„Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 14:00 Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og einn helsti sérfræðingur landsins í bandarískum stjórnmálum. fréttablaðið/anton brink Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að bæði Repúblikanaflokkurinn og Demókrataflokkurinn hafi fengið það í kosningunum í gær sem þeir gátu búist við. Repúblikanar héldu meirihluta sínum í öldungadeild Bandaríkjaþings og bættu við sig þingmönnum en Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild þingsins þó að Repúblikanar hafi ekki misst fleiri þingmenn þar en 26. Þessi úrslit í deildunum tveimur voru kannski það sem helst var búist við. Silja Bára segir að þetta geti gert Donald Trump, Bandaríkjaforseta, auðveldara fyrir að halda áfram að keyra á flokkadráttum sem hann hefur verið að reyna að nýta sér. „Það er að segja að kenna Demókrötum um það sem ekki næst í gegn sem að gæti styrkt hann hjá hans hörðustu kjósendum. En á móti kemur að þeir sem styðja Demókrata munu líta á það sem árangur og styrkjast í sínum stuðningi sínum við Demókrataflokkinn. Þannig að þetta styrkir í raun og veru báða gagnvart sínum kjarnakjósendum,“ segir Silja Bára.Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni, fagnaði úrslitum kosninganna.AP/Jacquelyn MartinBreytt ásýnd þingsins hafi áhrif á daglegt líf kvenna Þá bendir hún á breytta ásýnd þingsins vegna aukins fjölda kvenna í fulltrúadeildinni. Þó að fjölgunin sé ekki gríðarleg þá sé um töluverða viðbót að ræða auk þess sem fjölbreytileikinn er að aukast þar sem tvær konur sem eru múslimar náðu kjöri og tvær konur af frumbyggjaættum. Silja Bára segir að þetta skipti máli því þetta muni hafa áhrif á daglegt líf kvenna. „Það er vegna þess hvernig Hæstiréttur er orðinn samsettur, íhaldssamari hvað varðar kyn- og frjósemisréttindi að þá skiptir gríðarlegu máli að konum sé að fjölga því þær taka þau mál frekar upp á sviði löggjafans.“ Varðandi öldungadeildina segir Silja Bára að baráttan þar hafi verið mjög erfið fyrir Demókrata. „Það er vegna þess að það var verið að kjósa um 35 sæti og þegar það var búið að kippa þeim út þá stóðu eftir 42 Repúblikanar og 23 Demókratar, þannig að þeir þurftu að ná miklu fleirum og sætin sem var verið að kjósa um var víða í ríkjum þar sem Trump vann auðveldlega fyrir tveimur árum.“Received so many Congratulations from so many on our Big Victory last night, including from foreign nations (friends) that were waiting me out, and hoping, on Trade Deals. Now we can all get back to work and get things done! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 7, 2018Öldungadeildin klárlega sigur fyrir Trump Aðspurð hvort að kosningarnar séu sigur fyrir Trump í því ljósi að Repúblikanar hafi styrkt sig í öldungadeildinni og svo að flokkurinn hafi unnið ríkisstjórakosningar í mikilvægum fylkjum á borð við Flórída og Ohio bendir Silja Bára á að Repúblikanar hafi tapað ríkisstjórakosningum í sjö fylkjum. Demókratar hafi tekið þau öll. „Og þar á meðal í Wisconsin þar sem var mjög „trumpískur“ ríkisstjóri. Þar var Demókrati að vinna, ekkert brjálæðislega afgerandi, en hann er búinn að vinna. Þetta eru sem sagt Kansas, New Mexico, Maine, Nevada, Illinois og Michigan líka. Öldungadeildin er klárlega sigur fyrir Trump. Það eru þrír árgangar í öldungadeildinni og þessi árgangur er bara erfiður fyrir Demókratana, sjötta hvert ár eiga þeir erfitt með að bæta við sig,“ segir Silja Bára.En má segja að báðir flokkar megi vel við una? „Já, að vissu leyti. Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við. Þessi bláa bylgja sem fólk var að búast við kom kannski ekki og ég horfi sérstaklega á Flórída í því samhengi. Það er gríðarlega tæpt en bæði öldungadeildarþingmaðurinn og ríkisstjórinn eru Repúblikanar þar sem fólk var að búast við að Demókratar gætu mögulega snúið því ríki. Þannig að það er kannski sárast fyrir Demókratana myndi ég halda. Það hefði skipt gríðarlegu máli upp á að ná orðræðunni, að þeir væru virkilega að snúa við einhverju, þá hefðu þeir virkilega þurft á Flórída að halda.“Donald Trump Bandaríkjaforseti var áberandi kosningabaráttunni og sést hér á kosningafundi á dögunum.vísir/epaVísbendingar um að Trump sé að missa grunn sem hann náði 2016 Spurningin er síðan hvað þessi úrslit í nótt geta sagt okkur, ef eitthvað, hvernig forsetakosningarnar munu fara eftir tvö ár. „Stærsta vísbendingin er held ég í sjöunda kjördæmi Virgínu þar sem Spanberger vann. Hún er kona sem er Demókrati og tók sæti af Repúblikana. Þetta er ein stærsta vísbendingin um það að hvítar konur séu ekki jafn fastar á bak við Trump eins og þær voru í kosningunum 2016. Reyndar er það að mig minnir að mælast 49 prósent og 49 prósent hvítar konur á bak við Repúblikana og Demókrata en hvítar, háskólamenntaðar konur eru komnar yfir á Demókrata. Það var náttúrulega gríðarlegur kynjamunur í kosningunum 2016 og hann er að aukast en hvítar konur voru repúblikanamegin. Það gæti verið að breytast,“ segir Silja Bára og bendir jafnframt á að ef hvítar konur í úthverfum eru að snúa baki við Repúblikanaflokknum þá er það neikvætt mynstur fyrir Trump. Þá dregur Silja Bára einnig fram það að stöku strjálbýl kjördæmi hafi farið yfir til Demókrata. „Ég er ekki að segja að þetta geti ekki breyst aftur en þetta eru merki um að Trump hafi aðeins misst grunn sem hann náði 2016.“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að bæði Repúblikanaflokkurinn og Demókrataflokkurinn hafi fengið það í kosningunum í gær sem þeir gátu búist við. Repúblikanar héldu meirihluta sínum í öldungadeild Bandaríkjaþings og bættu við sig þingmönnum en Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild þingsins þó að Repúblikanar hafi ekki misst fleiri þingmenn þar en 26. Þessi úrslit í deildunum tveimur voru kannski það sem helst var búist við. Silja Bára segir að þetta geti gert Donald Trump, Bandaríkjaforseta, auðveldara fyrir að halda áfram að keyra á flokkadráttum sem hann hefur verið að reyna að nýta sér. „Það er að segja að kenna Demókrötum um það sem ekki næst í gegn sem að gæti styrkt hann hjá hans hörðustu kjósendum. En á móti kemur að þeir sem styðja Demókrata munu líta á það sem árangur og styrkjast í sínum stuðningi sínum við Demókrataflokkinn. Þannig að þetta styrkir í raun og veru báða gagnvart sínum kjarnakjósendum,“ segir Silja Bára.Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni, fagnaði úrslitum kosninganna.AP/Jacquelyn MartinBreytt ásýnd þingsins hafi áhrif á daglegt líf kvenna Þá bendir hún á breytta ásýnd þingsins vegna aukins fjölda kvenna í fulltrúadeildinni. Þó að fjölgunin sé ekki gríðarleg þá sé um töluverða viðbót að ræða auk þess sem fjölbreytileikinn er að aukast þar sem tvær konur sem eru múslimar náðu kjöri og tvær konur af frumbyggjaættum. Silja Bára segir að þetta skipti máli því þetta muni hafa áhrif á daglegt líf kvenna. „Það er vegna þess hvernig Hæstiréttur er orðinn samsettur, íhaldssamari hvað varðar kyn- og frjósemisréttindi að þá skiptir gríðarlegu máli að konum sé að fjölga því þær taka þau mál frekar upp á sviði löggjafans.“ Varðandi öldungadeildina segir Silja Bára að baráttan þar hafi verið mjög erfið fyrir Demókrata. „Það er vegna þess að það var verið að kjósa um 35 sæti og þegar það var búið að kippa þeim út þá stóðu eftir 42 Repúblikanar og 23 Demókratar, þannig að þeir þurftu að ná miklu fleirum og sætin sem var verið að kjósa um var víða í ríkjum þar sem Trump vann auðveldlega fyrir tveimur árum.“Received so many Congratulations from so many on our Big Victory last night, including from foreign nations (friends) that were waiting me out, and hoping, on Trade Deals. Now we can all get back to work and get things done! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 7, 2018Öldungadeildin klárlega sigur fyrir Trump Aðspurð hvort að kosningarnar séu sigur fyrir Trump í því ljósi að Repúblikanar hafi styrkt sig í öldungadeildinni og svo að flokkurinn hafi unnið ríkisstjórakosningar í mikilvægum fylkjum á borð við Flórída og Ohio bendir Silja Bára á að Repúblikanar hafi tapað ríkisstjórakosningum í sjö fylkjum. Demókratar hafi tekið þau öll. „Og þar á meðal í Wisconsin þar sem var mjög „trumpískur“ ríkisstjóri. Þar var Demókrati að vinna, ekkert brjálæðislega afgerandi, en hann er búinn að vinna. Þetta eru sem sagt Kansas, New Mexico, Maine, Nevada, Illinois og Michigan líka. Öldungadeildin er klárlega sigur fyrir Trump. Það eru þrír árgangar í öldungadeildinni og þessi árgangur er bara erfiður fyrir Demókratana, sjötta hvert ár eiga þeir erfitt með að bæta við sig,“ segir Silja Bára.En má segja að báðir flokkar megi vel við una? „Já, að vissu leyti. Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við. Þessi bláa bylgja sem fólk var að búast við kom kannski ekki og ég horfi sérstaklega á Flórída í því samhengi. Það er gríðarlega tæpt en bæði öldungadeildarþingmaðurinn og ríkisstjórinn eru Repúblikanar þar sem fólk var að búast við að Demókratar gætu mögulega snúið því ríki. Þannig að það er kannski sárast fyrir Demókratana myndi ég halda. Það hefði skipt gríðarlegu máli upp á að ná orðræðunni, að þeir væru virkilega að snúa við einhverju, þá hefðu þeir virkilega þurft á Flórída að halda.“Donald Trump Bandaríkjaforseti var áberandi kosningabaráttunni og sést hér á kosningafundi á dögunum.vísir/epaVísbendingar um að Trump sé að missa grunn sem hann náði 2016 Spurningin er síðan hvað þessi úrslit í nótt geta sagt okkur, ef eitthvað, hvernig forsetakosningarnar munu fara eftir tvö ár. „Stærsta vísbendingin er held ég í sjöunda kjördæmi Virgínu þar sem Spanberger vann. Hún er kona sem er Demókrati og tók sæti af Repúblikana. Þetta er ein stærsta vísbendingin um það að hvítar konur séu ekki jafn fastar á bak við Trump eins og þær voru í kosningunum 2016. Reyndar er það að mig minnir að mælast 49 prósent og 49 prósent hvítar konur á bak við Repúblikana og Demókrata en hvítar, háskólamenntaðar konur eru komnar yfir á Demókrata. Það var náttúrulega gríðarlegur kynjamunur í kosningunum 2016 og hann er að aukast en hvítar konur voru repúblikanamegin. Það gæti verið að breytast,“ segir Silja Bára og bendir jafnframt á að ef hvítar konur í úthverfum eru að snúa baki við Repúblikanaflokknum þá er það neikvætt mynstur fyrir Trump. Þá dregur Silja Bára einnig fram það að stöku strjálbýl kjördæmi hafi farið yfir til Demókrata. „Ég er ekki að segja að þetta geti ekki breyst aftur en þetta eru merki um að Trump hafi aðeins misst grunn sem hann náði 2016.“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36
Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38