Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2018 08:38 Repúblikaninn Marsha Blackburn er fyrsta konan til að ná kjöri til öldungadeildarinnar fyrir hönd Tennessee. Vísir/AP Þrátt fyrir að demókratar hafi unnið sigur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings unnu repúblikanar á í öldungadeildinni, þökk sé frambjóðendum í lykilríkjum sem hafa bundið trúss sitt við Donald Trump forseta. Demókratar áttu í vök að verjast í öldungadeildinni þar sem kosið var í mun fleiri ríkjum sitjandi þingmanna þeirra en repúblikana. Kosningaspár höfðu gefið repúblikönum um 80% líkur á að halda meirihluta sínum í deildinni og góðar líkur á að bæta við hann. Þær spár virðast hafa gengið eftir að mestu leyti. Eins og stendur er útlit fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni en þeir höfðu áður aðeins eins manns meirihluta. Þrír demókratar í ríkjum sem kusu Trump sem forseta og þóttu valtir í sessi töpuðu allir. Þannig tapaði Heidi Heitkamp fyrir Kevin Cramer í Norður-Dakóta, Claire McCaskill fyrir Josh Hawley í Missouri og Joe Donelly fyrir Mike Braun í Indíana. Allir eru repúblikanarnir einarðir stuðningsmenn Trump forseta. Tapið þýðir að nær engir íhaldssamir demókratar verða eftir í öldungadeildinni fyrir utan Joe Manchin, þingmann Vestur-Virginíu, sem náði endurkjöri. Hann var eini þingmaður demókrata sem greiddi atkvæði með umdeildri skipun Bretts Kavanaugh sem hæstaréttardómara í haust. Á Flórída misstu demókratar einnig þingsæti þegar Bill Nelson, öldungadeildarþingmaður flokksins, tapaði fyrir Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóra ríkisins. Í Tennessee varð Marsha Blackburn, frambjóðandi repúblikana, fyrsta konan til að ná kjöri sem öldungadeildarþingmaður ríkisins.Örlög demókrata í öldungadeildinni ultu á því að þingmenn eins og Heidi Heitkamp í Norður-Dakóta næðu að verja sæti sín. Demókratar töpuðu öllum sætunum þar sem þeir áttu í vök að verjast.Vísir/APBaktrygging gegn mögulegri ákæru fulltrúadeildarinnar Repúblikanar töpuðu einu sæti í Nevada þegar Dean Heller viðurkenndi ósigur gegn Jacky Rosen, frambjóðanda demókrata. Úrslit liggja enn ekki fyrir í Arizona þar sem demókratinn Kyrsten Sinema og repúblikaninn Martha McSally takast á. Sú kosning er sögð nær hnífjöfn. Demókratar höfðu bundið miklar vonir við óvæntan sigur Beto O‘Rourke í baráttu gegn Ted Cruz, öldungadeildarþingmanni repúblikana, í Texas þrátt fyrir að kannanir hafi bent til nokkuð öruggs sigurs Cruz. Cruz hafði á endanum sigur. Stjórnmálaskýrendur hafa þó tengt framboð O‘Rourke við góðan árangur demókrata í kosningum um fulltrúadeildar- og ríkisþingsæti í Texas. Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, náði kjöri í Utah. Hann var harður gagnrýnandi Trump í kosningabaráttunni árið 2016 en hefur síðan tónað hana verulega niður. Stjórnmálaskýrendur telja áhugavert að fylgjast með hvaða stefnu Romney tekur gagnvart forsetanum sem þingmaður. Athygli vekur að Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata, náði endurkjöri í New Jersey, þrátt fyrir að stutt sé frá því að hann slapp undan ákæru um spillingu í starfi vegna þess að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu í máli hans. Sæti hans hefði alla jafna átt að vera nokkuð öruggt en skoðanakannanir bentu til þess að repúblikaninn Bob Hugin ætti möguleika á að velta Menendez úr sessi. Aukinn meirihluti repúblikana í öldungadeildinni gæti reynst Trump forseta mikilvæg baktrygging ef nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeildinni ákveður að gefa út ákæru á hendur honum. Þó að fulltrúadeildin ákveði hvort ákæra skuli forseta er það í höndum aukins meirihluta öldungadeildarinnar að samþykkja eða hafna slíkri ákæru. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Þrátt fyrir að demókratar hafi unnið sigur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings unnu repúblikanar á í öldungadeildinni, þökk sé frambjóðendum í lykilríkjum sem hafa bundið trúss sitt við Donald Trump forseta. Demókratar áttu í vök að verjast í öldungadeildinni þar sem kosið var í mun fleiri ríkjum sitjandi þingmanna þeirra en repúblikana. Kosningaspár höfðu gefið repúblikönum um 80% líkur á að halda meirihluta sínum í deildinni og góðar líkur á að bæta við hann. Þær spár virðast hafa gengið eftir að mestu leyti. Eins og stendur er útlit fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni en þeir höfðu áður aðeins eins manns meirihluta. Þrír demókratar í ríkjum sem kusu Trump sem forseta og þóttu valtir í sessi töpuðu allir. Þannig tapaði Heidi Heitkamp fyrir Kevin Cramer í Norður-Dakóta, Claire McCaskill fyrir Josh Hawley í Missouri og Joe Donelly fyrir Mike Braun í Indíana. Allir eru repúblikanarnir einarðir stuðningsmenn Trump forseta. Tapið þýðir að nær engir íhaldssamir demókratar verða eftir í öldungadeildinni fyrir utan Joe Manchin, þingmann Vestur-Virginíu, sem náði endurkjöri. Hann var eini þingmaður demókrata sem greiddi atkvæði með umdeildri skipun Bretts Kavanaugh sem hæstaréttardómara í haust. Á Flórída misstu demókratar einnig þingsæti þegar Bill Nelson, öldungadeildarþingmaður flokksins, tapaði fyrir Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóra ríkisins. Í Tennessee varð Marsha Blackburn, frambjóðandi repúblikana, fyrsta konan til að ná kjöri sem öldungadeildarþingmaður ríkisins.Örlög demókrata í öldungadeildinni ultu á því að þingmenn eins og Heidi Heitkamp í Norður-Dakóta næðu að verja sæti sín. Demókratar töpuðu öllum sætunum þar sem þeir áttu í vök að verjast.Vísir/APBaktrygging gegn mögulegri ákæru fulltrúadeildarinnar Repúblikanar töpuðu einu sæti í Nevada þegar Dean Heller viðurkenndi ósigur gegn Jacky Rosen, frambjóðanda demókrata. Úrslit liggja enn ekki fyrir í Arizona þar sem demókratinn Kyrsten Sinema og repúblikaninn Martha McSally takast á. Sú kosning er sögð nær hnífjöfn. Demókratar höfðu bundið miklar vonir við óvæntan sigur Beto O‘Rourke í baráttu gegn Ted Cruz, öldungadeildarþingmanni repúblikana, í Texas þrátt fyrir að kannanir hafi bent til nokkuð öruggs sigurs Cruz. Cruz hafði á endanum sigur. Stjórnmálaskýrendur hafa þó tengt framboð O‘Rourke við góðan árangur demókrata í kosningum um fulltrúadeildar- og ríkisþingsæti í Texas. Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, náði kjöri í Utah. Hann var harður gagnrýnandi Trump í kosningabaráttunni árið 2016 en hefur síðan tónað hana verulega niður. Stjórnmálaskýrendur telja áhugavert að fylgjast með hvaða stefnu Romney tekur gagnvart forsetanum sem þingmaður. Athygli vekur að Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata, náði endurkjöri í New Jersey, þrátt fyrir að stutt sé frá því að hann slapp undan ákæru um spillingu í starfi vegna þess að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu í máli hans. Sæti hans hefði alla jafna átt að vera nokkuð öruggt en skoðanakannanir bentu til þess að repúblikaninn Bob Hugin ætti möguleika á að velta Menendez úr sessi. Aukinn meirihluti repúblikana í öldungadeildinni gæti reynst Trump forseta mikilvæg baktrygging ef nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeildinni ákveður að gefa út ákæru á hendur honum. Þó að fulltrúadeildin ákveði hvort ákæra skuli forseta er það í höndum aukins meirihluta öldungadeildarinnar að samþykkja eða hafna slíkri ákæru.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent