Undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 5. nóvember 2018 21:15 Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. Sjómannafélag Íslands sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kemur fram ekki verði orðið við áskorun 163 einstaklinga um að félagið haldi félagsfund vegna málefna Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem var rekin frá félaginu í síðustu viku.Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.Skjáskot/Stöð 2Fram kemur að aðeins 52 þeirra sem skrifa undir séu félagsmenn sem sé ekki nægjanlegur fjöldi samkvæmt lögum félagsins til að verða við áskoruninni. Heiðveig hafi ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins. Ávirðingar hennar hafi orðið til þess að ekki hafi orðið af sameiningu sjómanna.En er hún þá ekki orðin nokkuð áhrifamikil ef hennar orð eru tekin svo alvarleg að það veldur því að félögin sameinast ekki?„Jú, en þetta hafði þessi áhrif á hin félögin. Þannig að við sjáum okkar sængur breiddar trúlega með því að sækja hana til saka fyrir það,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Hann segir undirskrifarlistan einsleitan. „Það eru fiskimenn þarna á listanum og engir aðrir.“ Heiðveig María tilkynnti á dögunum að hún byði sig fram til formennsku í félaginu. Jónas segir að brottvikning hennar úr félaginu tengist því ekki. „Það tengist ekki neitt því hún er alls ekki kjörgeng í félaginu, hún getur ekki boðið sig fram því að hún hefur verið í afleysingum í mjög skamman tíma og það uppfyllir ekki reglur félagsins. Við höfum farið í einu og öllu eftir reglum félagsins.“Heiðveig María Einarsdóttir.Skjáskot/Stöð 2Heiðveig María vísar því á bug að hún hafi logið uppá forystu Sjómannafélagsins og telur líklegt að farið verði af stað með nýjan undirskriftarlista. „Ég vænti þess að þeir setji annan undirskriftalista í gang, eða að einhver annar geri það, vegna þess að óánægjan er gríðarleg.“ Heiðveig María undirbýr stefnu á hendur Sjómannafélaginu. „Og við erum að klára stefnu til að stefna inn til félagsdóms, þá bæði varðandi brottvikningu mína sem og þessa þriggja ára reglu.“ Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00 Fordæma stjórn Sjómannafélagsins:„Traust er horfið út um kýraugað“ Átta félagsmenn Sjómannafélags Íslands fordæma framferði stjórnar félagsins. 4. nóvember 2018 08:03 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. Sjómannafélag Íslands sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kemur fram ekki verði orðið við áskorun 163 einstaklinga um að félagið haldi félagsfund vegna málefna Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem var rekin frá félaginu í síðustu viku.Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.Skjáskot/Stöð 2Fram kemur að aðeins 52 þeirra sem skrifa undir séu félagsmenn sem sé ekki nægjanlegur fjöldi samkvæmt lögum félagsins til að verða við áskoruninni. Heiðveig hafi ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins. Ávirðingar hennar hafi orðið til þess að ekki hafi orðið af sameiningu sjómanna.En er hún þá ekki orðin nokkuð áhrifamikil ef hennar orð eru tekin svo alvarleg að það veldur því að félögin sameinast ekki?„Jú, en þetta hafði þessi áhrif á hin félögin. Þannig að við sjáum okkar sængur breiddar trúlega með því að sækja hana til saka fyrir það,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Hann segir undirskrifarlistan einsleitan. „Það eru fiskimenn þarna á listanum og engir aðrir.“ Heiðveig María tilkynnti á dögunum að hún byði sig fram til formennsku í félaginu. Jónas segir að brottvikning hennar úr félaginu tengist því ekki. „Það tengist ekki neitt því hún er alls ekki kjörgeng í félaginu, hún getur ekki boðið sig fram því að hún hefur verið í afleysingum í mjög skamman tíma og það uppfyllir ekki reglur félagsins. Við höfum farið í einu og öllu eftir reglum félagsins.“Heiðveig María Einarsdóttir.Skjáskot/Stöð 2Heiðveig María vísar því á bug að hún hafi logið uppá forystu Sjómannafélagsins og telur líklegt að farið verði af stað með nýjan undirskriftarlista. „Ég vænti þess að þeir setji annan undirskriftalista í gang, eða að einhver annar geri það, vegna þess að óánægjan er gríðarleg.“ Heiðveig María undirbýr stefnu á hendur Sjómannafélaginu. „Og við erum að klára stefnu til að stefna inn til félagsdóms, þá bæði varðandi brottvikningu mína sem og þessa þriggja ára reglu.“
Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00 Fordæma stjórn Sjómannafélagsins:„Traust er horfið út um kýraugað“ Átta félagsmenn Sjómannafélags Íslands fordæma framferði stjórnar félagsins. 4. nóvember 2018 08:03 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00
Fordæma stjórn Sjómannafélagsins:„Traust er horfið út um kýraugað“ Átta félagsmenn Sjómannafélags Íslands fordæma framferði stjórnar félagsins. 4. nóvember 2018 08:03
„Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59