Hrútarnir loksins felldir | Brady hafði betur gegn Rodgers Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2018 09:33 Brees skólaði Hrútana til í gær en hans lið er nú búið að vinna sjö leiki í röð. vísir/getty Drew Brees og félagar í New Orleans Saints voru í gær fyrsta liðið til þess að vinna LA Rams. Leikur liðanna var stórkostleg skemmtun þar sem skoruð voru 80 stig. Rams var eina ósigraða liðið í deildinni fyrir tímabilið en það var vitað að þessi leikur yrði stærsta próf liðsins í vetur enda Dýrlingarnir á mikilli siglingu. Fyrri hálfleikur var magnaður. Liðin skoruðu úr fyrstu sóknum sínum. Svo fóru Hrútarnir að misstíga sig á meðan allar sóknir Saints enduðu með snertimarki. Staðan 35-17 í hálfleik. Ekkert lið hafði náð að skora 35 stig gegn Rams í vetur en Saints gerði það í fyrri hálfleik. Með bakið upp við vegginn bitu Hrútarnir frá sér í seinni hálfleik. Þeir náðu að jafna 35-35 en þá tók Brees aftur við stjórnartaumunum og sigldi sigrinum heim. Sjöundi sigurleikur Saints í röð. Brees kláraði 25 af 36 sendingum sínum fyrir 346 jördum og 4 snertimörkum. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, skilaði sínu með 390 jördum og 3 snertimörkum.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Goðsagnirnar Brady og Rodgers þakka hvor öðrum fyrir leikinn.vísir/gettyTveir af bestu leikstjórnendum í sögu deildarinnar, Tom Brady og Aaron Rodgers, mættust í næturleiknum en Green Bay sótti New England. Þetta var mjög líklega í síðasta sinn sem þeir mætast á vellinum. Brady hafði betur í leiknum. Jafnt var á komið með liðunum fyrir lokaleikhlutann, 17-17. Þá fór Packers að gera mistök en Patriots dró fram ásana sína. Meðal annars átti Julian Edelman útherji flotta lykilsendingu. Fjórði leikhlutinn var eign Patritos sem vann sinn sjöunda leik í vetyr en Packers er 3-4-1. Brady með 294 jarda og 1 snertimark. Rodgers með 259 jarda og 2 snertimörk.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Úrslit: New England-Green Bay 31-17 Baltimore-Pittsburgh 16-23 Buffalo-Chicago 9-41 Carolina-Tampa Bay 42-28 Cleveland-Kansas City 21-37 Miami-NY Jets 13-6 Minnesota-Detroit 24-9 Washington-Atlanta 14-38 Denver-Houston 17-19 LA Chargers-Seattle 25-17 New Orleans-LA Rams 45-35Í nótt: Dallas - TennesseeStaðan í deildinni. NFL Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Drew Brees og félagar í New Orleans Saints voru í gær fyrsta liðið til þess að vinna LA Rams. Leikur liðanna var stórkostleg skemmtun þar sem skoruð voru 80 stig. Rams var eina ósigraða liðið í deildinni fyrir tímabilið en það var vitað að þessi leikur yrði stærsta próf liðsins í vetur enda Dýrlingarnir á mikilli siglingu. Fyrri hálfleikur var magnaður. Liðin skoruðu úr fyrstu sóknum sínum. Svo fóru Hrútarnir að misstíga sig á meðan allar sóknir Saints enduðu með snertimarki. Staðan 35-17 í hálfleik. Ekkert lið hafði náð að skora 35 stig gegn Rams í vetur en Saints gerði það í fyrri hálfleik. Með bakið upp við vegginn bitu Hrútarnir frá sér í seinni hálfleik. Þeir náðu að jafna 35-35 en þá tók Brees aftur við stjórnartaumunum og sigldi sigrinum heim. Sjöundi sigurleikur Saints í röð. Brees kláraði 25 af 36 sendingum sínum fyrir 346 jördum og 4 snertimörkum. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, skilaði sínu með 390 jördum og 3 snertimörkum.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Goðsagnirnar Brady og Rodgers þakka hvor öðrum fyrir leikinn.vísir/gettyTveir af bestu leikstjórnendum í sögu deildarinnar, Tom Brady og Aaron Rodgers, mættust í næturleiknum en Green Bay sótti New England. Þetta var mjög líklega í síðasta sinn sem þeir mætast á vellinum. Brady hafði betur í leiknum. Jafnt var á komið með liðunum fyrir lokaleikhlutann, 17-17. Þá fór Packers að gera mistök en Patriots dró fram ásana sína. Meðal annars átti Julian Edelman útherji flotta lykilsendingu. Fjórði leikhlutinn var eign Patritos sem vann sinn sjöunda leik í vetyr en Packers er 3-4-1. Brady með 294 jarda og 1 snertimark. Rodgers með 259 jarda og 2 snertimörk.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Úrslit: New England-Green Bay 31-17 Baltimore-Pittsburgh 16-23 Buffalo-Chicago 9-41 Carolina-Tampa Bay 42-28 Cleveland-Kansas City 21-37 Miami-NY Jets 13-6 Minnesota-Detroit 24-9 Washington-Atlanta 14-38 Denver-Houston 17-19 LA Chargers-Seattle 25-17 New Orleans-LA Rams 45-35Í nótt: Dallas - TennesseeStaðan í deildinni.
NFL Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira