Fær greitt þrátt fyrir fjarveru sína í bæjarráði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. nóvember 2018 13:44 Sigurjón Vídalín situr í bæjarráði Árborgar. Vísir Sigurjón Vídalín Guðmundsson, fulltrúi Á-lista, Áfram Árborg í meirihlutasamstarfi listans, Framsóknar og óháðra, Miðflokksins og Samfylkingarinnar, hefur mætt á þrjá fundi af þrettán í bæjarráði, frá því nýtt meirihlutasamstarf var kynnt 1. júní í sumar. Í fjarveru hans hafa varamenn listans setið fundi ráðsins og þegið greiðslur auk þess að Sigurjón hefur haldið sínum greiðslum fyrir setu sína í bæjarráði. Á-listinn, Áfram Árborg, saman stendur af Pírötum og Viðreisn. Á fundi bæjarráðs Árborgar sem haldinn var 1. nóvember var lögð fram fyrirspurn frá Kjartani Björnssyni, fulltrúa D-lista í ráðinu, um hver kostnaður sveitarfélagsins sé við að varamaður Á-listans hafi setið flesta fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar, það er kostnaður umfram fasta þóknun bæjarfulltrúa, sem viðkomandi aðalmaður þiggur. Í svari meirihlutans segir að fyrir hvern setinn bæjarráðsfund fái varamaður greiddar 16.833,- krónur. Varamenn Á-listans hafa setið tíu fundi bæjarráðs. Þá kemur fram að þessi háttur hafi verið viðhafður í bæjaráði sveitarfélagsins að minnsta kosti frá árinu 2003.Heldur föstum greiðslum enda gera reglur ekki ráð fyrir öðruGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Vísir/MHHGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar staðfestir þetta í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gísli segir að aðalmaður Á-listans hafi haldið öllum þeim fastagreiðslum sem samþykktir sveitarfélagsins kveða á um þennan tíma, enda geri reglurnar ekki ráð fyrir öðru. Mánaðarleg greiðsla til bæjarráðsfulltrúa er 67.333,- krónur á mánuði og hefur núverandi fulltrúum verið greitt frá 15. júní eftir að nýr meirihluti tilkynnti um samstarf sitt. Aðalfulltrúar fá hins vegar ekki greitt fyrir hvern fund líkt og varamenn.Við í vinnu við VaðlaheiðargöngumBæjarráð Árborgar. Frá vinstri, Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs, Gísli Halldór Halldórsson, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarráðsmaður og Gunnar Egilsson, bæjarráðsmaður.Mynd/rborgSkýring á slakri fundarsókn aðalfulltrúa Á-listans er að hann hafi verið bundinn af verkefnum sínum vegna Vaðlaheiðarganga og var bundinn lengur en nokkur hafi búist við. Gísli Halldór segir að skyldum Sigurjóns í því verki sé líklega að ljúka í dag eða á morgun. Gísli tekur fram í svari sínu að Sigurjón hafi sinnt skyldum sínum vel á því tímabili sem um ræðir, að öðru leyti en því að hafa misst úr marga fundi í bæjarráði sem haldnir séu á fimmtudögum. Þeir dagar hafi hitt illa á hann. Gísli segir aðalfulltrúann hafa sett sig vel inn í öll mál og upplýst varamenn og undirbúið þá fyrir fundi. Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins fyrir setu Sigurjóns í bæjarráði frá 15. júní er á þriðja hundrað þúsund og kostnaður vegna varamanna er á annað hundrað þúsund. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, fulltrúi Á-lista, Áfram Árborg í meirihlutasamstarfi listans, Framsóknar og óháðra, Miðflokksins og Samfylkingarinnar, hefur mætt á þrjá fundi af þrettán í bæjarráði, frá því nýtt meirihlutasamstarf var kynnt 1. júní í sumar. Í fjarveru hans hafa varamenn listans setið fundi ráðsins og þegið greiðslur auk þess að Sigurjón hefur haldið sínum greiðslum fyrir setu sína í bæjarráði. Á-listinn, Áfram Árborg, saman stendur af Pírötum og Viðreisn. Á fundi bæjarráðs Árborgar sem haldinn var 1. nóvember var lögð fram fyrirspurn frá Kjartani Björnssyni, fulltrúa D-lista í ráðinu, um hver kostnaður sveitarfélagsins sé við að varamaður Á-listans hafi setið flesta fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar, það er kostnaður umfram fasta þóknun bæjarfulltrúa, sem viðkomandi aðalmaður þiggur. Í svari meirihlutans segir að fyrir hvern setinn bæjarráðsfund fái varamaður greiddar 16.833,- krónur. Varamenn Á-listans hafa setið tíu fundi bæjarráðs. Þá kemur fram að þessi háttur hafi verið viðhafður í bæjaráði sveitarfélagsins að minnsta kosti frá árinu 2003.Heldur föstum greiðslum enda gera reglur ekki ráð fyrir öðruGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Vísir/MHHGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar staðfestir þetta í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gísli segir að aðalmaður Á-listans hafi haldið öllum þeim fastagreiðslum sem samþykktir sveitarfélagsins kveða á um þennan tíma, enda geri reglurnar ekki ráð fyrir öðru. Mánaðarleg greiðsla til bæjarráðsfulltrúa er 67.333,- krónur á mánuði og hefur núverandi fulltrúum verið greitt frá 15. júní eftir að nýr meirihluti tilkynnti um samstarf sitt. Aðalfulltrúar fá hins vegar ekki greitt fyrir hvern fund líkt og varamenn.Við í vinnu við VaðlaheiðargöngumBæjarráð Árborgar. Frá vinstri, Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs, Gísli Halldór Halldórsson, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarráðsmaður og Gunnar Egilsson, bæjarráðsmaður.Mynd/rborgSkýring á slakri fundarsókn aðalfulltrúa Á-listans er að hann hafi verið bundinn af verkefnum sínum vegna Vaðlaheiðarganga og var bundinn lengur en nokkur hafi búist við. Gísli Halldór segir að skyldum Sigurjóns í því verki sé líklega að ljúka í dag eða á morgun. Gísli tekur fram í svari sínu að Sigurjón hafi sinnt skyldum sínum vel á því tímabili sem um ræðir, að öðru leyti en því að hafa misst úr marga fundi í bæjarráði sem haldnir séu á fimmtudögum. Þeir dagar hafi hitt illa á hann. Gísli segir aðalfulltrúann hafa sett sig vel inn í öll mál og upplýst varamenn og undirbúið þá fyrir fundi. Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins fyrir setu Sigurjóns í bæjarráði frá 15. júní er á þriðja hundrað þúsund og kostnaður vegna varamanna er á annað hundrað þúsund.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum