Blaðamaður Stundarinnar sýknaður í ærumeiðingarmáli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. nóvember 2018 18:24 Landsréttur staðfesti sýknu héraðsdóms. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms þar sem blaðamaður á Stundinni var sýknaður af kröfum fyrrverandi ritstjóra Reykjavík Grapevine um ærumeiðingar í dag. Haukur S. Magnússon höfðaði mál gegn Áslaugu Karen Jóhannsdóttur vegna ummæla viðmælanda hennar í umfjöllun um að Haukur hafi þurft að láta af störfum sökum ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni í garð þriggja undirmanna hans. Umfjöllunin birtist í fréttablaði og á vef Stundarinnar í febrúar og mars árið 2016. Í dómi héraðsdóms kom fram að umfjöllun um málefni sem þessi væru liður í þjóðfélagslegri umræðu og ætti erindi til almennings. Þar á meðal væri lýsing á efni ásakananna á hendur Hauki. Þá hefði hvergi verið staðhæft í umfjöllun Áslaugar að Haukur væri sekur um nokkur brot. Auk þess hafi verið haft eftir honum að hann vísaði umræddum ásökunum alfarið á bug. Það var mat héraðsdóms að Áslaug hafi fylgt eðlilegu verklagi í fréttamennsku við umfjöllun sína og að hún hefði ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar í fjölmiðlum. Var hún því sýknuð í héraði og nú hefur sá dómur fengist staðfestur í Landsrétti. Fór Haukur fram á tvær milljónir króna í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum, og að ummælin sem um ræðir yrðu dæmd ómerk. Hauki var gert að greiða Áslaugu 700.000 krónur í áfrýjunarkostnað. Dómsmál Fjölmiðlar Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms þar sem blaðamaður á Stundinni var sýknaður af kröfum fyrrverandi ritstjóra Reykjavík Grapevine um ærumeiðingar í dag. Haukur S. Magnússon höfðaði mál gegn Áslaugu Karen Jóhannsdóttur vegna ummæla viðmælanda hennar í umfjöllun um að Haukur hafi þurft að láta af störfum sökum ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni í garð þriggja undirmanna hans. Umfjöllunin birtist í fréttablaði og á vef Stundarinnar í febrúar og mars árið 2016. Í dómi héraðsdóms kom fram að umfjöllun um málefni sem þessi væru liður í þjóðfélagslegri umræðu og ætti erindi til almennings. Þar á meðal væri lýsing á efni ásakananna á hendur Hauki. Þá hefði hvergi verið staðhæft í umfjöllun Áslaugar að Haukur væri sekur um nokkur brot. Auk þess hafi verið haft eftir honum að hann vísaði umræddum ásökunum alfarið á bug. Það var mat héraðsdóms að Áslaug hafi fylgt eðlilegu verklagi í fréttamennsku við umfjöllun sína og að hún hefði ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar í fjölmiðlum. Var hún því sýknuð í héraði og nú hefur sá dómur fengist staðfestur í Landsrétti. Fór Haukur fram á tvær milljónir króna í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum, og að ummælin sem um ræðir yrðu dæmd ómerk. Hauki var gert að greiða Áslaugu 700.000 krónur í áfrýjunarkostnað.
Dómsmál Fjölmiðlar Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira