Borgin reiknar með að skila 3,6 milljarða afgangi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2018 14:13 Borgarstjóri segir fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun til fimm ára bera þess skýr merki að Reykjavík sé í mikilli sókn Vísir/Rakel Ósk Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 og fimm ára áætlun 2019-2023 var lagt fram í borgarstjórn í dag. Áætlunin gerir ráð fyrir að borgarsjóður skili 3,6 milljarða jákvæðri rekstrarniðurstöðu árið 2019, en jákvæð niðurstaða samstæðu er áætluð 12,8 milljarðar króna eftir fjármagnsliði. Jafnvægi er í rekstri borgarinnar, bæði hjá fyrirtækjum hennar og í rekstri A-hlutans þótt ýmis teikn séu á lofti í efnahagsmálum, en A-hlutinn heldur utan um hinn eiginlega rekstur fagsviða borgarinnar. Í tilkynningu fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar til Kauphallar í tengslum við fjárhagsáætlun segir m.a. „Fjárhagur A-hluta er sterkur. Skuldahlutfall A-hluta borgarinnar er langt fyrir neðan viðmið sveitastjórnarlaga.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg borgina vera í miklum vexti. Það sjáist greinilega á verkefnunum í fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun en aukin framlög séu til skólamála og velferðarmála.Segir hagstætt fyrir barnafjölskyldur að búa í Reykjavík „Í fyrsta lagi erum við að tryggja fjármagn til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og til nýrra NPA samninga við fatlað fólk. Í öðru lagi erum við í mörgum grænum fjárfestingum á grundvelli aðalskipulagsins en sú stærsta á þeim vettvangi er Borgarlínan. Í þriðja lagi heldur uppbygging íþróttamannvirkja í austurhluta borgarinnar áfram og fjórða lagi höldum við áfram að efla velferðarþjónustu og auka framlög til leik- og grunnskóla í borginni. Við höldum líka gjöldum áfram í lágmarki þegar kemur að þjónustu borgarinnar þannig að það verði áfram hagstætt fyrir barnafjölskyldur, unga sem aldna að búa í Reykjavík,“ segir Dagur B. Eggertsson. Hann segir að fólki fjölgi í borginni á hverju ári. Það þýði að borgin þurfi að vaxa, nýjar íbúðir séu byggðar sem kalli á að borgin fjárfesti í innviðum eins og götum, torgum, lögnum, skólum og íþróttamannvirkjum auk þjónustu í hverfum. „Fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun til fimm ára ber þess skýr merki að Reykjavík er í mikilli sókn. Við fjárfestum fyrir 18,8 milljarða á næsta ári en sú fjárfesting endurspeglar áherslurnar í sáttmála flokkanna sem mynda meirihlutann í borgarstjórn,“ segir Dagur. Í húsnæðismálum ráðgera Félagsbústaðir umtalsverða fjölgun félagslegra íbúða í eignasafni sínu á tímabili fimm ára áætlunar. Auk þess mun borgin leggja talsverða fjármuni í stofnframlög til uppbyggingar íbúða til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Þá hefur aldrei meira íbúðarhúsnæði farið í uppbygginu í borginni, segir í tilkynningunni. Þá muni mikil uppbygging íþróttamannvirkja eiga sér stað í austurhluta borgarinnar en það sé liður í sterkri áætlun innviðauppbyggingar í borginni.Íþróttamannvirki í austurborginni „Stærstu verkefnin eru í Úlfarsárdal þar sem skóli, íþróttahús, menningarmiðstöð og sundlaug rísa. Í Breiðholti verður einnig byggt íþróttahús og knatthús á næstu árum á svæði ÍR í Suður Mjódd. Þá er bygging boltahúss fyrir hand- og körfubolta að ljúka í Grafarvogi.“ Borgin haldi einnig áfram að byggja upp net hjólastíga og endurnýja lýsingu í borginni sem muni spara umtalsverða fjármuni í framtíðinni auk þess að gera borgina visthæfari og grænni. Þrátt fyrir mörg og stór verkefni Reykjavíkurborgar gerir fjárhagsáætlun 2019 samt ráð fyrir góðum afgangi af rekstrinum og að niðurstaðan verði jákvæð um 3,6 milljarða króna. Rekstrartekjur A-hluta eru áætlaðir 127,7 milljarðar króna en þar af eru skatttekjur tæpir 100,8 milljarðar. Rekstrarútgjöld A-hluta eru áætluð 118,7 milljarðar, þar af laun og launatengd gjöld 69,0 milljarðar, breyting lífeyrisskuldbindinga 4,6 milljarðar og annar rekstrarkostnaður 45,1 milljarðar. Framlegð samstæðunnar (EBITDA sem hlutfall af tekjum) er áætluð 13,7% árið 2019 og hækkar i 16,5% samkvæmt fimm ára áætlun. Gert er ráð fyrir batnandi afkomu á tímabilinu 2020 til 2023. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 og fimm ára áætlun 2019-2023 var lagt fram í borgarstjórn í dag. Áætlunin gerir ráð fyrir að borgarsjóður skili 3,6 milljarða jákvæðri rekstrarniðurstöðu árið 2019, en jákvæð niðurstaða samstæðu er áætluð 12,8 milljarðar króna eftir fjármagnsliði. Jafnvægi er í rekstri borgarinnar, bæði hjá fyrirtækjum hennar og í rekstri A-hlutans þótt ýmis teikn séu á lofti í efnahagsmálum, en A-hlutinn heldur utan um hinn eiginlega rekstur fagsviða borgarinnar. Í tilkynningu fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar til Kauphallar í tengslum við fjárhagsáætlun segir m.a. „Fjárhagur A-hluta er sterkur. Skuldahlutfall A-hluta borgarinnar er langt fyrir neðan viðmið sveitastjórnarlaga.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg borgina vera í miklum vexti. Það sjáist greinilega á verkefnunum í fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun en aukin framlög séu til skólamála og velferðarmála.Segir hagstætt fyrir barnafjölskyldur að búa í Reykjavík „Í fyrsta lagi erum við að tryggja fjármagn til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og til nýrra NPA samninga við fatlað fólk. Í öðru lagi erum við í mörgum grænum fjárfestingum á grundvelli aðalskipulagsins en sú stærsta á þeim vettvangi er Borgarlínan. Í þriðja lagi heldur uppbygging íþróttamannvirkja í austurhluta borgarinnar áfram og fjórða lagi höldum við áfram að efla velferðarþjónustu og auka framlög til leik- og grunnskóla í borginni. Við höldum líka gjöldum áfram í lágmarki þegar kemur að þjónustu borgarinnar þannig að það verði áfram hagstætt fyrir barnafjölskyldur, unga sem aldna að búa í Reykjavík,“ segir Dagur B. Eggertsson. Hann segir að fólki fjölgi í borginni á hverju ári. Það þýði að borgin þurfi að vaxa, nýjar íbúðir séu byggðar sem kalli á að borgin fjárfesti í innviðum eins og götum, torgum, lögnum, skólum og íþróttamannvirkjum auk þjónustu í hverfum. „Fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun til fimm ára ber þess skýr merki að Reykjavík er í mikilli sókn. Við fjárfestum fyrir 18,8 milljarða á næsta ári en sú fjárfesting endurspeglar áherslurnar í sáttmála flokkanna sem mynda meirihlutann í borgarstjórn,“ segir Dagur. Í húsnæðismálum ráðgera Félagsbústaðir umtalsverða fjölgun félagslegra íbúða í eignasafni sínu á tímabili fimm ára áætlunar. Auk þess mun borgin leggja talsverða fjármuni í stofnframlög til uppbyggingar íbúða til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Þá hefur aldrei meira íbúðarhúsnæði farið í uppbygginu í borginni, segir í tilkynningunni. Þá muni mikil uppbygging íþróttamannvirkja eiga sér stað í austurhluta borgarinnar en það sé liður í sterkri áætlun innviðauppbyggingar í borginni.Íþróttamannvirki í austurborginni „Stærstu verkefnin eru í Úlfarsárdal þar sem skóli, íþróttahús, menningarmiðstöð og sundlaug rísa. Í Breiðholti verður einnig byggt íþróttahús og knatthús á næstu árum á svæði ÍR í Suður Mjódd. Þá er bygging boltahúss fyrir hand- og körfubolta að ljúka í Grafarvogi.“ Borgin haldi einnig áfram að byggja upp net hjólastíga og endurnýja lýsingu í borginni sem muni spara umtalsverða fjármuni í framtíðinni auk þess að gera borgina visthæfari og grænni. Þrátt fyrir mörg og stór verkefni Reykjavíkurborgar gerir fjárhagsáætlun 2019 samt ráð fyrir góðum afgangi af rekstrinum og að niðurstaðan verði jákvæð um 3,6 milljarða króna. Rekstrartekjur A-hluta eru áætlaðir 127,7 milljarðar króna en þar af eru skatttekjur tæpir 100,8 milljarðar. Rekstrarútgjöld A-hluta eru áætluð 118,7 milljarðar, þar af laun og launatengd gjöld 69,0 milljarðar, breyting lífeyrisskuldbindinga 4,6 milljarðar og annar rekstrarkostnaður 45,1 milljarðar. Framlegð samstæðunnar (EBITDA sem hlutfall af tekjum) er áætluð 13,7% árið 2019 og hækkar i 16,5% samkvæmt fimm ára áætlun. Gert er ráð fyrir batnandi afkomu á tímabilinu 2020 til 2023.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum