásgeiri og gerir það á Facebookvegg hins síðarnefnda. Hún segir að lögum samkvæmt megi veiða lunda 46 daga á ári á tímabilinu 1. júlí til 15. ágúst. „Það er ekki bannað. Við kaupum lundann á því tímabili sem má veiða hann. Það eru fjölmargir veitingastaðir sem bjóða upp á lunda í Reykjavík og eflaust mun fleiri hringinn í kringum landið svo ég skil ekki af hverju þú ert að taka fram mína staði. Á meðan það má veiða hann þá held ég að hann verði bara áfram á matseðlum eins og hann hefur verið síðustu áratugi sama hvort það sé á mínum stöðum eða einhverjum öðrum. Það væri frekar fyrir þig að reyna fá lundann friðaðan.“
Dýr Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira