Veltiár framundan Ari Trausti Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Okkur jarðarbúum gengur of hægt við að efla viðbrögð gegn hraðri hlýnun loftslags á heimsvísu. Þau snúast um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og samtímis að binda sem mest af kolefni. Breyttur landbúnaður, minni flutningar, minni skógvinnsla í stórum stíl en meiri skógrækt eru meðal lykilverkefna. Enn eitt lykilverkefnið er sjálfbærari orkuframleiðsla en nú tíðkast og tæknilegri stóriðja sem minnkar losun frá verksmiðjum. Rýrnun jökla og hafíss er verulegt áhyggjuefni. Við það minnkar endurvarp sólgeislunar og dökkt land og haf drekkur í sig æ meiri varma. Margt af þessu og skyldum efnum enduróma á ráðstefnum og fundum, t.d. skoðana- og fræðslutorginu sem opið er í Hörpu ár hvert: Arctic Circle. Þar kemur líka oft fram að rannsóknir eru orðnar nægar til þess að við getum aðhafst af skynsemi – að verkin eigi að tala án þess að rannsóknir minnki. Markmið íslenskra stjórnvalda eru metnaðarfull. Að standa við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins og gera auk þess Ísland kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Bæði eiga þau að hljóta þverpólitískt fulltingi þó svo menn greini á um leiðir. Þær finnum við með umræðum og virðingu fyrir staðreyndum. Fjármögnun aðgerða sem til þarf til þess að ná markmiðunum verður að ganga fyrir sumu af því sem við erum vön að vilja fjármagna. Neyslumynstur verður að breytast að ýmsu leyti. Norðurslóðir eru lykilsvæði í andófinu gegn loftslagsbreytingum og við hér á landi í miðri hringiðunni. Á norðurslóðum verður að hægja á vinnslu jarðefnaeldsneytis og takmarka hana við 20% þekktra birgða í jörðu. Á heimsvísu verður að láta ? þekktra birgða liggja kyrrar. Um leið er afar brýnt að Norður-Íshafið og aðliggjandi haf- og strandsvæði verði virt sem vopnlaust svæði með alþjóðlegum samningum – svæði þar sem öryggi, leit og björgun er tryggð en hernaðaruppbygging látin eiga sig. Hafsvæði utan 200 mílna lögsögu verði undir alþjóðlegri stjórn og auðlindanýting þar sömuleiðis. Norðurskautsráðið verður undir íslenskri stjórn frá 2019-2021 og þá hægt að komu mörgu góðu til leiðar eins og um verður búið í verkefnaskrá sem unnið hefur verið að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Okkur jarðarbúum gengur of hægt við að efla viðbrögð gegn hraðri hlýnun loftslags á heimsvísu. Þau snúast um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og samtímis að binda sem mest af kolefni. Breyttur landbúnaður, minni flutningar, minni skógvinnsla í stórum stíl en meiri skógrækt eru meðal lykilverkefna. Enn eitt lykilverkefnið er sjálfbærari orkuframleiðsla en nú tíðkast og tæknilegri stóriðja sem minnkar losun frá verksmiðjum. Rýrnun jökla og hafíss er verulegt áhyggjuefni. Við það minnkar endurvarp sólgeislunar og dökkt land og haf drekkur í sig æ meiri varma. Margt af þessu og skyldum efnum enduróma á ráðstefnum og fundum, t.d. skoðana- og fræðslutorginu sem opið er í Hörpu ár hvert: Arctic Circle. Þar kemur líka oft fram að rannsóknir eru orðnar nægar til þess að við getum aðhafst af skynsemi – að verkin eigi að tala án þess að rannsóknir minnki. Markmið íslenskra stjórnvalda eru metnaðarfull. Að standa við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins og gera auk þess Ísland kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Bæði eiga þau að hljóta þverpólitískt fulltingi þó svo menn greini á um leiðir. Þær finnum við með umræðum og virðingu fyrir staðreyndum. Fjármögnun aðgerða sem til þarf til þess að ná markmiðunum verður að ganga fyrir sumu af því sem við erum vön að vilja fjármagna. Neyslumynstur verður að breytast að ýmsu leyti. Norðurslóðir eru lykilsvæði í andófinu gegn loftslagsbreytingum og við hér á landi í miðri hringiðunni. Á norðurslóðum verður að hægja á vinnslu jarðefnaeldsneytis og takmarka hana við 20% þekktra birgða í jörðu. Á heimsvísu verður að láta ? þekktra birgða liggja kyrrar. Um leið er afar brýnt að Norður-Íshafið og aðliggjandi haf- og strandsvæði verði virt sem vopnlaust svæði með alþjóðlegum samningum – svæði þar sem öryggi, leit og björgun er tryggð en hernaðaruppbygging látin eiga sig. Hafsvæði utan 200 mílna lögsögu verði undir alþjóðlegri stjórn og auðlindanýting þar sömuleiðis. Norðurskautsráðið verður undir íslenskri stjórn frá 2019-2021 og þá hægt að komu mörgu góðu til leiðar eins og um verður búið í verkefnaskrá sem unnið hefur verið að.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun