Trump yngri birtir auglýsingu sem CNN neitaði að birta Sylvía Hall skrifar 3. nóvember 2018 18:11 Donald Trump er kominn í kosningagír. Vísir/Getty Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, birti í dag auglýsingu á Twitter-síðu sinni sem hann segir CNN hafa neitað að birta. Auglýsingin sýnir fjölda innflytjenda flykkjast að landamærunum og forsetann heita því að vernda landsmenn gegn slíku. Í færslu sonar forsetans segir hann CNN hafa neitað að birta auglýsinguna vegna þess að hún henti ekki þeirra málflutningi og segir þá aðeins birta „falskar fréttir“. Þá hvetur hann kjósendur til þess að muna eftir auglýsingunni næsta þriðjudag þegar gengið verður til kosninga. Auglýsingin er gerð fyrir Repúblikanaflokkinn og hvetur fólk til þess að veita þeim sitt atkvæði í komandi þingkosningum.CNN refused to run this ad... I guess they only run fake news and won’t talk about real threats that don’t suit their agenda. Enjoy. Remember this on Tuesday. #vote#voterepublicanpic.twitter.com/VyMm7GhPLX — Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) 3 November 2018 Samskiptadeild CNN svaraði tísti Trumps yngri og sagði það hafa komið skýrt fram í svari stöðvarinnar að auglýsingin yrði ekki birt því hún þótti rasísk en í henni eru birtar klippur af glæpamönnum sem hafa komið ólöglega til Bandaríkjanna.CNN has made it abundantly clear in its editorial coverage that this ad is racist. When presented with an opportunity to be paid to take a version of this ad, we declined. Those are the facts. — CNN Communications (@CNNPR) 3 November 2018 Þingkosningunum í næstu viku hefur verið lýst sem einum þeim mikilvægustu í Bandaríkjunum í manna minnum. Þær eru sagðar vera fyrsta tækifæri kjósenda til þess að segja hug sinn um stefnu landsins eftir að kosningasigur Donalds Trump umturnaði stjórnmálunum þar fyrir tveimur árum.Fréttin hefur verið uppfærð Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, birti í dag auglýsingu á Twitter-síðu sinni sem hann segir CNN hafa neitað að birta. Auglýsingin sýnir fjölda innflytjenda flykkjast að landamærunum og forsetann heita því að vernda landsmenn gegn slíku. Í færslu sonar forsetans segir hann CNN hafa neitað að birta auglýsinguna vegna þess að hún henti ekki þeirra málflutningi og segir þá aðeins birta „falskar fréttir“. Þá hvetur hann kjósendur til þess að muna eftir auglýsingunni næsta þriðjudag þegar gengið verður til kosninga. Auglýsingin er gerð fyrir Repúblikanaflokkinn og hvetur fólk til þess að veita þeim sitt atkvæði í komandi þingkosningum.CNN refused to run this ad... I guess they only run fake news and won’t talk about real threats that don’t suit their agenda. Enjoy. Remember this on Tuesday. #vote#voterepublicanpic.twitter.com/VyMm7GhPLX — Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) 3 November 2018 Samskiptadeild CNN svaraði tísti Trumps yngri og sagði það hafa komið skýrt fram í svari stöðvarinnar að auglýsingin yrði ekki birt því hún þótti rasísk en í henni eru birtar klippur af glæpamönnum sem hafa komið ólöglega til Bandaríkjanna.CNN has made it abundantly clear in its editorial coverage that this ad is racist. When presented with an opportunity to be paid to take a version of this ad, we declined. Those are the facts. — CNN Communications (@CNNPR) 3 November 2018 Þingkosningunum í næstu viku hefur verið lýst sem einum þeim mikilvægustu í Bandaríkjunum í manna minnum. Þær eru sagðar vera fyrsta tækifæri kjósenda til þess að segja hug sinn um stefnu landsins eftir að kosningasigur Donalds Trump umturnaði stjórnmálunum þar fyrir tveimur árum.Fréttin hefur verið uppfærð
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira