Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2018 08:40 Texas hefur lengi verið eitt helsta vígi Repúblikanaflokksins og vakti það athygli í aðdraganda kosninganna hve mjótt var á munum milli þeirra Ted Cruz og Beto O'Rourke. GETTY/JUSTIN SULLIVAN Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O‘Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. Þó að ekki sé búið að telja öll atkvæðin virðist sem að Cruz hafi fengið um 51 prósent atkvæða en O‘Rourke 48,2 prósent. Cruz sagði í sigurræðu sinni að kosningarnar hafi snúist um von Texasbúa og framtíðina og að íbúar ríkisins hafi í kosningunum lýst yfir vilja til að tryggja sér framtíð með fleiri störfum, auknu öryggi og frelsi. Hinn 47 ára Cruz hefur átt sæti í öldungadeild þingsins frá árinu 2013 og árið 2016 sóttist hann eftir því að verða forsetaefni Repúblikana en beið þá lægri hlut fyrir Donald Trump sem síðar varð forseti. Allt stefnir í að Repúblikanar muni herða tök sín um öldungadeild þingsins en fyrir kosningarnar voru Repúblikanar með 51 þingmann í deildinni en Demókratar 49.Beto O'Rourke ávarpaði stuðningsmenn sína í El Paso í nótt.Getty/Chip SomodevillaÓskaði Cruz til hamingju Texas hefur lengi verið eitt helsta vígi Repúblikanaflokksins og vakti það athygli í aðdraganda kosninganna hve mjótt var á munum milli þeirra Cruz og O‘Rourke. „Ósigur kvöldsins mun ekki draga úr tilfinningum mínum í garð Texas eða þessa lands,“ sagði O‘Rourke. Í ræðu sinni, sem O‘Rourke hélt eftir að ljóst var hvert stefndi, sagðist hann hafa rætt við Cruz og óskað honum til hamingju. „Ég mun starfa með honum og hverjum sem er, hvenær sem er til að sjá til þess að alveg eins og þið hafi verið til staðar fyrir mig, þá munum við vera til staðar fyrir ykkur. Ekki sem Repúblikanar eða Demókratar, heldur sem Texasbúar og Bandaríkjamenn.“ Þá sagðist O‘Rourke enn fremur vera svo „fucking“ stoltur af stuðningsmönnum sínum og þeim sem hafi aðstoðað hann í baráttunni.Beyoncé í hópi stuðningsmanna Hinn 46 ára O‘Rourke vakti sérstaka athygli fyrr á árinu þegar hann varði þá bandarísku fótboltamenn sem fóru niður á hné á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki í þeim tilgangi að mótmæla kynþáttamisrætti í Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni tókst honum að safna metfé í kosningasjóði sína og lýsti tónlistarkonan Beyoncé, sem er frá Texas, meðal annars yfir stuðningi við Demókratann O‘Rourke. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O‘Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. Þó að ekki sé búið að telja öll atkvæðin virðist sem að Cruz hafi fengið um 51 prósent atkvæða en O‘Rourke 48,2 prósent. Cruz sagði í sigurræðu sinni að kosningarnar hafi snúist um von Texasbúa og framtíðina og að íbúar ríkisins hafi í kosningunum lýst yfir vilja til að tryggja sér framtíð með fleiri störfum, auknu öryggi og frelsi. Hinn 47 ára Cruz hefur átt sæti í öldungadeild þingsins frá árinu 2013 og árið 2016 sóttist hann eftir því að verða forsetaefni Repúblikana en beið þá lægri hlut fyrir Donald Trump sem síðar varð forseti. Allt stefnir í að Repúblikanar muni herða tök sín um öldungadeild þingsins en fyrir kosningarnar voru Repúblikanar með 51 þingmann í deildinni en Demókratar 49.Beto O'Rourke ávarpaði stuðningsmenn sína í El Paso í nótt.Getty/Chip SomodevillaÓskaði Cruz til hamingju Texas hefur lengi verið eitt helsta vígi Repúblikanaflokksins og vakti það athygli í aðdraganda kosninganna hve mjótt var á munum milli þeirra Cruz og O‘Rourke. „Ósigur kvöldsins mun ekki draga úr tilfinningum mínum í garð Texas eða þessa lands,“ sagði O‘Rourke. Í ræðu sinni, sem O‘Rourke hélt eftir að ljóst var hvert stefndi, sagðist hann hafa rætt við Cruz og óskað honum til hamingju. „Ég mun starfa með honum og hverjum sem er, hvenær sem er til að sjá til þess að alveg eins og þið hafi verið til staðar fyrir mig, þá munum við vera til staðar fyrir ykkur. Ekki sem Repúblikanar eða Demókratar, heldur sem Texasbúar og Bandaríkjamenn.“ Þá sagðist O‘Rourke enn fremur vera svo „fucking“ stoltur af stuðningsmönnum sínum og þeim sem hafi aðstoðað hann í baráttunni.Beyoncé í hópi stuðningsmanna Hinn 46 ára O‘Rourke vakti sérstaka athygli fyrr á árinu þegar hann varði þá bandarísku fótboltamenn sem fóru niður á hné á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki í þeim tilgangi að mótmæla kynþáttamisrætti í Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni tókst honum að safna metfé í kosningasjóði sína og lýsti tónlistarkonan Beyoncé, sem er frá Texas, meðal annars yfir stuðningi við Demókratann O‘Rourke.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent